Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 31
Tillaga 3.
Kristín Jóhannesdóttir gjaldkeri lagði til að félagsgjöld yrðu óbreytt. Það var
samþykkt.
Tillaga 4 var einnig saniþykkt og hljóðar svo:
„Aðalfundur F.Í.O. haldinn í safnaðarheimili Dómkirkjunnar 14.10. 1994 beinir því
til stjórnar að hún beiti sér fyrir sumartónleikun á Hólum í Hjaltadal.
Rætt var um hvort menn tækju 40% meira fyrir að spila við útfarir á laugardögum en
aðra daga eins og gjaldskrá gerir ráð fyrir. Oddný benti á að þar sent ekki allir organ-
istar treystu sér til þess að fara eftir þessu væri jafnvel betra að reikna þetta út og hafa
sem sérstakan lið í gjaldskrá. Björn Steinar tók undir þetta og beindi því enn l'remur
til stjórnar hvort ekki væri hægt að samræma taxta einsöngvara, einleikara og organ-
ista. Marteinn dró í efa að jarðarfarartaxti á laugardegi stæðist og gagnrýndi
gjaldtöku einsöngvara.
Kristján Sigtryggsson spurði hvort einhver vissi hversu mikið popptónlistarmenn
tækju fyrir tónlistarflutning við kirkjulegar athafnir. Ýmsir höfðu sitthvað um málið
að segja og heyrðust tölur allt frá 25-50.000,- kr. Marteinn lagði á það áherslu að
organistar væru teknir fram yfir popptónlistarmenn við athafnir í kirkjunni. Vernda
þyrfti starf þeirra.
Umræður héldu áfram um 40% álagninguna á laugardegi. Glúmur sagðist undrandi
á þessari viðkvæmni og spurði Olaf Sigurjónsson hvort hann myndi leggja frá sér
hamarinn til þess að spila við útför á laugardegi án helgidagataxta.
Endaði þessi umræða með gríni, glensi og hlátrasköllum. Að lokum benti Jóhann á
það að dýralæknar tækju 60% meira urn helgar og skipli þá engu hvort gripurinn sem
þeir meðhöndluðu héldi lífi eða ekki.
Helgi Bragason kynnti okkur þá vinnu sem unnin var vegna kjarasamninga organista
í Kjalarnesprófastdæmi og lagði fram drög að skema fyrir organista og sóknarneliidir
við gerð starfssamnings.
Björn Steinar talaði um aðsóknina á aðalfundinn og hvort ekki væri hægt að vinna að
því enn betur að söngmálafulltrúar hvettu organista til að mæta á fundinn.
Hann sagði frá því að í Noregi stæði aðalfundurinn í 3 daga og í tengslun við hann
væru bæði fyrirlestrar og tónleikar. Hann beindi því til stjórnar hvort ekki væri
athugandi að gera eitthvað svipað hér, það myndi e.t.v. draga að.
Helgi Bragason gerði að tillögu sinni að byrjað yrði með 1 1/2 degi.
Björn Steinar benti einnig á að ekkert stæði í lögum um það að aðalfundurinn skyldi
alltaf haldinn í Reykjavík.
Kristín Jóhannesdóltir vildi að aðalfundur væri haldinn í lok ágúst, áður en
vetrarstarfið hæfist.
31 ORGANISTABLAÐIÐ