Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 16

Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 16
Söngmálastjóri stjórnar. námskeiðinu í sumarvoru Guðrún Tómasdóttir og Halldór Vilhelmsson leið- beinendur söngvaranna. Guðrún hefur raunar starfað við öll námskeiðin við söngkennslu og þátttakendur hafa oft notið söngs hennar, bæði við kvöld- bænir í kirkjunni svo og þess utan. Aðalkennarar á nýliðnu námskeiði voru auk Hauks Guðlaugssonar: Björn Steinar Sólbergsson (orgel með pedal), Fríða Lárusdóttir (harmonium), Ingi- björg Þorsteinsdóttir Borgarnesi og Beáta Joó ísafirði (kórstjórn). Þær önnuðust einnig undirleik með einsöngvurum ásamt Elíasi Davíðssyni org- anista í Ólafsvík. Á þessum fjölmennu og starfssömu námskeiðum hefur svo lánlega til tek- ist að sama fólkið hefur að meira og minna leyti starfað að leiðbeiningu og kennslu ár eftir ár. Má þar nefna frænkurnar Guðrúnu Tómasdóttur og Fríðu Lárusdóttur svo og Jónas Ingimundarson (kórstjórn, kórstjóri), Glúm Gylfa- son (kórstjórn og orgel m/pedal) og Reyni Jónasson (orgel m/ped.) Margir fleiri hafa komið til kennslu, skal sérstaklega nefna Ingibjörgu Þorsteinsdótt- ur, sem komið hefur til liðs nú á síðustu árum. Kynni innbyrðis milli þátttak- enda svo og að kynnast kennurum eru öllum mikils virði, bæði stuðningur í starfinu heima við kirkjurnar og veitir lífsfyllingu að starfa saman að göfgandi 16 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.