Organistablaðið - 01.09.1976, Side 34

Organistablaðið - 01.09.1976, Side 34
Pastorale, Toccata og fúga I d-moll og prel. og fúga í D-dúr eftir J. S. Bach. Tilbrigði um sálmalaglð „Faðir vor sem á himnum ert" eftir Mendels- shohn og að siðustu Suite Gothique eftir Boellmann. Sunnudaginn 1. febrúar hélt Ragnar Björnsson orgeltónleika í Fíladelfíu- kirkjunni. Á efnlsskránnl voru ein- göngiu frönsk verk, en Þau voru: Ohoral i a-moll eftlr Cesar Franck, Scherso og Toccata eftir Gaston Lltaize, Vitringarnir og englarnir eftir Messiaen og að siðustu Prel. og fúga og bæn eftir Jehan Alain. Langholtskirkja. Kór Langholtskirkju hélt tónlelka i Háteigskirkju 8. febrúar undir stjórn Jóns Stefánssonar. Forsöngvarar með kórnum voru Ölöf K. Harðardóttir, Steingerður V. Stefánsdóttir, Sverrlr Guðjónsson, Þóroddur Þóroddsson og Viðar Gunnarsson. Elin Guðmunds- dóttlr lék á hörpu og Hörður Áskels- son á orgel. Á efnisskránni voru eftir- talin verk: Cantate Domino eftir Giu- seppe Ottavi Pitoni, Ave María eftir Nicolas Combert, Lobe den Herren eftir Schiits, íjórir lofsöngvar eftir Þorkel Sigurbjömsson, og að lokum fimm negrasálmar. Kór Langholtskirkju ásamt kamm- ersvelt héldu tónleika í Háteigskirkju 2. og 3. mai undir stjóm Jóns Steíáns- sonar. Á efnisskránni voru tvær kan- tötur eftir Joh. Seb. Bach, nr. 106 Actus Traglcus og nr. 147 Herz und Mund unt Tat und Leben. Einsöngv- arar voru Óiöf K. Harðardóttir, Sig- riður E. Magnúsdóttir, Garðar Cortes og Halldór Vilhelmsson. Hallgrímskirkja. Á skírdag voru tónleikar í Iiall- grímskirkju í Reykjavík. Flutt var passíusálmalag eftir Guðlaugu Sæ- mundsdóttur í útsetningu söngstjórans Páls Haildórssonar og Passíukantata eftir Svend-Ove Möller. Flytjendur voru: Garðar Cortes, nemendur úr Söngskólanum i Reykjavik, félagar úr Sinfóníuhljómsveitinni í Reykjavik, Páll Kr. Pálsson og kór Hallgrims- kirkjunnar. Stjórnandi var Páll Hall- dórsson. Úr bœ og byggð. Selfosskirkja. Dagana 6. janúar og 14. febrúar sl. voru haldnir tónleikar i Selfosskirkju og voru jiar flutt kantanta. eftir D. Buxtehude, þættir úr oratoriunni Messias eftlr G. F. HSndel og kant- ata nr. 143 eftir J. S. Bach. Piytjendur voru klrkjukór Selfoss, féiagar úr Sinfoniuhljómsveltlnnl 1 Reykjavik, einsöngvararnir Sigriður E. Magnúsdóttir, Garðar Cortes og Halldór Vilhelmsson. Ólafur Sigur- urjónsson lék contlnuo. Stjórnandi var Glúmur Gylfason. Hljómleikar þesslr voru lika haldn- ir i kirkju Filadelfiusafnaðarlns 1 Reykjavik 11. janúar sl. 34 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.