SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Qupperneq 14

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Qupperneq 14
M amma Gógó fjallar um kvikmyndaleikstjóra sem þráir ekkert heitar en viðurkenningu og ást þjóðar sinnar. Af einhverjum ástæðum er gatan ekki eins greið og hann hugði og eitt- hvað eru fjármálin líka að flækjast fyrir honum. Til að bæta gráu ofan á svart veikist móðir hans af Alzheimer- sjúkdómnum og þarf að komast á þar til gerða stofnun. Það reynist þrautin þyngri, enda blessuð konan óvön að láta segja sér fyrir verkum. Myndin verður frumsýnd 30. des- ember næstkomandi. Kvikmyndaleikstjórinn er aldrei nefndur á nafn í mynd- inni en fram kemur að hann er Friðriksson. Hann á móður sem kölluð er Gógó og er að frumsýna Börn náttúrunnar. Beint liggur við að spyrja Friðrik Þór Friðriksson hvort hér sé um sjálfsævisögulegt verk að ræða. Hann hallar undir flatt, þar sem hann hefur komið sér makindalega fyrir í leðursófa. Brosir í kampinn. „Helvíti er ég eitthvað þyrstur. Ég var að koma úr fótbolta og skoraði úrslitamarkið. Það var dásamleg tilfinning,“ segir hann hróðugur. Einmitt það. Ég samgleðst Friðriki Þór. Það er engu líkt að skora mark. Hvað þá úrslitamark. En um það var ekki spurt. „Já, myndin,“ byrjar Friðrik Þór kankvís. „Móðir mín, Guðríður B. Hjaltested, er vissulega kölluð Gógó og hefur glímt við Alzheimer-sjúkdóminn undanfarinn áratug eða svo. Hún varð 95 ára á degi Maríu meyjar. Karakterinn í myndinni er byggður á henni og flest atriðin sem snúa að mömmu Gógó og veikindum hennar eiga sér stoð í veru- leikanum. Að öðru leyti er þessi mynd hreinn skáld- skapur.“ Hann segir fólki þó í sjálfsvald sett hvernig það taki þessu. „Það má vel vera að einhverjir tengi þennan ágæta kvik- myndaleikstjóra við mig. Það er mér að meinalausu, aðal- atriðið er að fólk njóti myndarinnar.“ Tilvísanir í allar áttir Hann segir Mömmu Gógó gerast í óræðum tíma en atburðir liðinna ára hér á landi fléttist inn í söguna. „Ég varð að setja smá hrun í þetta. Annars eru tilvísanir í allar áttir og kvik- Skop- skynið er dyggð Mamma Gógó nefnist nýjasta kvikmynd Friðriks Þór Friðriks- sonar. Hermir þar af kvikmynda- leikstjóra nokkrum sem glímir í senn við höfnun í starfi og alvar- leg veikindi móður sinnar. Kvikmyndir Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.