Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 9
messur. Þeir sem sömdu um orgelsmíðina viö verksmiöjuna hefðu viljað fá eitthvað drífandi og ákveðið til þess að allir heyrðu nú í orgelinu (það hefði án efa verið eftirminnilegt að vera þarna við messu). Það sem mér er minnis- stæðast við þetta orgel (fyrir utan hávaðann í því) var hversu rúmgóður kass- inn utan um það var. Það var hægt að ganga upþréttur inn í hann og þar inni var rúm fyrir talsvert marga í einu. Það kom sér vel fyrir þá bræður, Ketil og Ólaf, og hygg ég að þeir hafi skoðað „innvolsið" óspart meðan söngmála- stjóri reyndi gripinn. Síðan var ekið til baka til Búdapest og að þessu sinni lá leiðin meðfram Balaton-vatni, en þar er sumarleyfisparadísin þar í landi. Ég gæti alveg hugsað mér að koma þangað aftur, en þá gjarna í öðruvísi veðri en rigningu. Árla næsta morgun hittumst við hjá Stefánsdómkirkjunni og nú var ferðinni heitið í sjálfa verksmiðjuna. Þar sagði Kovacs okkur sögu verksmiðjunnar; upprunalega hefði þetta verið útibú frá verksmiðju í Bæheimi (tilheyrði ýmist Þýskalandi eða Tékkóslóvakíu). Þetta útibú var sett upp í Búdapest vegna geysilegrar eftirspurnar eftir orgelum þar. Eftir síðari heimsstyrjöldina kom lægð, þar sem eftirspurn eftir orgelum var nánast engin. Fólk fór lítið í kirkju á þessum tíma, en það breyttist eftir 1956 og þá fór jafnframt eftirspumin að aukast og þá um leið framleiðslan. Þarna fengum við síðan að sjá hvernig þetta allt er nú útbúið, við sáum bræddan málminn í pípurnar, þegar málm- þynnurnar eru búnartil, hvernig þær eru síðan skornar niður í mismunandi form og búnar til pípur, svo eitthvað sé nefnt. Mér fannst sérstaklega athygl- isvert að sjá hvernig mismunandi mynstur myndaðist á málmþynnunum þeg- ar þær kólnuðu, eftir því hvaða hlutföll voru af málmunum í blöndunni. Við sáum líka trésmíðaverkstæðið, og þar voru bræðurnir nú heldur betur í ess- inu sínu og athuguðu nú málin sem aldrei fyrr. Þar var eins og alls staðar í verksmiðjunni afar snyrtilegt. Þegar við vorum búin að fara þarna í gegn var ekið af stað á ný og nú var haldið norður á bóginn, til Vac. Þar er20 radda org- el frá þessari verksmiðju. Þar hefur orgelið verið byggt inn í gamlan kassa og hefur þar tekist mjög vel til. Þetta orgel hljómaði mjög fallega, enda er góður hljómburður í kirkjunni. Raddskipan þessa hljóðfæris var líka góð, þ.e.a.s. að okkar mati. í tengslum við þessa kirkju í Vac var starfrækt klaustur sem nú er því sem næst liðið undir lok, af munkunum voru aðeins tveir á lífi, annar var á sjúkrahúsi en hinn var þarna á fullri ferð, 92 ára gamall. Hann bjó þarna og fengum við að sjá inn til hans. Þvílíkt og annað eins hef ég aldrei augum litið. Þar ægði öllu saman, mögulegu og ómögulegu. Hann fæst mikið við lækn- ' ingar og gerði úttekt á heilsu okkar allra með litlum steini. Síðan var ekið aftur til Búdapest og þar skoðuðum við eitt orgel til viðbótar. Það var líka 20 radda og var raddskipunin dálítið lík og á orgelinu í Ajka en það hljómaði þó mun mildara en það. Þarna kvöddum við síðan þau Kovacs, Scilly og Trajtler og héldum í átt til miðbæjarins þar sem við eyddum næstu klukkustundum í verslunum. Um kvöldið fórum við í óperuna og sáum þar ORGANISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.