Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 24

Organistablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 24
Sýndist sitt hverjum og urðu umræður stundum svo ákafar að fundarstjóri varð að minna fundarmenn á að fara eftir fundarreglum. Glúmur benti á að áríðandi væri að prestar væru betur menntaðir í krikjutónlist vegna þess ieiðtogahlutverks sem þeir gegna í söfnuðinum. Björn Steinar Sólbergsson benti á að ágreiningsmálum vegna tónlistarllulnings í kirkjunni ætti að skjóta til Söngmálastjóra. Jakob Hallgrímsson lagði áherslu á þörfina á því að organistastarfið verði lögvernd- að. Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri. lagði til að kirkjumálaráðherra yrði beðinn að vinna að því máli. Formaður ræddi þann vanda félagsins að hafa engan einn aðila að semja við á landsvísu og þörfina á að vinna að því máli. Gróa Hreinsdóttir beindi því til launanefndar F.Í.O. að endurskoða niðurröðun launa- flokka, e.t.v. að nota punktakerfi og að meta fleira en orgelpróf. Marteinn H. Friðriksson svaraði f.h. launanefndar og sagði að menntun sem kæmi að notum í starfinu ætti að meta. Hann benti einnig á að 100% staða væri í raun 70% vinnu- framlag, hitt væri álag þar eð um kvöld- og helgidagavinnu er um að ræða. Björn Steinar beindi því til stjórnar að listi yfir einstakar athafnir yrði unninn ná- kvæmar með tilliti til manna í lausamennsku. Fundarstjóri las upp svohljóðandi tillögu: Aðalfundur organista haldinn 03.10. 1993 ályktar að fela stjórn félagsins að undirbúa frumvarp um löggildingu organistastarfsins sem lagt verður fyrir kirkjumálaráðherra til flutnings á næsta vorþingi. Tillagan var samþykkt einróma. Reikningar voru bornir upp og samþykktir. 5. ORGANISTABLAÐIÐ Eins og kom fram í skýrslu formanns hefur ritnefndin sagt af sér og formaður vísaði því til fundarmanna að hafa samband við stjórn hið allra fyrsta ef þeir vildu gefa kost á sér til starfa við blaðið. Smári upplýsti að Jón Ólafur Sigurðsson sem nú er búsett- ur í Svíþjóð gefi kost á sér lil starfa í ritnenfd með góðum aðstoðarmönnum. Fundarmenn lýstu yfir ánægju sinni með þessar upplýsingar, enda hefur Jón sýnt skörungsskap á þessum vettvangi. 6. AFMÆLIPÁLS ÍSÓLFSSONAR Formaður óskaði eftir áliti fundar. Umræður urðu um sjóð. Marteinn lagði lil að styrktir yrðu námsmenn. Söngmálastjóri sagði frá því að orgelið sem Páll lék á í Dómkirkjunni verði nú sett upp í Reykholtskirkju og taldi það verðugt verkefni að styrkja ásamt námsmönnum. 24 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.