Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 13

Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 13
Það var margt sem varð þess valdandi að Siggu tókst svo vel með kirkjukórinn, sem við getum kallað barnið hennar. Auk þess að vera hæfileikarík, vann hún mjög skip- ulega og var ákaflega samviskusöm. Auðvitað er það ekkert leyndarmál að per- sónugerðin hefur áhrif á allt slíkt uppbyggingarstarf. Allir sern með henni störfuðu og henni kynntust, i'undu, komust fljótt að því að þar var sérstök manneskja til staðar. Augun hennar, augnatillitið var sérstakt, sköpuðu traust og jafnvel virðingu fyrir því starfi sem hún var að vinna. Sigga, var eins og áður segir, mjög hæfileikarík á tónlistarsviðinu og gat beitt sér bæði við orgelið og söng. A fyrstu tónleikum Kirkjukórs Grafarvogs sem haldnir voru í Kristskirkju lék hún einleik á orgel, stjórnaði kirkjukórnum og söng síðan ein- söng. Við sem vorum viðstödd þá tónleika munum seint gleyma söng hennar og kirkjukórsins. Þar var það nefnt af hinum færustu mönnum að kirkjukórinn flytti tón- list sína eins og best gerðist og stjórnandinn og ekki aðeins það heldur einnig ein- söngvari og einleikari stæði sig með mikilli prýði. Einn þáttur hafði mikil áhrif á allt starf hennar og reyndar allt hennar líf en það var sjálf trúin og iðkun hennar. Hún hafði snemma kynnst starfi kirkjunnar og starfi K.F.U.M. og K. Sérstaklega veitti ég athygli þessum verundarþætti í lífi hennar þegar hún undirstrikaði það við kórfélaga að þau þyrftu ekki aðeins að kunna lagið, heldur einn- ig að hugleiða texta sálmanna, leyfa þeim að tala til sín. Það hafði mikil áhrif á kórinn að sjá og skynja bjargfasta trú hennar á Frelsara sinn. Það hafði áhrif í guðsþjón- ustunni þegar organistinn gekk fyrstur manna til altaris eða þá þegar hann flutti pitil dagsins af einlægni og sannri trúarsannfæringu. Kórfélagar áttu í Siggu góðan og traustan vin, sem þeir gátu leitað til. Ekki ósjald- an bauð hún öllum kórfélögum inn á fagurt heimili sitt. Þar var eiginmaðurinn Pétur, sem hefur staðið svo dyggilega við hlið hennar í blíðu og stríðu, reiðubúinn að legg- ja sitt að mörkum svo að stundin á heimili þeirra yrði sérstök. Þar hljómuðu einnig tónar frá pípuorgeli og lagið var tekið. Slíkar stundir sem og aðrar, er merkilegar mega teljast í sögu Grafarvogssafnaðar, koma upp í hugann, þátttaka hennar í fyrstu jólaguðsþjónustunni, fyrstu páskamessunni, eða þegar kirkjukórinn söng við athöfn- ina þegar fyrsta skóílustunga að Grafarvogskirkju var tekin. Við munum ekki gleyma þætti Siggu við mótun safnaðarstarfsins. Hún verður næm huga og hjarta nú á aðventu við vígslu fyrri hluta Grafarvogskirkju. Sigga háði baráttu sína við skæðan sjúkdóm af miklu æðruleysi. Þar var bjargið sem byggt var á sjálf trúin, trúarvissan. Hún og fjölskylda hennar áttu þann að sem gaf og gefur okkur hlutdeild í hinu eilífa lífi. Þessi fullvissa trúarinnar gaf þeini styrk og von. Það er bæn okkar á kveðju- og saknaðarstundu lífsins að sá, sem fyrst og síðast huggar, líknar, ber smyrsl á sárin og þerrar sorgartárin, sé allri fjölskyldunni nærri. Þegar þetta er skrifað er ég einmitt staddur á stað, sem var Siggu og fjölskyldu 13 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.