Organistablaðið - 01.01.1989, Síða 19

Organistablaðið - 01.01.1989, Síða 19
ríg gagnvart prestastéttinni, þeirværu okkar nánustu samstarfsmenn og það samstarf yrði að vera gott. Einnig kom fram að eðlilegt þætti að félagið ætti einn fulltrúa á kirkjuþingi. Lagabreytingar: Lögð var fram tillaga að lagabreytingum, sem starfshópur hafði unnið, skipaður á síðasta félagsfundi. Tekin var fyrir sérhver grein og gerðar at- hugasemdir. Umræður urðu nokkrar um nafn félagsins, svo og hverjir skyldu hafa atkvæðisrétt. Talið var rangt að menn gætu með hærri félagsgjöldum keypt sér atkvæðisrétt. Rætt var um hverskonar atkvæðisrétt. Fram kom einnig að ástæða væri að halda í góðafélaga þótt þeir störfuðu ekki í félaginu um stundarsakir. Einnig kom fram að það væri ennþá við líði að menn léku við guðsþjónustur endurgjaldslaust. Þá kom fram hugmynd um deildaskipt- ingu eftir prófastsdæmum eða landshlutum. Umræðunni lauk svo með því að sama starfshópi var falið að taka tillit til þessara athugasemda og leggja fram nýja tillögu með þeim breytingum. Önnur mál Þar voru tilnefndir þeir Hörður Áskelsson og Marteinn H. Friðriksson til að gera tillögu um viðtakandi stjórn. Sigurbjörg Helgadóttir kvaddi sér hljóðs og kvaðst fylgjandi deildaskipt- ingu, svo og Helgi Ólafsson. Á fundinum voru mættir: Helgi Ólafsson, Kjartan Sigurjónsson, Einar Sig- urðsson, Ólafur Sigurjónsson, Daníel Jónasson, Smári Ólason, Reynir Jón- asson, Hörður Áskelsson, Kristín Jóhannesdóttir, Sigurbjörg Helgadóttir, Glúmur Gylfason, Marteinn H. Friðriksson, Ann Toril Lindstad, Guðni Þ. Guðmundsson og Þröstur Eiríksson. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.15. Kjartan Sigurjónsson Framhaldsaðalfundur var haldinn í safnaðarheimili Bústaðakirkju 8. októ- ber1989. Formaður setti fundinn og sagði frá því að síðan á síðasta fundi hefði stjórnin farið á fund biskups til þess að ræða mál organista. Formaður þakk- aði starfshópum sem unnið hafa að tillögum að lagabreytingum og nýjum kjarasamningum. Síðan var kosinn fundarstjóri, Kristján Sigtryggsson, og fundarritari, Krist- ín Jóhannesdóttir. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og var hún samþykkt athugasemd- alaust. ORGANISTABLAÐIÐ 19

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.