Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 8
muna, hafði Páll óvenju sterka tilfinningu fyrir hraða og hrynjandi. Þetta finnur maður þegar hlustað er á hljóðritanir með orgelleik Páls bæði í einleiksverkum og undirleik. Ég man sérstaklega eftir einu slíku atviki. Einn orgelnemandi átti afar erfitt með að halda jöfnum hraða og það kom fyrir oftar en skyldi að hraðinn fór vaxandi með hverjum takti og fyrr eða síðar fór hann út af laginu og það með herfi- legum hætti. Einu sinni þegar búið var að gera nokkrar slfkar atrennur að stuttu kóralforspili var Páli nóg boðið, hann brosti svolítið stríðnislega og sagði nemand- anum þessa stuttu dæmisögu: „Þú ert einna líkastur drengnum norður á Akureyri sem settist upp á mótorhjól og ók af stað án þess að kunna almennilega að stýra hjólinu og alls ekki að hægja á því eða að stoppa. Og honum varð það til lífs að keyra eins og vitlaus maður inn allan Eyjafjörð þangað til að bensínið var búið.“ En sem betur fór, var svona lagað sjaldgæft og fáir nemendur fengu slíkar ádrepur. Og ég kynntist minna en margir aðrir þeim skapgerðareinkennum og hæfileikum sem Páll var frægur fyrir, svo sem eftirhermum, frásagnarlist og síðast en ekki síst hvernig hann var hrókur alls fagnaðar á inannamótum og í samkvæmum. Straube var og er í sögunni einn merkasti frömuður þýska orgelskólans á þessari öld, eins og Máni Sigurjónsson talaði um á tónleikunum í gær. Það var því sjálfgefið að Páll miðlaði til okkar nemenda sinna þeim straumum í listinni sem hann varð fyrir á námsárunum í Leipzig, ekki bara hjá Karl Straube í orgelleik, heldur einnig beinl og óbeint hjá mönnum eins og tónskáldinu Max Reger, hljómsveitarstjóranum Arthur Nikisch og píanósnillingnum Robert Teichmúller, sem um skeið hafði verið nemandi hjá Franz Liszt. Hjá Teichmúller sótti Páll píanótíma í þeim tilgangi að ná tökum á fingra- og hljómborðstækni sem stundum var við hann kennd og nefnd á þýsku „Teichmúller- Klaviertechnik". Til þess að við nemendur Páls gætum kynnst þessari tækni svo vel sem unnt var, sendi hann suma okkar í píanótíma hjá frú Annie Leifs, fyrstu konu Jóns Leifs tónskálds, en hún hafði verið nemandi Teichmúllers og að sögn afbragðs píanóleikari fyrr á árum. Og það merkilega var, að hjá þessari öldruðu konu lærði ég ekki bara undirstöðuatriði í píanótækni Teichmúllers, frú Annie Leifs tókst jafnframt á stuttum tíma að kenna mér að hlusta á sjálfan mig. Áður en sagt er skilið við námsár og dvöl Páls í Leipzig langar mig að minnast fáeinum orðum á þann mann sem öðrum frernur hafði forgöngu um að Páll komst til náms í Þýskalandi. Það var Jón Pálsson, föðurbróðir Páls, bróðir Isólfs Pálssonar. Jóni Pálssyni varð fljótt ljóst hvaða hæfileikum bróðursonur hans var gæddur og ákvað að styrkja Pál til náms. Páll bar því alltaf hlýjan hug til þessa frænda síns og mikla velgjörðarmanns. Jón Pálsson starfaði lengi sem bankagjaldkeri en fékkst auk þess við margt annað, hann var um skeið organisti við Fríkirkjuna, flutti inn og seldi hljóðfæri, safnaði margs konar fróðleik og eignaðist fyrstur manna hér á landi tæki til hljóðritunar á vaxsívalninga, svokallaðan diktafón, sem hann notaði til að safna ýmsu efni og hljóðritaði það á árunum 1903 til 1912. Á þessu ári eru því liðin rétt 90 ár frá upphafi hljóðritunar hér á landi. 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.