SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Síða 4

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Síða 4
4 13. desember 2009 Árið 1948 var gerð myntbreyting á Íslandi eftir að eignakönnun var framkvæmd. Allir peningar í um- ferð voru dregnir til baka og ný röð af seðlum gefin út. Anton Holt, safnstjóri í Seðlabankanum og myntsafnari, lýsti þessu í samtali við Pétur Blöndal í Morgunblaðinu í fyrra: „Það hafði verið svo mikið svartamarkaðsbrask, sem ekki hafði farið í gegn- um skattskýrslurnar eftir stríð, og nú átti að ná sér niðri á bröskurunum. En þetta mistókst alfarið.“ – Af hverju? „Af hverju er himinninn blár,“ segir Anton og dæsir. „Stjórnvöld fóru ekki rétt að. Þeir sem að- gerðirnar áttu að ná til höfðu frétt af þessu, sagan segir að stórheildsalar hafi rölt í pósthúsið í des- ember og keypt frímerki fyrir mörg hundruð þús- und. Svo skiluðu þeir frímerkjunum í pósthúsið í janúar, sögðust ekki hafa sent eins mörg jólakort og þeir ætluðu sér, og fengu endurgreitt í nýju seðlunum án þess að þurfa að gera grein fyrir þeim. En stífnin var svo mikil gagnvart litla manninum að við fundum hér í skjalasafninu bréf til Lands- bankans frá presti á Austfjörðum, þar sem hjálagð- ar voru 70 krónur frá gamalli ekkju sem hafði misst son sinn í hafið og peningana fann hún í jakkavasa hans, en hún gaf fötin fátækum. Prest- urinn spurði hvort hægt væri að skipta þeim, þá var fresturinn útrunninn, og starfsmaður Lands- bankans skrifaði þvert yfir bréfið: „Synjað“. Maður gleymir ekki svona bréfi, á meðan maður veit að ýmsir komust upp með allan andskotann.“ Myntbreyting gegn braski á Íslandi Örtröð í pósthúsi í Reykjavík árið 1948. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon E inkamarkaðir í Norður-Kóreu eru lamaðir eftir myntbreytingu, sem lauk fyrir viku. Suður-kóreskir fjölmiðlar segja að gripið hafi um sig reiði og skelfing í landinu og er það ekki að ástæðulausu því að takmörk voru sett fyrir því hve miklu mátti skipta af gamla gjaldmiðlinum í þann nýja. Skiptin fóru fram á genginu 100 á móti einum og mátti að hámarki skipta 100 þúsund wonum, sem opinberlega jafngildir 86 þúsund krónum en fást fyrir á milli 4.000 og 6.000 krónur á svörtum markaði. Þeir sem hafa reynt að spara eru því aftur komnir á byrjunarreit hafi þeir ekki átt erlendan gjaldeyri. Yfirvöld láta að því liggja að eignaupp- takan sé í þágu jafnaðar. Haft var eftir Jo Song-Hyon, embættismanni í norður- kóreska seðlabankanum, að ætlunin væri að styrkja „grundvallaratriði sósíalismans og reglu í stjórn á markaðnum“. Hermt er að bílum með hátalara hafi verið ekið um götur og kyrjað í síbylju að breytingarnar væru „stórbrotnar, sósíalískar umbætur“ fyrir verkamenn og bændur. Götumarkaðir komu fram í Norður- Kóreu þegar matvæladreifing í landinu hrundi á tíunda áratug liðinnar aldar með þeim afleiðingum að hungursneyð brast á í landinu. Árið 2003 var þeim opinberlega leyft að starfa. Bændum var leyft að selja umframframleiðslu á götum úti. Á þessum mörkuðum mátti einnig finna reiðhjól, sjónvörp og fatnað frá Kína og Suður- Kóreu og sérstaklega tekið til þess að ban- anar og mandarínur voru á boðstólum. Í landinu var farinn að þróast einkamark- aður og svört viðskipti blómstruðu. Það var þó ekki á allra færi að kaupa á mörkuðunum. Á vefsíðu Der Spiegel var sagt frá því að fyrir nokkrum mánuðum hefði kíló af hrísgrjónum kostað þúsund won á Tongil-markaðnum í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, eitt kíló af epl- um 2.000 til 4.000 won og sex egg þúsund won. Íbúar Pyongyang þéna á milli 3.000 og 5.000 won á mánuði. Óttast að ný millistétt kosti stjórnina völd- in Greinilegt þykir að stjórnvöldum í Norður- Kóreu hefur þótt ástæða til að kæfa frjálsan markaðsbúskap í fæðingu. Ástæðan er talin að Kim Jong Il, leiðtogi landsins, og herfor- ingjar hans óttist að með því að opna dyrn- ar fyrir einkaframtaki, þótt ekki sé nema örlítið, muni fólk reyna að losna undan valdi ríkisins, bændur til dæmis leggja nið- ur búskap og hefja verslun. Hrun komm- únistastjórna í Austur-Evrópu hafi sýnt Kim fram á hvað það geti verið hættulegt fyrir stjórn hans komi fram millistétt í landinu. Til þess að hemja einkamarkaðina var því gefinn út listi árið 2005 með vörum, sem ekki mátti selja á þeim. Að auki var konum undir 45 ára aldri bannað að vinna á Ton- gil-markaðnum og körlum meinað alfarið að stunda kaupmennsku. Þá mátti mark- aðurinn aðeins starfa í nokkra tíma á dag. Þetta virðist stjórnvöldum ekki hafa þótt nógu áhrifaríkt og ákváðu þau því að inn- leiða nýjan gjaldmiðil. Breytingunni fylgir í raun eignaupptaka. Samkvæmt fjölmiðlum í Suður-Kóreu hafa stjórnvöld í Norður- Kóreu það miklar áhyggjur af viðbrögðum almennings að þau óttast að bresti á flótti og hefur vörðum á landamærum Norður- Kóreu verið skipað að skjóta þá, sem reyna að flýja. Suður-kóreskir fjölmiðlar segja einnig að komið hafi til mótmæla og nái ólgan inn í Verkamannaflokk Kims. Það fá- heyrða hafi gerst að leiðtoginn sé gagn- rýndur í veggjakroti og flugritum. Óánægja magnast í lokuðu landi Ólga brýst út í Norður-Kóreu eftir að eignir voru þurrk- aðar út með myntbreytingu Nýju norður-kóresku seðlarnir eru skrautlegir, en vekja litla hrifningu. REUTERS Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Verðlausir seðlar brenndir á báli Fregnir af myntbreytingunni í Norður-Kóreu eru óljósar, en svo virðist sem einstaklingar megi aðeins skipta 100 þúsund gömlum wonum í nýja wonið og fái þá þúsund won. Fjögurra manna fjölskyldur mega skipta 300 þúsund gömlum vonum. Umframfé má leggja inn í banka en engin vissa er fyrir því að það verði einhvers virði. Margir eru tortryggnir og ótt- ast að farið verði að spyrjast fyrir um hvernig féð hafi verið fengið. Brenna því margir verðlausa seðla frekar en að vekja grunsemdir. Það getur hins vegar verið hættulegt því að glæpsamlegt er að vanvirða ásjónur feðganna Kim Il Sung og Kim Jong Il og myndir af þeim eru á gömlu seðlunum. Myntbreytingin getur hjálpað stjórnvöldum að hemja einkaviðskipti, en til lengri tíma gæti þessi aðgerð grafið undan stjórninni, meðal annars vegna þess að hún getur ekki boðið íbúum landsins upp á nægar birgðir af helstu nauðsynjum. um miðja 19. öld FLYTUR fátæk SÆNSK fjölskylda vestur um haf í LEIT AÐ betra lífi. Það er mikil þrek- raun en nýja landið gefur fögur Fyrirheit ... EinstaKT meistaraverk Salka – Skipholt 50 c – www.salka.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.