Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 21

Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 21
Mótettukór Hallgrímskirkju var stofnaður af stjórnanda hans, Heröi Áskelssyni organ- ista, haustið 1982 og er kórinn því að Ijúka 5. starfsárí sínu um þessar mundir. Kórfé- lagar eru 55 á aldrinum 17-42 og eru nokkrir þeirra tónlistarfólk að atvinnu eða í reglu- legu tónlistarnámi. Kórínn hefur haldið fjölda tónleika á íslandi, í Þýskalandi og Nor- egi. að hér áður, svo vitað sé. (framtíðinni gæti verið fróðlegt að heyra Mótettu- kórinn syngja mótetturog messureftirtónskáld eins og Palestrina. Sá „pólý- fón-stíll" ætti að hæfa mjög vel hljómburði Hallgrímskirkju. Seinni tónleikar kórsins voru hreinir Bach-tónleikar, en þar voru f luttar mót- ettur „Der Geist hilft unsrer Schwachheit auf" og „Singet dem Herrn ein neueslied", aukkantötunnar„Falsche Welt, dirtrau ich nicht". Þessirtónleik- ar voru jafnframt lokatónleikar hátíðarinnar. Þessir tónleikar voru fyrir marga hluti merkilegir. Það er mjög fátítt á íslandi að heyra mótettur Bachs fluttar, því verkin eru mjög erfið í flutningi. Á það einkum við mótettuna „Singet dem Herrn", sem ekki er vitað til að hafi verið flutt áður hér á landi. Það var líka ný reynsla að heyra tveggja kóra verk sungið í kirkjunni. Kórinn var staðsettur á öðrum stað en venjulega í kirkjunni, eða nokkru framan við miðju. í mótettun- um léku hljóðfæraleikarar með báðum kórhópunum colla-parte, þ.e. sömu raddirnar og kórinn söng, eins og tíökaðist hjá Bach. Það er mjög sérstakt að heyra slík tveggja kóra verk flutt, því tónlistin berst manni að eyrum úr tveim áttum og skapar ákveðna steríofóníu. Þetta skilaði sérekki jafnvel alls staðar í kirkjunni vegna hins mikla hljómburðar kirkjunnar. En ekki er að marka hljómburðinn að fullu enn, fyrr en hið stóra orgel kirkjunnar kemur og fyllir út í opið á vesturveggnum. ORGANISTABLAÐIÐ 21

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.