Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 19

Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 19
Kirkjulistahátíð í HaUgrímskirkju Þaö hefur vonandi ekki fariö framhjá lesendum blaðsins, aö dagana 6.-13. júní sl. varhaldin kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju. Hátíöþessi vareinn þeirra fjölmörgu viöburöa sem á fjörur okkar hefur rekiö á vígsluári Hallgrímskirkju. Hér er um mikinn menningarviðburð aö ræöa, sem okkur kirkjutónlistar- fólki ber sérstaklega að gefa gaum, enda var hlutur kirkjutónlistarinnar stærstur liöa þessarar hátíöar. Þaö aö ráöast í framkvæmd slíkrar hátíðar, ber vott um mikinn stórhug og framtíðarsýn sem viö hljótum að þakka og bera mikla viröingu fyrir. Viö óskum Listvinafélagi Hallgrímskirkju til hamingju meö hátíðina og jafnframt Mótettukórnum og stjórnanda hans, Heröi Áskelssyni -organista kirkjunnar, sem hafa boriö hita og þunga af allri framkvæmdinni. Jesú-passían Hér er ekki mögulegt aö fjalla ítarlega um alla viðburði hátíðarinnar, en samt skal reynt aö stikla á stóru. Ekki verður á neinn hallaö þó sagt sé aö setningartónleikarnir hafi verið stærsti viðburður hátíðarinnar. Á þeim var flutt Jesú-passía eftir Oskar Gottlieb Blarr. Flytjendur voru: Kór Neanderkirkj- unnar í Dusseldorf, skólakór Kársness og Sinfóníuhljómsveit íslands ásamt einsöngvurunum: Alexandra Parris sópran, Constanze Backes sópran, Norma Lerer alt, Henner Leyhe tenór, Viöar Gunnarsson bassi og Magnús Baldvinsson bassi. Höfundur stjórnaöi flutningi verksins, en þaö varfrumflutt i Dusseldorf áriö 1985 Titill verksins bendir þegar til að hér sé um óvenjulegt verk að ræða, því að tónskáldiö notar hér ekki frásögn guðspjallanna af þjáningu og dauða Krists, eins og gert er í hefðbundnum passíum sem kenndar eru við nöfn guðspjalla- mannanna. í tónleikaskránni kemur meöal annars eftirfarandi fram um inni- hald verksins: „Texti verksins er bæöi úr ritum Gamla Testamentisins og Guð- spjöllunum, auk Ijóöa eftir núlifandi Ijóðskáld og er aö mestu leyti á hebresku. Verkið er í þremur þáttum. Hinn fyrsti lýsir innreiðinni í Jer- úsalem og fagnaðarlátum lýðsins. Þar hljómar barnakórinn að fagna Jesú á götum Jerúsalem. Annar þátturinn gerist i grasagarðinum í Getse- ORGANISTABLAÐIÐ 19

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.