Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 39

Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 39
Það er ástæða til þess að óska Digranessöfnuði innilega til hamingju með þessa nýju kirkju og glæsilegt hljóðfæri sem hann getur verið stoltur af að hafa eignast. Einnig ber að óska Björgvini Tómassyni orgelsmið til hamingju með vel heppnað hljóðfæri og þess væri óskandi, að þeir sem hafa að gera með val á hljóðfærum í krikjur landsins kynntu sér hvað býðst hér á landi áður en þeir leita langt yfir skammt. Til þess að vera samkeppnishæfur þarf íslenskur iðnaður að vera jafngóður þeim erlenda og oft jafnvel aðeins betri til þess að vinna á landlægum fordómum, en fullyrða má, að íslensk orgelsmíði sem iðnaður og listgrein er fyllilega sambærileg í gæðunt við það sem hingað hefur verið flutt inn af orgelum. S.Ó. Orgel Digraneskirkju Orgelið er srníðað af Bjögvini Tómassyni og Jóhanni Jónssyni 1993-94 og var vígt 25. september s.l. Þetta er 11. orgelið sem Björgvin hefur smíðað. Orgelið er með tveim hljómborðum og pedal, mekanískum röddum og rafstýrðu raddvali með þrig- gja rása föstum valmöguleikum sem hver um sig hefur 8x8 stillimöguleika, samtals 192 möguleikar. I. og 2. rás eru læsanlegar en 3. rásin er opin. Svelliverk: II. hljómborð 1. Gedeckt 8’ Aðalverk I. hljómborð 2. Spissgamba 8’ 11. Prinsipal 8’ 3. Rörflauta 4’ 12. Koppelflauta 8’ 4. Nasard 2 2/3’ 13. Oktava 4’ 5. Pricipal 2’ 14. Spissflauta 4’ 6. Terz 1 3/5’ 15. Blokkflauta 2’ 7. Kvint 1 1/3 16. Mixtúra 4föld 8. Kornett 5 falt * 17. Trompet 8’ 9. Óbó 8’ 18. Tremulant 10. Tremulant Pedall 20. Subbass 16’ 21. Gemsbass 8’ Samtengingar 22. Kóralbass 4’ 19. II -1 23. Fagott 16’ 24. I-P 25. II -S * Sett saman úr röddunt nr. 1,3,4,5, og 6. 39 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.