Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 52

Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 52
Öll voru fjöllin eins og fest upp á þráð segir Anna Þórhallsdóttir söngkona í afmælis- rabbi. Morgunblaðið 27. sept. Prófessor til llfst/ðar við tónlistar- háskólann í Vínarborg. Þaðeru "nokkurorð um feril ogframaSvanhvítar Egilsdótturfrá Hafnarfirði". Lesbók Mbl. Kórall heitir auglýsingablað Kórs Mennta- skólans við Hamrahlíð. Lesmálið er að miklu leiti um tónlist. Útlendar fréttir Franz Schubert:3 Fugen fiir orgel verlag Doplinger. Það þykir tíðindum sæta þegar í leitirnar koma áður óþ'ekkt handrit eftir miklu tónlistarmeistarana. Nýlega hafa verið gefnar út 3 fúgur fyrir orgel, sem ekki var kunnugt um áður, eftir Franz Schubert. Talið er að þær séu samdar 1 81 2, en þá var höf., 15 ára, og sýna þær að hann hefur þá verið vel að sér í kontrapunkti, sem sagt kunnað ágætlega sitt handverk. En óvíst þykir þó að þær auki miklu við hróður tónskáldsins. I handritinu er ekki getið um fyrir hvaða hljóðfæri fúgurnar eru samdar og sjálfsagt hægt að leika þær á píanó ef vill. Musik og Kirke, hið merka rit eftir Thomas Laub, hefur nú verið endurútgefið (1978) en það kom fyrst út 1920. í nýju útgáfunni er formáli eftir dr. Sören Sörensen og inngangsritgerð eftir dr. Henrik Glahn. Nafnaskráin sem dr. Povl Hamburger samdi og fylgdi 2. útgáfunni er einnig með. Anton Heiller. Orgelsnillingurinn Anton Heiller er látinn. Hann var fæddur í Vínarborg árið 1923. Aðeins nítján ára gamall lauk hann prófi frá Tónlistarháskólanum í Vín. Þrem árum síðar var hann skipaður professor viðsömu stofnun 'og gegndi þeirri stöðu til dauðadags. Frægastur var hann fyrir túlkun sína á orgelverkum Bachs. Hann þótti einnig mjög góður semballeikari og tónskáld. Hann hlaut fjöldamörg verðlaun fyrir starf sitt. Fjöldi nemenda hans er óteljandi og útbreiddir um allan heim. Prófessor A.H. kom hingað til íslands í apríl 1963 og hélt tónleika í Landakots- kirkju 17 apríl 1963. H-B. Paul Dessau andaðist 28. júní s.l. 84 ára gamall. Hann var fæddur í Hamborg, en starfaði lengi í Bandaríkjunum, en fluttist svo aftur til föðurlands síns og settist að í Austur-Þýskalandi. Hans var oft getið meðan hann var upp á sitt besta, því að hann var talinn meðal merkustu tónskálda samtímans í Þýskalandi. P.D. skrifaði mikið af kvikmyndatónlist, starfaði t.d. mikið með Bertold Brecht. En hann samdi einnig sinfoníur, óperur, kvartetta, kammertónlist kantötur og kórsöngva. Georg Fjelrad andaðist 1. des. 1979, 78 ára. Hann var einn allra mesti organleikari Dana. Hann þótti frábær kennari og mikill mannkostamaður. ,John Bjerkestrand Á sl. ári lést John Bjerkestrand á besta aldri. Hann lét mikið til sín taka í félagsmálum Norska organistafélagsins og var formaður þess frá 1 976. Hann lét sig ávallt mikið varða endurnýjun kirkjutónlistarinnar og var mjög virkur í Musica Sacra í Noregi. J. St. Matti Ftindeil Matti Rindell, dómorganisti við dómkirkjuna í Kuopio í Finnlandi lést i umferðaslysi á þessu ári (1979), aðeins 45 ára að aldri. Matti Rindell var ekki aðeins mjög virtur organleikari sem á fjölmörgum tónleikaferðum, innan og utan Finnlands, sýndi og sannaði hæfileika sína, heldur var hann einnig drifkraftur í félagsmálum organleikara í Finnlandi. Hann var góður skipuleggjari og kom það vel í Ijós á Norræna kirkjutónlistarmótinu sem haldið var í Finnlandi s.l. ár, undirforystu hans, en hann var formaður Norræna kirkjutón- listarráðsins frá 1974-1979. J. St. 52 ORGANISTABLAÐID
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.