Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 3
DR. PÁLL ÍSÓLFSSON Þess er minnst um þessar mundir að eitthundrað ár eru í dag, 12.10. 1993, liðin frá fæðingu dr. Páls ísólfssonar. Flestum landsmönnum mun liann kunnur svo djúp spor sem hann markaði í íslenskri menningarsögu. Páll var eitt sinn spurður að því á opin- berum vettvangi hvaða starf sér þætti vænst um af sínu stóra og mikla starfssviði. Hann sagði því fljótsvarað, það væri starf orgelleikarans í Dómkirkjunni. Hann sagðist líta á sig fyrst og fremst sem orgelleikara þótt margskonar önnur störf hlæðust á hann. Það blandast engum hugur um það að þegar Páll hafði lokið námi í Leipzig stóðu honum ýmsar leiðir opnar. Vafalausl valdi hann þá leiðina sem erfiðust var þá, að hverfa heim á ný og hefja brautryðjendastörfin hér, við ltlið annarra frumherja sem íslenska þjóðin stendur jafnan í þakkarskuld við. Vissulega var ekki glæsilegt um að litast í tónlistarlífinu þegar Páll hóf störf hér heima. Fátt eitt var til af hljóðfærum og fált kunnáttumanna til að fara með þau. Arsins 1930 verður jafnan rninnst sem merkisárs í íslenskri menningarsögu en þá tóku til starfa Tónlistarskólinn og Ríkisútvarpið en þessum stofnunum helgaði Páll krafta sína langa hríð. Aðstæður voru slíkar að hann hlaut að dreifa kröftunum meira en hann helði sjálfur óskað. 3 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.