Organistablaðið - 01.01.1989, Side 7

Organistablaðið - 01.01.1989, Side 7
/ heimsókn hjá Sigurdi ísleifssyni í Fríkirkjunni. Æ: - Og síðan hefurðu verið organisti á Hofi og spila þar við margar messur og athafnir? G: - Já, já. Æ: - En hvenær byrjarðu sem organisti á Höskuldsstöðum? G: - Ég held að það hafi verið 1976, ég tók þar viðaf Stefáni Ágústssyni á Ytri-Ey. Orgelið þar er jafngamalt kirkjunni, það var gefið á vígsludegi kirkj- unnar 31. mars 1963 og var þá nýtt. Við þá athöfn spilaði Kjartan Jóhannes- son söngkennari frá Stóra-Núpi. Hann var þá hér á ferðinni að þjálfa kórana í Höskuldsstaðasókn og á Skagaströnd og þeir sungu saman við vígsluna. En orgelið í Hofskirkju var orðið lasið þegar ég byrjaði þar. Það þurfti að stíga það í líkingu við spunarokk, belgurinn var eiginlega alveg ónýtur. Æ: - Þannig að þú hefur mátt hafa þig allan við. G: - Svo var fenginn maður að sunnar, hann gerði við belginn og síðan hefur það verið nokkuð gott. Þetta orgel er orðið nokkuð gamalt. Æ: - Það væri kannski forvitnilegt að spyrja hvernig hafi gengið að halda uppi kirkjukórum í þessum sóknum hér, fámennum sóknum, a.m.k. nú orðið? G: - Já, það hefur nú gengið svona og sovna, maður er að reyna að fá ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.