Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 15

Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 15
greiningu(artikulasjón)ogviðþaðverðaverkináheyrilegri. Einnigerhægt að leika cantus firmus non legato. Cantabile-spilið, sem mjög er haldið á lofti í kennslubókum frá 18. öld er hið sama og fullkomið legato, en þarf nánari athugunar við. Að líkindum hafa menn ekki átt við strangt legato heldur vandaða túlkun sem byggð er á fullkominni greiningu (fraseringu). Skipta ber um raddir (registur) þar sem við verður komið án aðstoðarmans. Aðeins að takmörkuðu leyti er hægt að gera sér grein fyrir hugmyndum Johanns Sebastians Bachs um orgelhljóm og raddval. Tillaga Bachs um endurbyggingu orgelsins í Muhlhausen og fáeinar raddvalsábendingar í orgelverkum hans veita nokkrar upplýsingar Gagnlegar upplýsingar eru líka í raddvalsábendingu Silbermanns (sjá Hermann Keller: "Die Orgelwerke Bachs", Leipzig 1948 bls. 14 og Gotthold Frotscher: "Die Gesichte des Orgelspiels und der Orgelkomposition" Berlin 1959, 2. bindi bls. 1023), en þá kemur í hug manns t.d. Wagner-orgel. Orgelin eru svo margvísleg. - Ábendingar Kaufmanns í "Harmonische Seelenlust", Leipzig 1733-36 eru þarflegar þegar litið er til orgelverka Bachs. Hljómborðsskipti skulu við höfð þar sem þau gera byggingu verksins auðskildari. í þessu efni skal hyggja grant að fúgunni Ójafnt spil ( þ.e. tónar af sama nótnagildi eru gerðir mislangir)varaigengt fram á daga Bachs. Jaf nt spil var þá oft auðkennt með vissum merkjum. Ef tekin er upp aftur þessi spila-aðferð verður spilið líflegra. Ójafnt spil krefst oft hægara tempós en jafnt spil kemur oft í "æðislegu" tempói. Við verðum að temja okkur breytilegt rytmiskt spil, sem ekki er bundið við "dauðan" nótnatextann. (Skarpar og minna skarpar púnkteringar, nótnaklasar spilaðir hraðar en á blaði stendur o.s.frv.) Ef maður tileinkar sér sögulega fingrasetningu reynist auðveldara að móta túlkun verka á sannfærandi hátt og meira lifandi. Notkun gamallar fingrasetningar leiðir til ójafns spils. Bach notaði "blandaða fingrasetningu", hann hélt við gamla mátanum nema í eigin verkum, þar tók hann upp nýrri fingrasetningu. Niðurstaða okkar er þessi: Ekki er nauðsynlegt fyrir okkur að taka upp gömlu fingrasetninguna til að spilið verði sannverðugt, heldur skal hafa hliðsjón af henni, sérstaklega hvað greiningu snertir. Endanlega er svo spurningin um það, hve mikla áherzlu beri að leggja á hvert þeirra atriða, sem hér hefir verið minnst á. Forðast ber að falla í bá freistni að ganga of langt og of hratt. Allt skal lúta að því að túlkun hvers verks verði sem eðlilegust og loks þarf góður smekkur endanlega að ráða. Gottfried Gille P.K.P. þýddi lauslega. ORGANISTABLAÐIÐ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.