Organistablaðið - 01.01.1989, Qupperneq 12

Organistablaðið - 01.01.1989, Qupperneq 12
Skagaströnd. Vísnagerð og Ijósmyndun eru talsvert fyrirferðarmiklir þættir í sérstæðum æviferli þessa hægláta Norðlendings. Ferðir á kirkjuhátíðir norðanlands eru einnig hluti af lífsmynstrinu. Guðmundur þekkir prestana og á sínar myndir af þeim og kirkjunum víðs vegar af landinu. Hann á gott bóka- safn, sem hann kemur fyrir á gangi inn af litlu íbúðinni sinni í húsi undir Höfð- anum á Skagaströnd. Þangað flutti hann frá Ægissíöu eins og áður kemur fram. Og þar út við strendur Húnaflóans heldur hann áfram sínu lífsspili. Fréttir af organlstanámskeiði Haukur Guðlaugsson hélt nú sitt 14. organistanámskeið eftir að hann varð söngmálastjóri. Hafa þau verið haldin í Skálholti, upphaflega síðla sumars, en nú síðustu þrjú árin snemmsumars. Þessi námskeið urðu strax mjög vinsæl og vel sótt af organistum víðsvegar af landinu. Söngmálastjóri þykir afar laginn að laða þátttakendur til ýmissa verk- efna, sem vel nýtast í störfum org- anistanna fyrir kirkjurnar og hefur lagt kapp á að fá til námskeiðanna hæfustu kennara, auk fyrirlesara og listamanna, sem hafa heimsótt námskeiðin og komið þar fram á kvöldvökum. Þátttakendur komu nú saman föstudagskvöldið 3. júní og dvöldust flestir í Skálholti til sunnudagsins 12. júní, en fimmtudagskvöldið 9. júní fóru kórfélagar að flykkjast að Skálholti og bættust nær 100 manns við hópinn þá um kvöldið, en sumir komu daginn eftir. Námskeiðinu lauk svo með hefðbundnum hætti, messu íSkálholti kl. 14ásunnudag, þar sem organistar stjórnuðu og léku á orgel kirkjunnar, en einsöng- varar komu fram, bæði í messunni og eins á 5 stundarfjórðunga tón- leikum, sem fram fóru á undan messunni og hófust 12.45. Þetta námskeið var einnig helgað einsöngvurum, en svo hefur verið nokkur undanfarin ár. Kennarar þeirra voru Guðrún Tómasdóttir og Halldór Vilhelmsson. Dagana 6.-8. júní var haldinn „meisterkursus" í orgelleik með pedal í Selfosskirkju, kennari var Próf. Gerard Dickel frá Tónlistarhá- skólanum í Hamborg, en túlkur Máni Sigurjónsson orgelleikari. Ýmsir góðir gestir heimsóttu Skál- hyltinga meðan á námskeiðinu stóð. Kirkjumálaráðherra Jón Sigurðsson og Þorleifur Pálsson deildarstjóri í sama ráðuneyti komu, Sunnukórinn á (safirði söng undir stjórn Beötu Joo, nágrannakórarfrá Eyrarbakka-, Selfoss-, Ólafsvalla-, Stóranúps-, Hrepphóla- og Hrunamannakirkjum komu og sungu en prestar úr Árnes- prófastdæmi komu og höfðu kvöld- bænir. Haldnir voru Bachtónleikar á Selfossi, Ulrich Böhme organisti Tómasarkirkjunnar í Leibzig hélt tónleika í Skálholtsdómkirkju, Guðný Guömundsdóttir og Gunnar Kvaran héldu tónleika þar og hefð- bundin samkoma þátttakenda var í Aratungu auk margs annars. 12 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.