Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 9
Skúli Helgason: Þáttur úr ævi Guðmundar frá Fjalli (skráð eftir frásögn hans.j Ég er fæddur árið 1874 á Fjalli á Skeiðum en dvafdi uppvaxtarárin í Móakoti í Kaldaðarneshverfi. Þá var enn kirkja í Kaldaðarnesi, og þjónaði henni á þessum árum sr. Ólafur Helgason á Stóra-Hrauni. Hann var einn af þeim mönnum, sem mér hafa alltaf verið minnisstæðir. Hann var ágætur prestur í kirkju, bæði fyrir altari og ístól. Maðurinn sjálfur var öðlingur, semallsstaðar vildi látagottaf sér leiða, enda naut hann vinsælda, einkum voru það börn og unglingar, sem hændust að honum. Ég varð snemma hrifinn af söng og hljóðfæraslaetti og byrjaði fIjótt að syngja í Kaldaðarneskirkju, en þá var þar ekkert hljóðfæri. Sr. Ólafur messaði þar þriðja hvern sunnudag, og var þá oftast full kirkja. Ég var 18 ára, er hér var komið sögu. Það var þá eitt sinn eftir messu, að sr. Ólafur tók mig tali út undir kirkjuvegg. Hann sagðist vera búinn aðtaka eftir því, að ég væri hneigður fyrir söng og mundi hafa næmt eyra fyrir hljóðfæraslætti. Hefði sér því dottið í hug að koma mér til náms að læra að spila á orgel; kirkjan reyndi síðan að eignast hljóðfæri og ég yrði svo organisti við hana. Ég varð steinhissa á orðum prests, átti ekki von á þessu. Ég hafði heyrt leikið á hljóðfæri í Kaupmannshúsinu á Eyrarbakka og verið mjög hrifinn af, en að ég fengi að læra slíkt nokkurn tíma, það gat ég ekki hugsað mér. Ég sagði sr. Ólaf i, að mig langaði mikið til að reyna þetta, ef hann vildi styrkja mig til þess, en ekki þyrði ég að ákveða neitt þessu viðkomandi nema ræða það fyrst við móður mína, sem ég var hjá í Móakoti. Það kvað prestur sjálfsagt, en næst þegar hann messaöi, skyldi ég vera búinn að taka ákvörðun um þetta. Ég flýtti mér heim frá kirkjunni og sagði móður minni tíðindin. Heldurtók hún þessu dauflega, sagði, að vísu væri gott, að ég lærði eitthvað, en lítið mundi þessi lærdómur gefa mér í aðra hönd. Samt sagðist hún láta mig ráða þessu, ef sr. Ólafur sækti það fast, því hún sagðist vita, að hann vildi mér svo vel. Ég var ákveðinn að leggja út í þetta. Næst, þegar sr. Ólafur messaði í Kaldaðamesi, var ORGANISTABLADIÐ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.