Organistablaðið - 01.01.1989, Side 11
Organistatal
Æ: - Nú er mér kunnugt um aö þú ert farinn aö vinna að organistatali,
hvenær fékkstu hugmyndina aö því?
G: - Ég held aö þaö séu tvö ár síðan, að þetta barst í tal á milli okkar
frændanna, Helga Ólafssonar, aö gaman væri aö taka saman organistatal,
því þetta hefði ekkert veriö unniö í þessu hér á íslandi áöur.
Æ: - Ertu eitthvað kominn af staö meö þessa vinnu?
G: - Ég er búinn aö skrásetja á annað hundrað organista og Helgi mun
vera búinn aö setja þaö inn í tölvuna, a.m.k. aö mestu leyti.
Æ: - Og hvernig ætlarðu þér aö vinna þetta?
G: - Meiningin eraðskrifa hverri sóknarnefnd á landinu og fáþannig upp-
lýsingar um organista. Ég hef þegar fengið svör frá 6 sóknarnefndum og þar
eru miklar upplýsingar.
Æ: - En þig vantar svörfráfleirum.
G: - Jaá.
Æ: - Er Helgi á Hvammstanga tölvumeistari þinn?
G: - Já, ég safna upplýsingum og skrifa þær niður, en hann kemur þeim
svo inn í tölvuna.
Æ: - Þú hefur sem sagt í mörg horn aö líta og ert enn á fullu bæöi sem
organisti og í kirkjukórnum á Skagaströnd og ætlarað verða það áfram vænt-
anlega?
Aðalstarfið - lifibrauðið
Æ: - Viðerumnúbúniraðræðavíttogbreittumstörfþínsemorganista,
við skrásetningu á útvarpsguðsþjónustum og organistatal en hvert er þitt
aðalstarf eftir að þú kemur til Skagastrandar.
G: - Það hefur verið að ég hef verið póstur, byrjaði 2. maí 1951 og hef
veriö síðan.
Æ: - Er þetta ekki töluvert kulsamt starf á köflum?
G: - Jú það er það, jú og póstur hefur aukist nú upp á síðkastið, já alveg
í stórum stíl frá því sem var.
Æ: - Og þú ert oft lengi við að bera út og lesa í sundur póstinn.
G: - Jaá og ég er oft fram að nótt að bera út, jafnvel fram um miðnætti.
Æ: - Hefurðueitthvaðveriðaðvinnafyrirkórinnumleiðogþúhefurboriö
út?
G: - Jú, jú, ég hef boðað allar söngæfingar frá því að ég kom hingað og
það hef ég skrifað niður á miða til hvers og eins. Þetta hef ég gert alveg frá
því að ég kom hingaö.
Æ: - Og læddir því inn um bréfalúguna meö póstinum hjá kórfélögum
svo þeir komust ekkert hjá því að lesa það.
G: - Nei, væntanlega ekki.
Hér lýkur viðtali sr. Ægis viö Guðmund organista, skrásetjara og þóst á
ORGANISTABLAÐIÐ 11