SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Síða 2

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Síða 2
2 13. desember 2009 4-8 Vikuspeglar Myntmál í Norður-Kóreu skoðuð, frægir alnafnar sparkenda kynntir til sögunnar og spurt hvort plastefni valdi ófrjósemi meðal karla? 12 Karlinn poppaður upp Jóhann Már Jóhannsson „Konnari“ og sauðfjárbóndi í Skagafirði sendir frá sér nýja einsöngsplötu. 24 Hönnun í jólapakkann Sunnudagsmogginn bað Hönnunarmiðstöð Ís- lands um aðstoð við að finna hönnunargripi á undir 20.000 krónum. 30 Jólabækurnar Rýnt í lista yfir útgáfubækur ársins og vitnað í umsagnir. 38 Fyrirmynd James Bond Hans Kristján Árnason hefur sent frá sér heimildarmynd um Íslendinginn Holger Cahill. 40 Jólamaturinn Á aðfangadag er jafnan lagt meira í matargerð. Lesbók 48 Bakari eða smiður? Tungutak í umsjá Baldurs Sigurðssonar. 48 Fólk vill sögur Elín Pálmadóttir endurútgefur bók sína Fransí Biskví. 52 Menntamaður og morðingi Sagt frá verðlaunabók um uppvöxt og mótunarár Stalíns. 54 Bókaumsagnir Vigdís. Kona verður forseti fær fjórar stjörnur af fimm. 14 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Karli Ágústi Úlfssyni og Ásdísi Olsen. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. Augnablikið J ólagjöfin í ár er sigur á Haukum, og við verðum á toppnum um hátíðarnar. Gleðileg jól!“ segir ungur maður sem ég hitti í and- dyri íþróttahallarinnar á Akureyri á fimmtudagskvöldið. Hann brosir út að eyrum og ég er sammála hon- um um það, að heppilegt er að hafa jólagjafirnar í ódýrari kantinum að þessu sinni, af ástæðum sem óþarft er að nefna hér. Þúsundkall er ekki mikið fyrir góða gjöf. Það er líka oft gott, til öryggis, að fagna fyr- irfram, ef illa kynni að fara. Eins og kunningi minn sem ákvað fyrir margt löngu að hella sér út í stjórnmál og hélt mikla sigurhátíð – áður en próf- kjörið var haldið. Það reyndist skynsamlegt. Síðar þetta fallega vetrarkvöld, þegar ég hitti unga manninn aftur í anddyrinu, er brosið horfið. Hann er afar niðurlútur, og er þá vægt til orða tekið. Strákarnir okkar eru ekki lengur strákarnir okkar en hann kennir þeim og dómurunum ekki einum um tapið, heldur grýlu. Ha, hvað sagðirðu? „Sástu ekki Hafnarfjarðargrýluna? Ég er farinn að þekkja kvikindið; það var hérna um daginn.“ Það mun hafa verið þegar hitt liðið úr Lúðvíks- borg, FH, vann mína menn í bikarkeppninni. Grýlan sá sem sagt til þess að Akureyri skíttap- aði fyrir Haukum þótt munurinn í lokin væri reyndar aðeins fjögur mörk. „Miðað við hana þessa eru hinar afskaplega myndarlegar og elskulegar,“ segir hann grautfúll. „Jafnvel þótt hver kynslóðin af annarri hafi alist upp lafhrædd við konu Leppalúða, móður jóla- sveinanna gömlu, og við eyjarskeggjar líka lengi verið skelkaðir við Svíagrýluna þegar handboltinn var annars vegar – blessuð sé minning hennar – kann ég afskaplega vel við þær báðar, jafnvel sam- an, miðað við hana þessa.“ Áhorfendur eru um 1.200 í Höllinni þegar mínir menn og Haukarnir hefja leik. Segi og skrifa tólf hundruð. Þetta er eins og í gamla daga. Stemn- ingin er ósvikin fyrstu mínútuna en svo er staðan allt í einu orðin 0:3. Mörkin hrannast upp, en bara öðrum megin. Mínir menn skjóta hvað eftir annað í Birki Ívar. (Þetta er dálítið hlutdrægt og ósann- gjarnt; hann ver eins og brjálaður maður.) „Gott Haukar! Flottastir!“ segir áhorfandi þegar flautað er til leikhlés. Mér sýnist hann litinn horn- auga. Hugaðir menn, Hafnfirðingar. Þó verður enginn til andsvara enda staðan 7:15. Lesendur mega geta fyrir hvern. Akureyri er heimabær kóks í gleri, fyrir nokkr- um árum var hugmyndin að staðurinn yrði heimaborg Frostrósa og okkur finnst, norðan- mönnum, að bærinn við fjörðinn eigi að vera höf- uðborg handboltans. Bærinn við Eyjafjörðinn, altso, ekki Hafnarfjörðurinn. En draumarnir ræt- ast ekki allir í einu. Við gerum okkur kókið að góðu í bili. Og kennum Hafnarfjarðargrýlunni um. „Gleðilega páska,“ segir ungi maðurinn. Mér sýnist hann farinn að hlakka til. skapti@mbl.is Ekki íþrótt án snertingar; Akureyringurinn Oddur Gretarsson og Freyr Bjarnason úr Hafnarfirði fljúgast hér á. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Gleðilega páska“ Laugardagur 12.desember Skottmarkaður verður haldinn í dag, 12.12, frá kl. 12-14, á bílastæði Kjarvalsstaða. Þá býðst fólki að selja úr skottinu, en óskað er eftir skrán- ingu á skottmarkadur@gmail.com. „Við stefnum að léttri Kaup- mannahafnarstemmningu með ristuðum möndlum og báli í tunnu, jóla- tónlist og heitu kakói,“ segir Steinunn Þórhallsdóttir. „Ég veit um fólk sem ætlar að selja handverk, kakó, grillaðar pylsur, smákökur og nýleg barnaföt, svo fátt eitt sé nefnt!“ Stemmning á skottmarkaði í dag Við mælum með… Rýnt í sögu tónskálda í verkum Errós frá kl. 15-16 með Sigfríði Björnsdóttur tónlistarsagnfræðingi í Hafnarhús- inu og hlustað á tóndæmi, en á meðal þeirra eru Brahms, Wagner, Stravinsky og Schumann. Föstudagur 18.desember Mið-Íslands- hópurinn með uppi- stand í Batteríinu kl. 21.30. Þorsteinn Guðmundsson setur á sig kórónuna og gegnir aðeins nafn- inu Rex, Hugleikur Dagsson leikur Jesúbarnið og einnig troða upp Bergur Ebbi, Ari Eldjárn, Jóhann Al- freð og Dóri DNA. Sunnudagur 13. desember      

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.