Organistablaðið - 01.12.1979, Page 25

Organistablaðið - 01.12.1979, Page 25
Páll ísólfsson og Matthías Jóhannessen ritstjóri og skáld spjölluðu margt saman. Viðræður þeirra hafa verið gefnar út í tveim samtalsbókum. Fyrst kom "Hundaþúfan og hafið " og síðan "í dag skein sól" 1964. Og það er lagið "í dag skein sól" sem við athugum næst. Matthías ritstjóri segir: " -Og þú segir að þér liði illa, þegar andinn kemur yfir þig." Páll fer að tala um þetta með andann, en segir svo: Músik og óst. Stundum er eins og heilum lögum hafi verið hvíslað að mér í einni svipan. Þegar ég samdi "I dag skein sól" var ég staddur í sumarleyfi uppi í Norðtungu. Þegar "andinn kom yfir mig" eins og þú segir, var ég niður við á að veiða lax og tók mér hvíld frá veiðinni og lagðist á árbakkann. Þá allt í einu kom lagið til mín og ég skrifaði það strax niður. Ég er vanur að hafa með mér nótnapappír hvar sem ég er, og það hefur komið sér vel. Þegar ég hitti Davið Stefánsson nokkru síðar sagði ég: "Ég er hérna með lag sem mig vantar kvæði við," og lofaði honum að heyra það. Hann var víst nokkuð ánægður með lagið og ekki löngu seinna var hann búinn að yrkja sitt gullfallega Ijóð: "I dag skein sól á sundin blá." Hundaþúfan og hafið Matthías Johannessen ræðir við Pál ísólfsson Bókfells útgáfan. Ég kveiki á kertum mínum. "Ég settist á bekk framarlega í kirkjunni og sat þar í fimm eða tíu mín- útur." Lagið sem Páll isólfsson samdi við Ijóðið ”Á föstudaginn langa" eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi kom fyrst á prenti í Kirkjublaðinu, sem Sigurgeir biskup gaf út. Það var í 1. árg. 12. tbl. 18. okt. 1943 Þessar upplýsingar lét biskupinn fylgja: "Lag þetta er samið í Hóladómkirkju þann 25. júlí 1943. Var tónskáldið, Hóladómkirkja ORGANISTABLAÐIÐ 25

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.