Organistablaðið - 01.01.1989, Qupperneq 20

Organistablaðið - 01.01.1989, Qupperneq 20
Lagabreytingar Smári Ólason benti á möguleika á lífeyrisreikningi. Guðmundur Gilsson taldi þörf á að skilgreina orðin sem notuð eru um kirkjutónlistarmenn. Hann taldi að nafnið „Félag kirkjutónlistarmanna" væri of yfirgripsmikið, félagið ætti að vera fagfélag og hann vildi fá að vita hvort heimilt væri að stofna stétt- arfélag. Hann vildi hafa tvo hópa í félaginu, annars vegar félag þeirra sem hafa full réttindi og hins vegar þeirra sem ekki hafa réttindi. Smári Ólason benti á að hægt væri að óska eftir því með þessum lagabreytingum að fá fé- lagið viðurkennt sem stéttarfélag. Helgi Bragason vildi bíða með að ganga til samninga. Þröstur Eiríksson kvaðst hafa athugað með stéttarfélag í félagsmálaráðuneyti og hafa fengið þau svör að einföld aðalfundarsamþykkt í formi félagslagaákvæðis nægði til þess að fá fullgildingu. Nauðsynlegt væri að skilgreina vel orðin organisti, orgelleikari og organleikari. Hann lýsti sig mótfallinn því að þeir sem hefðu réttindi til þess að starfa en væru ekki í föstu starfi væru fullgildir félagar. Smári Ólason lýsti andstöðu við álit Helga Bragasonar, hann vildi ekki ein- skorðafullafélagsaðild viö fastráðningu í starf. Karl Sighvatsson lýsti því yfir að landsbyggðarorganistar ættu mjög erfitt nfeð að sækja fundi síödegis á sunnudögum. Orthulf Prunner vildi fá útskýringu á 11. grein varðandi kjara- samning. Kjartan Sigurjónsson benti á að þessi grein væri hugsuð til að ýta við héraðsnefndum og kirkjunni til þess að mögulegt sé að fá heildarsamn- ingsaðila. Ann Toril Lindstad tjáði sig mjög ósammála því að þeir sem hafa réttindi en starfa ekki, séu fullgildir félagar. Þorvaldur Björnsson ræddi um deildaskiptingu, taldi æskilegt að gera heildarkjarasamning. Auk framan- greindra tjáðu sig Glúmur Gylfason og Marteinn H. Friðriksson um málið. Urðu síðan umræður um einstakar greinar tillagnanna. Tillögurnar voru svo samþykktar og bornar upp ein í senn og eru því félagslög F.Í.O. þannig með áorðnum breytingum: 1. gr. Félagið heitir „Félag íslenskra organleikara". Lögheimili þess og varnar- þing eru í Reykjavík. 2. gr. Félagið er stéttarfélag kirkjuorganleikara. Markmið félagsins eru: a) aö gæta hagsmuna félagsmanna og semja um eða ákveða launataxta og kjör fyrir öll störf þeirra, en félagið kemur fram fyrir hönd stéttarinnar í öll- um hagsmunamálum hennar. b) að vinna að eflingu kirkjutónlistar í landinu með fræðslufundum, tónleika- haldi, útgáfustarfsemi og á annan tiltækan hátt. 3. gr. Fullgildir félagar geta orðið allir þeir, sem hafa réttindi eða hæfni sem org- 20 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.