Organistablaðið - 01.01.1989, Side 14

Organistablaðið - 01.01.1989, Side 14
ar vita harla I ítið um eðli og innihald guðsþjónustunnar sem þeir eiga að leiða. Á sama tíma er þessum þætti veitt aukin áhersla í kirkjutónlistarnámi. Því er mikilvægt að við organistar nýtum vel þau tækifæri sem við höfum til að fræða fólk um guðsþjónustuna og ekki síst með okkar eigin hlutverki í guðs- þjónustunni og við undirbúning hennar, að árétta og undirstrika gildi hennar og mikilvægi. Það ætti að vera sjálfsögð regla að prestur og organisti ynnu saman að undirbúningi guðsþjónustunnar. Þeir ættu að hittast reglulega til að ræða um starfið framundan, vinna saman aö vali sálma og bera saman bækur sínar um aðra þætti guðsþjónustunnar. Þetta myndi styrkja samstöðu manna og verða guðsþjónustunni til eflingar. En hvernig kemur söfnuðurinn inn í þessa mynd? Guðsþjónustan er ekki eingöngu guðsþjónusta prestins, organistans, kórsins eða einhverra ann- arra þröngra hópa. Hún er guðsþjónusta alls safnaðarins. Því hlýtur takmark- ið að vera að virkja kirkjufólk til þátttöku. Við organistar verðum að leika og leiða sönginn þannig, að við hvetjum söfnuðinn til virkrar þátttöku. Því miður er hörgull á bókum á íslensku um guðsþjónustuna. Þó má nefna nokkrar. Fyrst og fremst ber að vísa til handbókarinnar. Auk þess aö inni- halda alla liði guðsþjónustunnar og annara athafna þá gefur hún greinargóð- ar leiðbeiningar og útskýringar. Fyrir þá sem vilja fara dýpra í efnið má benda á bók Sigurðar heitins Pálssonar: „Saga og efni messunnar". Einnig má benda á greinina „Litúrgía" eftir Guðjón Guðjónsson, en hún birtist í heftinu „Messa“, sem Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar gafa út árið 1976. Mikil þörf er fyrir handhægt efni um þessi mál á íslensku. Væri vel ef einhvertæki saman handhæga „handbók" fyrir söfnuði og kirkjulega starfsmenn. Þ.E. Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju Á fyrstu mánuðum þessa árs gekkst Listvinafélag Hallgrímskirkju fyrir tónleikaröð, sem nefndist „Norður- þýsku barokkmeistararnir1'. Organ- istarnir Þröstur Eiríksson, Ann Toril Lindstad, Hörður Áskelsson og Ort- hulf Prunner léku verk eftir Buxtehu- de, Böhm, Lubeck, Bruhns og Bach. Jafnfram því kynntu þeir höfund- ana og útskýrðu verkin sem leikin voru. Þessari kynningu varætlað að auðvelda hlustunina og greiða al- menningi leiðina að tónlistinni, en sem kunnugt er, á orgeltónlistin mjög undir högg að sækja, hvað vin- sældir snertir. Mæltist þetta fyrir- komulag vel fyrir og verður haldið áfram með sams konar kynningar næsta vetur en þá verða frönsku barokkmeistararnir teknir fyrir. 14 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.