Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 21

Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 21
Nokkrir molar úr Stykkishólmi Mig langar til að senda ykkur línur og segja frá tónleikum sem kór Stykkishólmskirkju hélt s.l. vor í tilefni af 50 ára afmœli sínu. Sögu kórsins og kirkjusöngs í Stykkishólmi má lesa í bæklingi, sem kórinn gaf út í vor og ég sendi hér með, en saga orgelleiks og kirkjusöngs í Stykkishólmi nær yfir meira en 100 ár. Tónleikarnir voru haldnir í grenjandi rigningu og hávaðaroki laugardaginn 8. maí s.l. í Stykkkishólmskirkju (hinni nýju). Þar var sungin Ijölbreytt efnisskrá, m.a. Messa Schuberts (eins og allir hinir), syrpa af lögum úr Fiðlaranum á þakinu og svo íslensk og erlend lög úr ýmsum áttum. I hluta af efnisskránni sungu með okkur Barnakór Stykkishólms og félagar úr kirkjukórnum í Búðardal, Grundarfirði, Olafsvík, Hellissandi og Rifi. Um hljóðfæraleik sáu Friðrik V. Stefánsson, organisti í Grundarfirði, Helgi E. Kristjánsson, kórstjóri í Olafsvík, Daði Þór Einarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Stykkishólmi, Hafsteinn Sigurðsson, tónlistarkennari, Lana Rae Þórarinsdóttir, tón- listarkennari, Jósep O. Blöndal, sjúkrahúslæknir, Jón Svanur Pétursson, málari og nokkur börn úr Tónlistarskóla Stykkishólms. Þegar allir voru taldir voru flytjendur farnir að nálgast 100 en félagar í Kór Stykkishólmskirkju eru um 40. Stjórnandi var Jóhanna Guðmundsdóttir. Tónleikagestir fylltu kirkjuna og var kórinn hylltur í lok tónleika og voru honum færðar góðar kveðjur og gjafir í tilefni 50 ára afmælisins. Gaman er að geta þess að enn eru starfandi 2 stofnfélagar, sem gefa hinum yngri gott fordæmi. Ekki er víst að ykkur þyki fréttir í þessu hjá okkur, en fyrir okkur var þetta stór stund og má segja að starfið s.l. vetur hafi snúist um að undirbúa þessa tónleika, sem tókust mjög vel. Nú er Jöklakórinn, sem samanstendur af kirkjukórafólki í Stykkishólmi, Grundarfirði, Olafsvík, Hellissandi, Rifi og Búðardal að æfa nokkur lög til að syngja á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Islands, sem verða haldnir í Olafsvík 17. sept- ember og í Stykkishólmi 18. september 1993. Ég held að það sé í fyrsta sinn sem Sinfónían býður söngfólki hér að taka svona þátt í tónleikum með sér, en löngu tímabært að tengja tónlistarfólk svona saman. Þó hefðum við viljað fá betri og meiri undirbúningstíma en rúmar 3 vikur eins og nú, en koma tímar og koma ráð. Þá er rétt að segja frá því að organistaskipli fara nú fram hér í Stykkishólmi, þar sem ég hætti núna en við taka þau: Lana Rae Betts, kórstjóri og David Enns, organisti, en þau koma bæði frá Kanada og er Lana vestur-íslensk. Með bestu kveðju og góðum óskum, Jóhanna Guðnmndsdóttir 21 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.