Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 6
hreinsunardagur næsta dag og þess vegna væru þessir haugar út um allt. Eftir dágóöa stund, sem okkur virtist þó heil eilífö, vorum við komin á áfanga- staö. Þá komumst við að því að við áttum að gista í herbergi inni á heimili. Þarna bjuggu eldri hjón og þegar við Guðný Margrét komum inn vorum þau að keppast við að búa um rúm fyrir okkur. Þarna var geysihátt til lofts og fyrir gluggunum sem voru stórir og miklir, voru rammgerðir hlerar sem hægt var að draga upp með spottum. Það verður að segjast eins og er að okkur fannst þetta dálítið furðulegt, ekki síst þegar maðurinn kom og fór að sýna okkúr hvernig við ættum að fara að ef við vildum fá heitt vatn í baðherberginu, en þar var gashitari sem kveikja þurfti á í hvert skipti. Það tók ekki svo ýkja lang- an tíma að sofna, en fyrir allar aldir næsta morgun var hreinsunardeildfn mætt til leiks og f arin að fjarlægja haugana af gangstéttunum með tilheyrandi bauki og bramli svo það varð ekki sérlega mikið um svefn eftir það. Morguninn eftir leist okkur mun skár á okkur þarna. Þegar við vorum tilbún- ar fórum við út og biðum þar eftir hr. Kovacs sem ætlaði að sækja okkur kl. 10. Gatan var ólíkt betri ásýndum í dagsbirtunni, og eins var ruslið horfið. Svo var þarna úr götunni fegursta útsýni út á Dóná, en hún rennur í gegnum borg- ina og skiptir henni í tvo hluta, Búda og Pest. Borgin er af mörgum talin feg- ursta borg í heimi, og þar sem við stóðum þarna og horíðum út yfir ána fannst okkur það alls ekki fráleitt (kvöldið áður hefðum við sennilega ekki verið á sama máli). Svo kom hr. Kovacs og fór með okkur heim til manns sem heitir GaborTrajtlerogersöngmálastjóri hjáevangelísk-lúthersku kirkjunni í Ung- verjalandi, hann er reyndar bæði prestur og organisti. Þarna fengum við höfðinglegar móttökur. Trajtler sýndi okkur sálmabók sem nýlega er komin út hjá þeim. Þar er að finna í einni og sömu bók alla þá söngva sem notaðir eru við athafnir í kirkjunni m.a. var allvænn kafli með keðjusöngvum og eins var þar að finna þó nokkra hreyfisöngva og annað slíkt, sem gjarna er notað við æskulýðsstarf. Að sjálfsögðu var hvert lag á nótum. Hann taldi það afar æski- legt að hafa alla söngva á einum stað. Þá væri ekki fyrirfram verið að ákveða hvað hentaði hverjum hóp. Eins sagði hann okkur sögu landsins í grófum dráttum, og kom þá m.a. inn á ástæðuna fyrir því að mótmælendur í landinu eru mun færri nú en áður var, en þau héruð þar sem þeir voru fjölmennastir tilheyra nú öðrum ríkjum. Síðan fór hann með okkur í Evangelísk-Lúthersku- kirkjuna og sýndi okkur orgelið þar. Það er býsna stórt hljóðfæri og er radd- skipanin slik að það eru miklir möguleikar á blæbrigðum, og Trajtler kunni svo sannarlega með það að fara. Við fengum svo að prófa gripinn og vorum sammála um að þetta væri harla gott hljóðfæri. Að svo búnu kvöddum við Trajtler og voru nú flestir orðnir svangir. Kovacs fór því með okkur að leita að veitingahúsi, en á leiðinni fundum við nótna- og hljómplötuverslun sem var opin þótt laugardagur væri. Og það var ekki að sökum að spyrja, við hurfum öll þangað inn og þar var sko heldur betur handagangur í öskjunni. En allt tekur enda, verslunin lokaði klukkan 2 og þá urðum við að láta staðar numið 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.