Organistablaðið - 01.12.1979, Síða 21

Organistablaðið - 01.12.1979, Síða 21
Þótt þú langförull legðir. "Það er að brjótast í mér lag. komdu niður og syngdu það með mér." Sigvaldi S. Kaldalóns var héraðslæknir í Nauteyrarhéraði 1910-1922. Læknishéraðið var víðlent - náði yfir Snæfjallaströnd, Langadalsströnd (Nauteyrarhrepp), Vatnsfjarðarsveit (Reykjarfjarðarhrepp) og Ögursveit. Læknirinn sat á Ármúla. Sigvaldi tengdist Djúpmönnum traustum Læknishúsið á Ármúla. vináttuböndum. Á Ármúla samdi hann fjölmörg af sinum alkunnu og vinsælu lögum. Þau urðu brátt landskunn. Sigurður á Laugabóli gaf út fyrstu sönglagahefti Kaldalóns: Sjö sönglög, 1 916, Þrjú sönglög, 1917 og Tíu sönglög 1918. Eftir það komu svo sérprentuð lög eftir Kaldalóns, hvert af öðru. Þótt þú langförull legðir kom út 1922. Bókin um Kaldalóns kom út 1971. Gunnar M. Magnúss rithöfundur skráði. Mikil vinátta var milli Æðeyjarfólks og Kaldalónsfjölskyldunnar. Og nú lítum við í bókina um Kaldalóns. "Æðey á Isafjarðardjúpi Ásgeir heldur áfram: Ásgeir heldur áfram: Sigvaldi lék oft lögin sín fyrir okkur, sem vorum gestir á heimili hans. Einu sinni, þegar ég gisti á Ármúla, það var 1913, þá kemur hann upp, þegar ég var að hátta. Hann var með blað í hendi, og segir: Það er að brjótast í mér lag, komdu niður og syngdu það með mér. Ég kom niður og hann fór að spila: Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót. Hann spilaði þetta margsinnis og ég söng með, þangað til ég kunni það. Það var víst ekki svefnsamt í húsinu það kvöldið. Mér fanst hann vera fjarska glaður og ánægður. Það var mikil eftirsjá að honum, þegar hann veiktist og var fluttur frá okkur. ORGANISTABLAÐIÐ 21

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.