SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Page 18

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Page 18
18 13. desember 2009 H alldóra Dröfn Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að starf barnaverndar sé frekar lokaður heimur og um hann leiki viss dulúð. Þetta markist af því að ströng þagnarskylda hvíli á starfs- mönnum barnaverndar. Þeir megi ekki tjá sig um einstök mál á opinberum vettvangi. „Þessi mál eru auðvitað mjög viðkvæm. Við erum oft á tíðum að koma inn í líf fólks á tímum þegar það vill síst opna líf sitt fyrir öðrum.“ Foreldrum unglinga finnst stundum ekki nóg að gert Barnavernd Reykjavíkur fékk á síðasta ári um 4000 til- kynningar, en það er um helmingur af öllum málum sem berast til barnaverndarnefnda á landinu. Um 1.700 börn tengjast þessum 4000 málum. Starfsmenn Barnaverndar, sem starfa í umboði Barnaverndarnefndar Reykjavíkur, afgreiða flest þessara mála án beinna afskipta nefnd- arinnar. Lítill hluti málanna fer til nefndarinnar, en það eru erfiðustu málin, eins og mál þegar börn þurfa að fara í fóstur. Starfsmenn Barnaverndar funda vikulega þar sem farið er yfir tilkynningar sem hafa borist. Þar eru teknar ákvarðanir um hvaða mál fari í könnun, sem kallað er. Það sem af er þessu ári hafa rúmlega 600 ný mál verið tekin til skoðunar, en tilkynningarnar eru yfir 3.600. Hluti af þessum tilkynningum fer inn í mál sem þegar eru í vinnslu. Margar tilkynningar geta borist á sama barn. Dæmi um mál sem eru afgreidd án þess að þau séu könnuð sérstaklega eru tilkynningar frá lögreglu um af- brot barna. Þar getur verið um að ræða tilkynningar frá lögreglu um þjófnaði í verslunum, veggjakrot og fleira. Barnavernd Reykjavíkur lætur nægja að skrifa foreldrum þessara barna bréf þar sem tilkynnt er um afbrotið. Þegar barn hefur verið staðið að ítrekuðum þjófnuðum kallar Barnaverndin barnið og foreldra þess til fundar þar sem farið er yfir málið. Halldóra segir að foreldrar unglinga í þessari stöðu séu oftar en ekki þakklátir fyrir afskipti starfsmanna Barna- verndar og þyki þeir stundum ekki gera nóg, unglingarnir búnir að sprengja af sér alla ramma heima og farnir að sýna mikla áhættuhegðun. Þegar kemur að afskiptum starfsmanna vegna yngri barna eru foreldrar hins vegar oft stressaðir og í varnarstöðu. Flest mál unnin í góðri samvinnu foreldra og Barnaverndar Tilkynningar berast til Barnaverndar eftir ýmsum leiðum. Lögregla, heilsugæslan og skólar senda inn tilkynningar, en einnig berast margar tilkynningar frá fólki sem þekkir til aðstæðna barnsins. Samkvæmt lögum getur sá sem sendir tilkynningu til barnaverndar notið nafnleyndar. Þetta á þó ekki við um opinbera aðila. Halldóra segir að þó þessi nafnleynd sé nauðsynleg skapi hún líka stundum vandamál. Foreldrar séu oft mjög uppteknir af því hver sendi inn tilkynningu. Ef marka má umræðu í fjölmiðlum um barnavernd- armál mætti álykta sem svo að mál sem berast til Barna- verndar væru unnin í miklum ágreiningi. Halldóra segir að þetta sé alls ekki rétt. Mikill meirihluti mála sé unninn í góðri samvinnu foreldra og starfsmanna Barnaverndar. Starfsmenn veiti leiðbeiningar og bendi foreldrum á úr- ræði sem styrki þau í foreldrahlutverkinu. Stuðnings- úrræðin eru t.d. stuðningsfjölskyldur þar sem fjölskyldur létta tímabundið undir með foreldrum, sálfræðiþjónusta, stuðningur inni á heimili þar sem starfsmaður Barna- verndar kemur og aðstoðar og leiðbeinir foreldrum við uppeldi barna, sálfræðiviðtöl, listmeðferð og fleira. Eitt úrræðið getur líka falið í sér að foreldri fari í vímuefna- meðferð og að börn fari í tímabundið fóstur á meðan. Best að barnið alist upp hjá foreldrum sínum Eitt af hlutverkum starfsmanna Barnaverndar er að sinna eftirliti með börnum sem tilkynnt hefur verið um. Þetta eftirlit er m.a. rækt með svokölluðu óboðuðu eftirliti. Þá mætir starfsmaður Barnaverndar inn á heimili án þess að gera boð á undan sér. Foreldrar hafa þó áður samþykkt þetta fyrirkomulag. Þessar eftirlitsferðir eru bæði hugs- aðar til að hægt sé að kanna aðstæður barnanna og eins til að veita foreldrum ráðgjöf og leiðbeiningar. Barnavernd hefur heimild til valdbeitingar og stundum er nauðsynlegt fyrir starfsmenn að grípa til þess. Þetta getur t.d. gerst þegar börn eru fjarlægð af heimili þegar þau eru þar í reiðileysi vegna áfengis- eða vímu- efnaneyslu foreldra. Halldóra segir að því fari fjarri að þetta gerist alltaf í andstöðu við foreldrana. Foreldarnir sjái oft sjálfir að þeir séu ekki í ástandi til að hugsa um börn sín og það sé börnunum fyrir bestu að fara af heim- ilinu. Oftast nær fari barnið þá til ættingja, afa og ömmu eða pabba ef foreldrar búi ekki saman. Stundum fari barnið á vistheimili eða til stuðningsfjölskyldu. Halldóra segir að mál sem tengjast vímuefnaneyslu for- eldra séu því miður mörg. „Markmið okkar er að barnið fari aftur heim til foreldra sinna þegar aðstæður á heimilinu „Vilja bara að mamma og pabbi séu edrú“ Í sögu Astrid Lindgren um Línu langsokk er dregin upp heldur neikvæð mynd af fulltrúum barnaverndarnefndar. Konurnar í nefndinni bera vissulega umhyggju fyrir Línu en hugsun þeirra er svo kassalaga að þær virðast ekki geta komið auga á hvað er Línu fyrir bestu. Þessi mynd af starfsmönnum barnaverndar er býsna lífseig. Sumir virðast hafa efasemdir um að það sé unnið gott starf á vegum barnaverndarnefnda. Börn Egill Ólafsson egol@mbl.is Barnaverndarnefnd Reykjavíkur 2009 Fjöldi barna sem tilkynnt var um: 1.789 Fjöldi tilkynninga: 3.647 Tilkynningar sem bárust í gegnum 112: 286 Fjöldi barna þar sem ákveðið var að hefja könnun: 609 (eða könnun/vinnsla þegar í gangi) Um50% allra mála sem berast til barnaverndarnefnda á landinu Dæmi um mál sem eru afgreidd án þess að þau séu könnuð sérstaklega eru tilkynningar frá lögreglu um afbrot barna, t.d. vegna þjóðnaðar í verslunum, veggjakrots og fleira. Þá er bréf skrifað til foreldra barnsins og þeim tilkynnt um brotið. Sé barn staðið að ítrekuðum þjófnaði kallar Barnavernd barnið og foreldra þess á fund.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.