SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Side 12

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Side 12
12 13. desember 2009 É g var að klára að rýja og nú tekur rútínan við, helstu haustverkin eru að baki og bara huggu- legheit fram í mars. Þá tekur rúningurinn við að nýju,“ segir Jóhann Már Jóhannsson í upphafi samtals okkar, nýkominn úr fjárhúsunum eftir að hafa rúið síðustu rollurnar úr stofninum, sem telur um 350 fjár. Jóhann hefur verið sauðfjárbóndi á bænum Keflavík í Hegranesi í Skagafirði, skammt austan Sauðárkróks, í meira en 30 ár. Hefur alltaf séð um rúninginn sjálfur og segist spara á því talsverðar fjárhæðir. „Það eru ekki margir á mínum aldri sem rýja sjálfir. Stéttin er orðin það gömul, 58 ára að meðaltali, að margir eru hættir að gera þetta sjálfir, kaupa frekar til þess sér- staka rúningsmenn. Maður harkar þetta af sér með þráa og líkast til smá nísku, því þónokkur hluti ullarverðsins fer ef rúningurinn er keyptur,“ segir hann. Þrátt fyrir að hafa verið um tíma í fararbroddi fyrir sauðfjárbændur á svæðinu er Jóhann Már þekktastur fyrir einsönginn, einn af hinum landskunnu „Konnurum“ frá Akureyri, sonur Jóhanns Konráðssonar tenórsöngvara og Fanneyjar Oddgeirsdóttur, og þar með bróðir Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara. Fleiri góða söngvara má nefna af þeirri ætt, eins og systurson þeirra, Örn Viðar Birgisson og bróðurdótturina Jónu Fanneyju Svavars- dóttur sópransöngkonu, en Svavar er líka góður söngvari líkt og flestir í fjölskyldunni. Paradís á jörðu Jóhann Már segist aldrei hafa skilið við ræturnar á Ak- ureyri og í Eyjafirði. Eftir nærri 40 ára „útlegð“ þaðan, fyrst við tamningar í Húnaþingi og síðan búskap í Skaga- firði frá 1976 ásamt eiginkonunni Þóreyju Jónsdóttur og börnum þeirra, þá segist hann enn hrökkva í kút er hann segir „við Skagfirðingar.“ En þau hjónin eru ekkert á för- um frá Keflavík þótt börnin séu farin að heiman og ólík- legt að þau taki við búskapnum. „Þetta er komið það langt að maður vill ekki fara burtu héðan nema láréttur. Héðan er stutt í alla þjónustu og gott útsýni yfir Skagafjörðinn. Þetta er mjög skemmtilegur staður og gott að vera hérna, stutt í sjóinn þar sem hægt er að veiða silung og annan fisk og týna egg í björgunum. Þetta er paradís á jörðu,“ segir Jóhann og er greinilega mjög sáttur við jörðina, sem hann er frekar nýlega búinn að eignast eftir að hafa verið leiguliði á henni lengi framan af. Tóku þau við búinu af eldri systkinum á sínum tíma en byggðu fljótt sitt eigið íbúðarhús á jörðinni. Enginn asi á þessu Nú þegar rúningurinn hefur rammað inn haustverkin gefst ágætur tími fyrir Jóhann Má að fylgja úr hlaði nýjum hljómdiski, Hvert sem ég fer, sem var að koma út á hans eigin vegum. Þetta er hans fjórða einsöngsplata, sú síðasta kom út árið 2004, Frá mínum bæjardyrum, og hlaut mjög góðar viðtökur og dóma. Þá hafði ekki komið út plata með einsöng Jóhanns í 15 ár og hann segist hafa hugsað með sér fyrir fimm árum að þetta yrði síðasta platan. Fyrsta platan kom út árið 1983 á vinyl, Bóndinn, og sex árum síðar kom önnur vinylplata, Ef væri ég söngvari. „Síðustu plötu var tekið það gríðarlega vel, eins og raunar hinum fyrri, að ég hugsaði með mér að ég yrði að koma einhvern tímann með aðra. Það var hins vegar eng- inn asi á þessu og platan hefur verið tvö eða þrjú ár í vinnslu, enda fer mikill tími í búskapinn og ekki ástæða til að ákveða einhverjar nákvæmar dagsetningar með útgáf- una. Höfum gefið okkur góðan tíma í að velja lög og margsyngja þau fram og til baka. Lítið er orðið eftir af upphaflega lagalistanum,“ segir Jóhann um tilurð nýja disksins. Hann er unninn í nánu samstarfi við Magnús Kjartansson tónlistarmann, sem sá um allar upptökur, útvegaði tónlistarmenn og kóra til að syngja undir, auk þess sem hann spilar sjálfur á ýmis hljóðfæri í flestum lag- anna. Jóhann er ekki í amalegum félagsskap með sjálfan Flugfreyjukórinn sér til fulltyngis í tveimur lögum, auk hóps úr Karlakórnum Þröstum í öðrum tveimur lögum. Á disknum eru 13 einsöngslög, þar af tvö ný lög eftir Magn- ús sem Jóhann frumflytur. „Þetta er öðruvísi diskur en ég er vanur. Nú syng ég ekki eingöngu við píanóundirleik heldur með heilli hljómsveit. Allt er þetta í léttari kantinum, þó líka hug- ljúft í bland. Það var kominn tími til að poppa karlinn upp, eins og Maggi orðaði það,“ segir Jóhann og hlær. Fleiri góða lagahöfunda má nefna af diskinum, m.a. Geirmund Valtýsson. Um er að ræða gamalt lag sveiflu- kóngsins, eitt af hans fyrstu lögum, en í nýjum búningi. Engin skagfirsk sveifla þar, segir Jóhann, en lagið nefnist Nú kveð ég allt, við texta Guðrúnar Gísladóttur. Drauma- landið, eftir Sigfús Einarsson, er svo lokalagið, en Jóhann segir það vera óskalag frá Magnúsi upptökustjóra, „í raun hið eina á disknum sem telst vera hefðbundið í mínum stíl,“ segir söngvarinn. Þá getur að heyra nokkur erlend lög með nýjum textum eftir m.a. Jónas Friðrik og Birgi Marinósson, mág Jóhanns Más. Einnig er þarna að finna nýtt lag um Hofsós eftir Bjarna Þór Pétursson. Gengur á jarðarfaralistann Bráðum hálfnaður á sjötugsaldrinum vildi hann vera viss um að dómgreindin væri í lagi, svo hann væri ekki að senda eitthvað frá sér með gamla og slitna rödd sem hann heyrði ekki, og sendi lögin í gagnrýna hlustun hjá völdum hópi vina og ættingja. Honum þótti afskaplega vænt um þegar systursonur hans sagði: „Ef ég myndi hlusta á þennan disk eftir 10 til 15 ár, og þetta yrði sagður síðasti diskurinn, þá myndi ég spyrja af hverju í andskotanum söng hann ekki á annan.“ Ég veðraðist auðvitað upp við þessi ágætu ummæli!“ Jóhann Már hefur alltaf sinnt sönglistinni eins og hans tími frá bústörfunum hefur leyft, sungið í kórum til margra ára, m.a. Karlakórnum Geysi á Akureyri, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Karlakórnum Heimi og Kirkjukór Sauðárkrókskirkju, og verið eftirsóttur einsöngvari á tón- leikum og við jarðarfarir. Kominn er nokkuð langur pantanalisti um jarðarfarasöng. „Ég veit ekki hvernig ég á að klára þær pantanir, því ég er orðinn fullorðinn og margir af þeim sem hafa pantað á svipuðum aldri og ég. Það gæti orðið erfitt að klára það dæmi. Því miður klárast einn og einn af listanum, eins og lífið býður upp á,“ segir hann. Útilokar ekki söng með Kristjáni Jóhann Már er ekki langskólagenginn söngvari, tók á sín- um tíma söngtíma hjá Sigurði Demetz einn vetrarpart á Akureyri er hann söng með Karlakórnum Geysi, en hugur hans stefndi aldrei til frekara söngnáms. Aðstæður hög- uðu því þannig til að búskapur í sveit var hans helsti draumur sem ungur maður. Söngurinn er einfaldlega í blóðinu og hann segist æfa sig reglulega við ágætar að- stæður, þó ekki heima í hlýrri stofunni heldur úti í fjár- húsinu eða hlöðunni. „Þar syng ég mikið og held röddinni þannig við. Þetta er eins og með hástökkvarann, ef hann æfir ekki stökkin þá er þetta búið. Ég hef oft montað mig af því að hafa fleiri hundruð áheyrendur á æfingum,“ seg- ir Jóhann og hlær, líkast til sá bóndi sem er með einna söngelskasta sauðféð í Skagafirði og þótt víðar væri leitað. Sem fyrr segir er Jóhann Már „Konnari“ og leiðtoginn í fjölskyldunni, Kristján Jóhannsson, er nýlega fluttur heim til Íslands eftir langa dvöl á Ítalíu. Þeir bræður hafa ekki mikið sungið saman, helst þá á fjölskyldumótum, en með óvæntri heimkomu Kristjáns gætu líkur hafa aukist á að þeir stígi á svið opinberlega. „Það er aldrei að vita nema að það gerist einhvern tímann,“ segir söngvarinn og sauðfjárbóndinn í Keflavík að endingu. Jóhann Már Jóhannsson á æfingu í fjárhúsunum í Keflavík í Skagafirði. Hann hefur fleiri hundruð áheyrendur. Ljósmynd/Pétur Ingi Björnsson Kominn tími til að poppa karlinn upp Meðfram sauðfjárbúskap í Skagafirði hefur „Konnarinn“ Jóhann Már Jó- hannsson gefið sér tíma til að und- irbúa fjórðu einsöngsplötuna sem frá honum kemur á löngum ferli. Jóhann tekur aríur iðulega í fjárhúsunum. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ef ég myndi hlusta á þennan disk eftir 10 til 15 ár, og þetta yrði sagður síðasti diskurinn, þá myndi ég spyrja af hverju í and- skotanum söng hann ekki á annan.“ HLEÐSLUTÆKI SNILLDARJÓLAGJÖF BÍLDSHÖFÐA 12 / 110 RVK / 577 1515 / SKORRI.IS 15% JÓLAAFSLÁTTUR AF ÞESSUM FRÁBÆRU TÆKJUM

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.