SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Blaðsíða 17
13. desember 2009 17 Eins og djöflar tali Friðrik Þór Friðriksson hefur kynnst Alzheimer-sjúkdómnum vel gegn- um veikindi móður sinnar. Hann segir merkilegt að Alzheimer eigi sér stað í sömu heilaflögu og ein- hverfa, en um hana fjallaði Friðrik Þór einmitt í sinni síðustu mynd, heimildarmyndinni Sólskinsdreng, sem vakið hefur mikla athygli víða um heim. „Alzheimer er umfram allt ófyr- irséður sjúkdómur,“ segir hann. „Persónuleikabreytingin getur orð- ið svo mikil að maður hreinlega trúir því ekki. Eina mínútuna er eins og djöflar tali gegnum sjúk- linginn en þá næstu kemur karakt- erinn aftur fram og þá man aum- ingja manneskjan ekkert hvað hún var að segja. Þetta er stór- furðulegt.“ Stutt í lækningu Friðrik Þór segir fáa vita að það er stutt í lækningu við Alzheimer. „Sjúkdómurinn er til þess að gera einfaldur viðureignar fyrir vís- indamenn og hefði Íraksstríðið ekki brotist út væru þeir sennilega búnir að leysa málið. Þeir bíða bara eftir fjármagni til að stunda sínar rannsóknir og um leið og stríðinu lýkur munu þeir finna lækningu á tiltölulega skömmum tíma – líklega fimm árum.“ Friðrik Þór áttaði sig fljótt á því að hann gat nálgast móður sína gegnum gamlar ljósmyndir eftir að hún veiktist. Það mun vera algengt með einverfa líka. Það er eins og myndirnar hafi róandi áhrif á fólk. „Margir Alzheimer-sjúklingar eru mjög órólegir og þetta getur verið góð leið til að róa þá niður. Sama má segja um einhverfa. Ég nefndi þetta við virtan vísindamann á sín- um tíma og hann furðaði sig á því að ég hefði áttað mig svona fljótt á þessu. Það hafði tekið hann fimm- tán ár að komast að sömu nið- urstöðu með þrotlausum rann- sóknum og önnur tíu ár að komast að því að ekkert samhengi er milli Alzheimer og einhverfu.“ Sólskinsdrengurinn hefur vakið verðskuldaða athygli. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.