Organistablaðið - 01.12.1994, Side 4

Organistablaðið - 01.12.1994, Side 4
Starf kirkjuorganistans var sannarlega ekki metið til ntikilla launa þegar Páll kom heim frá námi. Hann átti sér snemma þá hugsjón að íslenskar kirkjur eignuðust sem íiestar orgel en í þá daga léku menn á harmoníum. Það hlýtur því að hafa verið stórá- tak þegar fátækur söfnuður réðist í að kaupa orgel fyrir Fríkirkjuna í Reykjavík árið 1926, en það orgel valdi Páll. Þetta orgel er enn í fullu gildi var stækkað og endur- nýjað árið 1985. A þessum árum var Páll ísólfsson organisti við Fríkirkjuna í Reykjavík en að Sigfúsi Einarssyni látnum réðst hann að Dómkirkjunni og gegndi því starfi meðan heilsa leyfði. Orgel það sem Páll Isólfsson lék á í Dómkirkjunni er frá árinu 1934 og var tekið niður þaðan árið 1985 og bíður nú uppsetningar á ný í nýrri kirkju á stað Snorra Sturlusonar að Reykholti í Borgarfirði . Við orgel dómkirkjunnar muna flestir eftir Páli Isólfssyni við kirkjulegar athafnir og á tón- leikum. Við fótskör þessa mikla meistara orgelleiksins sat svo heil kynslóð nemenda sem margir hafa getið sér góðan orðstír við orgelið. Páll Isólfsson reyndist nemend- um sínum vel og lét sér annt um þá, hafði oft milligöngu fyrir þá um framhaldsnám erlendis. Páli var það snemma ljóst að organistastéttin sem nú var að rísa upp, þyrfti að sameinast í félagsskap sem hefði það að markmiði að efla kirkjutónlist og berjast fyrir mannsæmandi launakjörum. Því var það að hann, ásamt öðrum góðum mönn- um, stofnaði Félag íslenskra organleikara þann 17. júní árið 1951. Hann var að sjálf- sögðu kjörinn fyrsti formaður félagsins og gengdi því starfi lengi. Hann mótaði starf þess félags og kom á sambandi við hinar Norðurlandaþjóðirnar sem á nokkurra ára fresti héldu norrænt kirkjutónlistarmót til skiptis á Norðurlöndum. Hann var sjálfur glæsilegur fulltrúi Islands á slíkum mótum, enda í fremstu röð Bachtúlkenda og orgelleikara. Á fyrstu árum félagsins gengust félagar fyrir tónleikaröð í kirkjum sínum undir nafninu: „Musica sacra“ og þótli það merkilegt framtak. Kjarabaráttan hefur löngum verið stór liður í starfi félagsins,en Páll lifði það ekki að organistastarfið teldist fullt starf, þótt svo sé orðið nú sums staðar, en það má ekki síst þakka ölulli baráttu frumherjanna með Pál ísólfsson í fararbroddi. Það er okkur sem nutum leiðsagnar hans og kennslu þakkarefni að hafa fengið tæki- færi til að kynnast þessum mikilhæfa leiðtoga og eignast vináttu hans. Páll var, eins og alþjóð þckkir, tónskáld gott, santdi sönglög sem flestir landsmenn þekkja auk stærri verka, kantata, píanóverka og orgelverka. Allt slíkt var unnið í hjáverkum, en hefur öðlast fastan sess með þjóðinni og mun reynast merkur minnis- varði um stórbrotið tónskáld. Málefni tónskálda lét hann til sín taka atkvæðamikill að vanda svo sem annars staðar. Hann átti stóran þátt í mótun tónlistardeildar Ríkisútvarpsins, stýrði henni langa hríð og vann með því að tónlistaruppeldi heillar þjóðar. I tilefni þess að liðin eru 100 ár frá fæðingu Páls Isólfssonar hefur Félag íslenskra organleikara ákveðið að stofna sjóð í minningu hans og verja árlega hluta tekna sinna 4 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.