Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 19

Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 19
TIL RITNEFNDAR ORGANISTABLAÐSINS Svar við spurningu. í 3. tibl. Orgbl. 1975 spyr P.H. ihvort Requiem það sem Óratóríukórinn 'flutti í kirkju Hvítasunnusafnaðarins Rvík í nóv. s!l. sé elóki iþað sama sem Dómlkinkjulkórinn flutti 7. nóv. 1941 undir stjórn dr. Páls ísólfssonar ineð undirleik dr. Victors Urbancic. Veiltir P. H. iþví fyrir sér hviort umræddur flutningur Óratóríukórsins geti kallast frumiflutningur er um sama verk er að ræða, og P. H. veit vafalaust að Oherubini samdi aðeins eitt Requiem í c-mol1!. Skýringar eru þó á því að iimræddur flutningur Óratóníiukórsins var nefndur „frum- flutningur á íslandi", sem út aif fyrir sig er ekki góð notkun málsins, en betra væri að segja Clutt í fyrsta skipti á íslandi. Efnisskrá tónleikanna 1941 hefur mér ekki tekist að ná í, en samkvæmt minni iþeirra sem þátt tóku í tónfeikunum 1941 hefur að líkindum ekki allt verkið verið flutt þá, auk þess er Requiemið skrifað fyrir kór og ihljómsveit en dr. Urbancic — þótt mikilihæfur væri — eingöngu leikið með á orgel í það skiptið. Læt >ég svo öðrum eftir að ílhuga hvort rétt sé að tala um ,,tónlistarviðburðinn" (sbr. fréttatilík.) í Dómkirkj- unni sem frumflutning verksins. Haifi ég gert rangt í því að kaMa ílutninginginn í nóv. sl. „frumflutning" biðst ég afsökunar. En ætti maður eftir að heyra 9. Malhlers flutta hér í fyrsta skipti ileikna fjórlient á píanó sýnist mér að vafa- samt væri að kalla það „fTumPlutning venksins hér á landi". Ragnar Björnsson. Ég þalkka fyrir bréfið. En ég man ekki eftir að hafa heyrt eða séð „tónlistarviðburðinn" í Dómkirkjunni nefndan „frumflutning". P. H. ORGANISTABLAÐIÐ 19

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.