Organistablaðið - 01.05.2000, Side 21
Organistablaðlð
040 Nýir sálmar í norðrinu
Níundi áratugurinn var mikilvægur áfangi í norrænni sálmaþróun. Nýjar sálmabækur voru
teknar í notkun í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og íslandi. Hvað hefur gerst síðan? Hér verður kynnt
það sem er að gerast í norrænni sálmasköpun og við ræðum um framtíð norræns sálmasöngs.
Prófessor Karl-Johan Hansson leiðir umræðurnar.
041 Fyrirbrigðið finnskur barnakór
Á sjöunda og áttunda áratugnum átti sér stað ör og víðtæk þróun í finnskum barnakórasöng. í
þessum umræðuhópi hittum við hinn fræga Tapiolakór og stjórnanda hans Kari Ala-Pöllanen og
kynnumst vinnuaðferðum þeirra. Við kynnumst hinni svokölluðu Kodaly-aðferð, sem almennt er
notuð í tónlistarbekkjum finnsku skólanna og gefur barnakórunum góða undirstöðu í nótnan-
lestri. Tónlistarkennarnir Paavo Kiiski og Iris Sundberg-Raisánen taka einnig þátt í umræðunum.
III Laugardagur 16.15-17.45
043 Grcgoriana Fennica
f Finnlandi er ótrúlega rík gregoríanisk hefð, sem verður kynnt hér af fil. mag. Ilkka Taitto og
sönghópnum Cetus Noster. Umræðan fer fram í háskólabókasafninu í Helsingfors, þar sem við
höfum meðal annars tækifæri til að kynnast hinni einstæðu St. Henriksmessu frá 14. öld.
044 Hið litúrgíska hlutvcrk orgelsins
Við ræðum hlutverk orgelsins í guðsþjónustunni, að hluta sem sjálfstæðum aðila í samræðu
milli þjónustunnar við altarið, kórs og safnaðar og að hluta til sem undirleikshljóðfæri með fjöl-
breytta möguleika. Organistarnir Kaj-Erik Gustafsson, Juhani Haapasalo, Pekka Suikkanen og
Harri Viitanen leiða umræðurnar.
045 Hugsaðu þér ef söngurinn þagnaði!
Lútherska kirkjan hefur verið kölluð „hin syngjandi kirkja“ - ecclesia cantans. Safnaðarsön-
gurinn er einkennandi íyrir kirkjurnar okkar og guðsþjónustur, en mörg teikn eru á lofti um að
víða sé söngurinn að þagna. Norrænn hópur undir handleiðslu prófessors Karl-Johann Hanson
fjallar um efnið og segir álit sitt á framtíð sálmasöngsins í okkar norrænu löndum.
046 Tónlist í gleði og sorg - sainkvæmt ákvörðun hvers?
Tónlistin við brúðkaup og útfarir er aðkallandi og brennandi spurning í öllum löndum okkar.
Henni verður lýst í þessum umræðuhóp útfrá guðfræðilegu og tónlistarlegu sjónarmiði af teol. lic.
Anna J. Evertsson, Lundi, og kirkjutónlistarmanninum Anna Maria Böckerman-Peitsalo.
048 Fundur nieð Knut Nystedt
Tónlist Knuts Nysted kemur á margan hátt til með að verða í brennidepli á mótinu. Tónskáldið
Kari Rydman, sem er m.a. þekkt úr spurningarþættinum Kontrapunkti, tekur viðtal við þennan
„grand old man“ innan norrænnar kirkjutónlistar.
21