Organistablaðið - 01.01.1989, Side 10

Organistablaðið - 01.01.1989, Side 10
Æ: - Hvernig líkaði þér að samlagast nýju sálmabókinni? G: - Mér hefur ekki líkað það nógu vel, nei mér fannst vera felldir niður svo margir sálmar, sem hefðu mátt vera. Þetta voru sálmar sem voru mikið notaðir. Æ: - Mig langaraðbiðjaþigaðnefnamérvinsælasálmasemfelldirvoru út? G: - Já, Sem vorsól Ijúf erlýsirgrundog Blessun yfir barnahjörð, sásálm- ur var sunginn oft við fermingar og það eru náttúrlega fjölmargir aðrir. Ég var búinn að gera skrá yfir alla sálma sem felldir voru niður og það voru um 150 sálmar. Sumir þessara sálma eru reyndar samt notaðir enn. Æ: - Já, nú getur þú trútt um talað, búinn að syngja svo lengi í kirkjukór og einnig búinn að skrá niður messur í nærri 50 ár. Segðu mér hvernig á því stóð að þú fórst að skrá niður útvarpsmessur. Útvarpsmessur G: - Já, mér fannst að ég myndi hafa gaman af aö skrá þetta niður, en þegar ég skrifaði í fyrsta sinn þá var það 16. júní 1940 og þá var það vígsla Háskólakapellunnar. Ég var að vísú búinn að skrifa niður nokkurn tíma áður, en bara hélt því ekkert saman, það var nú það versta við það. En síðan hef ég skráð niður allar messur allt til þessa dags. Æ: - Svoþúhefurgottyfirlityfirsálmasemsungnirhafaveriðogþúhefur skráð eitthvað meira niður um hverja guösþjónustu? G: - Alla presta og alla organista og alla pistla, guðspjöll og texta. Þetta hef ég allt skrifað niður. Æ: - Já, þetta er mikil vinna og merkileg og þarna er á einum stað aðgangur að upplýsingum, sem eru örugglega hvergi annars staðar og segir væntanlega mikið um sálmanotkun og svo réðstu í það stórvirki að láta tölvu- vinna þetta? G: - Já, það kom til tals hjá okkur Helga frænda mínum Ólafssyni á Hvammstanga að tölvuvinna þetta, við unnum það þannig að við skráðum sálmana og þannig kom það fram hve oft hver sálmur hefur verið sunginn á tímabilinu frá 1940 til 1980. Það er náttúrlega mismunandi hvað hver sálmur hefur verið oft sunginn. Æ: - Segðu mér, er áberandi hvort einhverjir sálmar, sem hafa verið vin- sælir og mikið notaðir í kirkjunni og útvarpsguðsþjónustum hafi verið felldir niður í nýju sálmabókinni? G: - Já það er nú til, þó nokkuð margir, en það eru tveir sálmar sem eru langmest notaðir eftir því sem sálmaskráin sýnir. Það er Faðir andanna, en í lok hverrar guðsþjónustu á stríðsárunum var hann síðasti sálmur. Annar vinsælasti sálmurinn er Víst ertu Jesús kóngur klár. 10 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.