Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 25

Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 25
Hörður Áskelsson bar upp eftirtarandi tillö^u: Aðalfundur F.Í.O. felur stjórninni að undirbúa stofnun styrktarsjóðs, sem kenndur verði við Pál ísólfsson. Stofnskrá sjóðsins verði lögð fyrir félagsfund áður en til samþykktar komi. Tillagan var samþykkt. Bjarni, organisti í Reykholti, æskti álits fundarmanna á því hvort þeir teldu áðurnefnt orgel úr Dómkirkjunni hafa minjagildi, hvort eigi að gera það upp í sama formi og áður og hvort menn hefðu yfirleitt áhuga á þessu máli. Ýmsir tóku til máls. Hörður lagði til að þessu máli yrði vísað til félagsfundar vegna tímaskorts og féllst Bjarni á það. Formaður benti á að það væri einstakt í íslenskri orgelsögu að í Reykholti hefði verið byrjað á því að kaupa orgelið og síðan hefði kirkjan verið byggð utan um það. 7. STJÓRNARKJÖR Formaður las úr lagagrein um stjórn og lengd stjórnarsetu. Fyrir lá að kjósa ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Björn Steinar Sólbergsson. Kristín Jóhannesdóttir og Hörður Áskelsson sem sátu í stjórn, gáfu kost á sér til endurkjörs og voru þau endurkjörin nreð lófaklappi. Marteinn H. Friðriksson var endurkjörinn varamaður. Endurskoðendur voru endurkjörnir Smári Olason og Kristján Sigtryggsson. Smári benti á, að skv. landslögum mega þeir ekki heita endurskoðendur, heldur félagskjörnir skoðendur reikninga. 8. ÖNNUR MÁL Glúmur lagði lil að stjórnendum barnakóra við kirkjur verði boðið að ganga í félag- ið, Björn Steinar benti á að skv. lögum geti þeir orðið aukafélagar og hafa þá mál- frelsi og tillögurétt. Glúmur sagði að launamismunur væri milli þeirra sem væru starfandi organistar og væru einnig með barnakór og hinna sem væru sérráðnir sem barnakórstjórar. Eftirfarandi tillaga um málið var samþykkt með einu mótatkvæði: Aðalfundur F.Í.O. veitir formanni umboð til að semja við barnakórstjóra sem starfa við kirkjur um aðild þeirra að félainu. Formaður hefur samráð við stjórn um fyrir- komulag sérmála svo sem launamál og námskeiðahald. Önnur tillaga frá Glúmi var einnig samþykkt. Var hún svohljóðandi: Aðall'undur F.Í.O. felur stjórninni að fjalla um þörf á aukinni kirkjutónlistarmenntun fyrir guðfræðinema. 25 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.