Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 7
Nokkru seinna fór ég í fyrsta orgeltímann hjá Páli hér í Dómkirkjunni og var síðan samfellt við orgelnám hjá honum upp frá því í tæp finim ár, frá 1962 til 1967. Þegar ég hóf nám hjá Páli var hann tæplega sjötugur að aldri og hafði þá lokið drýgstum hluta síns margþætta ævistarfs við uppbyggingu tónlistarlífs hér á landi. Frá þessum námsárum er vissulega margs að minnast, en það er allt annað en auðvelt að lýsa fyrir öðrunt með orðum einum þeim áhrifum sem það hafði á ungan og óþroskaðan menntaskólapilt að komast til náms hjá listamanni á borð við Pál Isólfsson og njóta leiðsagnar hans. Og hvernig var svo Páll sent orgelkennari? Því er ekki auðsvarað í fáum orðum. Orgeltímarnir hjá honum voru, einkum framan af, mjög sérstæðir og hef ég á löngum námsferli hér á landi og erlendis ekki upplifað kennslu al'því tagi hjá öðrunt kenn- urum. Það fór ofl heill eftirmiðdagur í það að fara í einn orgeltíma. Að vísu átti maður að mæta á einhverjum tilsettum tíma, en oftast kont ég miklu fyrr og dvaldi miklu lengur, til þess aðallega að hlusta á Pál sjálfan og hvernig hann kenndi hinum nemendunum sem llestir voru komnir miklu lengra í listinni heldur en ég. Kennsla af þessu tagi heitir víst á erlendu fagmáli „master-class" en þannig minnist ég orgelkennslunnar hjá Páli. Venjulega byrjaði hann á því að spila fyrir ntann þau verkefni sem hann setti fyrir að æfa, útlistaði einstök túlkunaratriði, sérstaklega „fraseringar", hraðaval og heildarsvip hvers verkefnis. Hann lagði alltaf mikið upp úr því allt frá byrjun að nemendur næðu góðum tökum á að spila vel bundið, eða „legato“ á orgelið og sýndi það með fingrasetningum og fótsetningum. Síðan fór ntaður heim, sat svo við orgelið eins og tíminn leyfði í heila viktt og æfði sig og reyndi eftir megni að ná fram þeirri ímynd verksins sem meistarinn hafði kynnt með sínum snilldarbrag. Og vikunni seinna var svo undir hælinn lagt hversu vel manni tókst til þegar í næsta tíma var kontið. Þegar búið var að fara einu sinni yfir verkefnið komu ýmsar ábendingar Páls um það sent betur mátti fara. Og svo reyndi maður öðru sinni, og þriðja sinni og alltaf kontu nýjar ábendingar. Oft kom það fyrir að hann stóð upp af stólnum, sem hann sat á við hliðina á orgelbekknum, ýtti góðlátlega við manni og sagði: „Færðu þig aðeins". Svo settist hann sjálfur á bekkinn og töfraði fram af sinni ógleymanlegu snilld, öryggi og listfengi þá staði og þau atriði í hverju verkefni sem í einhverju hafði verið ábóta vant. Og eftir þessar útlistanir sagði hann: „Við skulum reyna þetta aftur“. Og aftur var skipt unt sæti og aftur var farið yfir verkefnið. Þannig þokaðist hægt en bítandi til aukinnar tækni, vaxandi valds yfir þessu mikilfenglega og margslungna hljóðfæri, orgelinu, og síðast en ekki síst vaxandi þroska til þess að túlka tónsmíðar meistaranna svo vel sem leikni, kunnátta og „músíkalítet" hvers nemanda leyfði hverju sinni. Leiðbeiningar Páls fundust mér ávallt vera hvatning til frekari dáða, hann var strangur og sjálfum sér samkvæmur en ekki neikvæður í sinni gagnrýni. Þó gat komið fyrir, ef honum oftauð, að hann taldi sig knúinn til að taka djúpt í árinni og það gerði Itann einstaka sinnum með háði í stað þess að skamma nemandann. Ég man sérstaklega eftir einu slíku atviki. Eins og allir 7 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.