SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Qupperneq 10

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Qupperneq 10
10 13. desember 2009 Þ að hefur að mínu mati verið þakkarvert hversu lítið Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur látið á sér bera í íslensku þjóðlífi að undanförnu. Meira að segja á sjálfan fullveldisdaginn, 1. desember sl. var það látið nægja að hafa hann í viðtali í Ríkisútvarpinu, eldsnemma um morguninn, en þar sagði hann m.a. að hann teldi að við Ís- lendingar þyrftum alls ekki á öllum þeim erlendu lánum að halda sem við værum að sækjast eftir. Svo komu fréttir utan úr heimi, þar sem hinn mjög svo sjóaði og reyndi forseti var að leggja Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, lífsreglurnar, því vitanlega kann ábúandinn á Bessastöðum þetta allt miklu betur en einhver óreyndur Bandaríkjaforseti. En þótt ég hafi verið þakklát fyrir hlédrægni forsetans, þá er ekki endilega öruggt að sama máli gegni um þá, sem þurfa að heilsa honum og kveðja, þegar hann ákveður að leggjast í víking til annarra landa, en eins og kunnugt er hefur hann fyrir margt löngu áunnið sér titilinn „Klappstýra útrásarvíkinganna“. Að vísu er það nú svo, eftir bankahrun og gjaldþrot útrásarvíking- anna, að forsetinn getur ekki lengur komið fram í því gervi, en hann er vitanlega ekki af baki dottinn, situr reyndar rammfastur við sinn keip og hefur gerst klappstýra sjálfs sín. Forsetinn hélt síðasta sunnudag til Vínarborgar, sem væri vart í frásögur færandi, nema vegna hégómans og pjattsins, sem fylgdi þeirri brottför hans af landi, eins og fylgir öllum hans brottförum. Einum þriggja handhafa forsetavalds, þ.e. annað hvort forseta Alþingis, forsætisráðherra eða forseta Hæstaréttar, ber að fylgja forsetanum út í flugvél á Keflavíkurflugvelli og kveðja hann og hirða við brottför hans „valdasprotann“. Sama pjatt og fífla- gangur fylgir svo vitanlega heimkomu forsetans. Handhafinn þurfti sem sé að rífa sig upp á rassgatinu kl. 5 á sunnudags- morgun, láta aka sér til Keflavíkur, á kostnað okkar skattgreið- enda, til að kveðja ábúandann, sem kom vitanlega akandi frá Bessastöðum í límósínu forsetaembættisins á okkar kostnað, í fylgd sérstakrar bifreiðar sem flutti farangur forsetans á okkar kostnað, og vitanlega einnig í fylgd lögreglubíls á okkar kostnað, því ekki gengur að forsetinn sé óvarinn fyrir skrílnum, að ganga sex á sunnudagsmorgni! Vitanlega duga ekki minna en fjórir bílar og bílstjórar við það ofurverk að koma forsetanum úr landi. Eftir dægilegt kaffispjall með forsetanum í Leifsstöð, þar sem þjóðmál öll eru vitanlega krufin til mergjar og niðurstaða fengin í því hvort forsetinn ætli að leyfa þjóðinni að kjósa um það hvort hún greiðir hundruð milljarða skuldir, langt inn í ókomna fram- tíð, skuldir sem hún ber enga ábyrgð á, fylgir handhafinn for- seta að inngangi flugvélarinnar. Allir aðrir farþegar eru þá komnir í sæti sín og geta því einbeitt sér að því að gleðjast yfir inngöngu forsetans, sem flugstjórinn „á“ að taka á móti og fylgja til sætis. Ef marka má njósnir sem mér hafa borist úr embættis- mannakerfinu, þá þykir mörgum nóg um, hversu langt forset- inn seilist til þess að ríghalda í eldgamlan og úreltan prótókoll, sem var víst komið á fyrir mörgum áratugum, þegar utanför forseta taldist til tíðinda. Við hvers konar þjóðfélagsskipan viljum við eiginlega búa í þessu landi? Er það boðlegt og eðlilegt að á sama tíma og þorri launþega hefur þurft að taka á sig umtalsverðar launaskerð- ingar, mörgþúsund manns ganga um án atvinnu, erlendar skuldir þjóðarbúsins hrannast upp, nánast á hraða ljóssins, og stjórnvöld sjá enga aðra leið færa til að bæta stöðu galtóms rík- issjóðs en að auka skattpíningu borgaranna nánast til ólífis, að forseti Íslands kosti okkur skattborgarana stórfé, bara við það að koma sér frá Bessastöðum til Keflavíkur? Hér er a.m.k. um útkall þriggja bílstjóra, á næturvinnutaxta, að ræða. Ekki veit ég hvort bílstjóri lögreglubifreiðarinnar var í sérstöku útkalli eða ekki. Þá er ótalinn eldsneytiskostnaður, að ekki sé nú talað um öll óþægindin, bæði fyrir handhafa forseta- valds, bílstjórana og lögreglumennina. Ef um einhverja höfuðnauðsyn væri að ræða, væri þetta allt rétt og skiljanlegt. En hér er um úrelt, hallærislegt fyrirkomulag að ræða, þar sem forsetinn reynir aftur og aftur að gera sig gild- andi, langt umfram tilefni og hann sjálfur verður bara hallær- islegastur af öllum, að hanga á ósiðnum eins og hundur á roði. Klappstýran situr við sinn keip Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is 6:45 Morgunblaðið dettur inn um lúguna. Hitt blaðið var komið áður, en einhverra hluta vegna þá verð ég alltaf að lesa Moggann fyrst. Trúlega er það vani úr æsku enda ólst ég upp með Mogganum eða hann með mér. Ég man það sem krakki svona um 12 ára aldurinn að þá ákváðu foreldrar mínir að hætta að vera áskrifendur. Mér fannst það afleitt og gerðist því áskrif- andi sjálfur og greiddi fyrir með vasapeningunum mínum. 7:30 Þær mæðgur [Esja Sveinbjörnsdóttir og Birna Ims- land] koma fram. Dóttirin er það lasin að hún getur ekki far- ið á leikskólann. Við dóttirin förum aftur inn í herbergi með nokkrar bækur í farteskinu. Ég les fyrir hana um Einar Áskel, Emmu og Tuma. Svo vill hún lesa fyrir mig. Það fer þannig fram að ég les eina setningu og hún endurtekur hana svo fyrir mig. Bettý hjá VR hringir til að fá upplýsingar um hvernig gangi með undirbúningsvinn- una við útvarpsþátt um at- vinnuleit og atvinnusköpun sem ég er að vinna við að koma á fót ásamt öðrum. Meiningin er að fá VR og fleiri til að styrkja okkur fjárhagslega við gerð þáttanna. 11:00 Mættur í Hlutverka- setrið á fund í útvarpsnefnd- inni. Við hittumst einu sinni í viku til að undirbúa útvarps- þátt um allt sem tengist at- vinnu, bæði atvinnuleit og at- vinnusköpun. Þetta á að vera þáttur á jákvæðum nótum sem kemur upplýsingum á framfæri við atvinnuleitendur um allt það sem er í boði. Okkar fram- lag til að auka virkni atvinnu- leitenda og hvetja þá áfram. Við höfum náð samkomulagi við RÚV um hálftíma þátt einu sinni í viku. Útsending mun hefjast fyrir miðjan janúar 2010 og verða 20 þættir gerðir í fyrstu atrennu. Fer því næst í Rauðakrosshúsið til að taka þátt í Qi Gong sem Gunnar Eyj- ólfsson leikari og félagar halda utan um. 13:15 Kominn heim til að hugsa um dótturina. Hringi í Íbúðalánasjóð þar sem ég sé að aðeins sumar greiðslur af lán- unum lækka. Einhver villa í kerfinu hjá þeim og mér tjáð að þetta verði lagað. Ég vann í vor nuddtíma í bingó hjá Rauða- krosshúsinu. Þegar ég hringdi í sumar þá var nuddarinn að vinna uppi á hálendinu. Ég hringdi aftur í dag og þá býr nuddarinn í Noregi. Of langt fyrir mig. Pantaði mér hins vegar tíma í fótsnyrtingu. Ath.: hér á Íslandi. 15:45 Frúin komin heim og dóttirin ánægð með það, vill bara vera hjá mömmu. Sem er gott fyrir mig því ég þarf að kíkja aðeins inn á Facebook. Ég nota þetta tæki til að efla mitt tengslanet og fylgjast með öll- um þeim viðburðum sem eru í boði. Ég hef það mikla trú á notagildi þess, að ég aðstoða fólk í sjálfboðnu starfi við að læra á Facebook bæði í Rauða- krosshúsinu og í Hlutverka- setrinu. Fljótlega eftir að ég missti vinnuna þá stofnaði ég hóp á Facebook sem heitir At- vinnuleysi Nei takk! Við höfum haldið 10 fundi þar sem sam- eiginleg hagsmunamál atvinnu- leitenda eru rædd. Ég hef sett töluverða vinnu í það að halda utan um þennan hóp. Svo fylg- ist maður með því daglega hvort einhver atvinnutækifæri eru í boði. 18:00 Hugað að kvöldmat. Frúin er að kenna jóga í Laug- um og skutlar hún mér á kór- æfingu í Skaftfellingabúð. 19:00 Mættur á upphit- unaræfingu hjá Söngfélagi Skaftfellinga. Hafði lengi verið að spá í það að fara í kór en gaf mér aldrei tíma til þess. Lét svo verða af því þegar ég varð at- vinnuleitandi. Svo er brunað á Landakot. Söngurinn gengur vel og fáum við góðar und- irtektir. Því næst er farið á geð- deild Landspítalans og sungið á kaffistofu starfsfólks. Þar fáum við líka gott uppklapp og svo er boðið í kaffi og smákökur. 21:50 Kominn heim. Ég slappa af fyrir framan sjón- varpið og vinn smávegis í tölv- unni. Hlakka til morgundagsins en þá fer ég á matreiðslunám- skeið í boði VR. Takk fyrir VR. 01:20 Farinn að sofa eftir langan og skemmtilegan dag. ylfa@mbl.is Dagur í lífi Sveinbjörns Péturssonar atvinnuleitanda Sveinbjörn á æfingu með Söngfélagi Skaftfellinga. Morgunblaðið/Golli Kórdrengur í Qi Gong ÚRVAL ÆFINGATÆKJA WWW.GAP.IS 88.900 JÓLATI LBOÐ ÚRVAL AF SIPPUBÖNDUM Infiniti fjölþjálfi ST–950 Verð kr. 98.900 Lærabani Everlast Verð kr. 2.990

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.