SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Síða 21

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Síða 21
13. desember 2009 21 I nni á skrifstofu Braga Guðbrandssonar hangir listaverk eftir nafna hans Ásgeirsson á vegg. Verkið er sett sam- an úr dúkkupörtum, höfuð, búkar, handleggir og fót- leggir í einni kös á djúpbláum grunni. „Þetta eru brotnu börnin,“ segir Bragi þegar hann sér að blaðamanni verður starsýnt á verkið og bætir við að það hafi fylgt sér úr félagsmálaráðuneytinu þegar hann tók við starfi forstjóra Barnaverndarstofu. Brotin börn eru viðfangsefni Braga. Hann segir að kjarninn í og markmiðið með barnaverndarvinnu sé að veita for- eldrum og uppalendum þann stuðning, sem þeir þurfi á að halda til að leysa uppeldishlutverkið eins farsællega af hendi og frekast sé kostur. Sú vinna getur verið flókin og ekki auð- veldar málin að fjöldi barnaverndarmála virðist hafa aukist í kjölfar efnahagshrunsins. „Tilkynningum hefur fjölgað umtalsvert fyrstu sex mán- uði ársins, um tuttugu prósent á landsvísu, þannig að ein- faldlega eru fleiri mál í vinnslu,“ segir Bragi. „Svo er álagið á starfsliðið líka mun meira en verið hefur og hefur lengi verið ærið.“ Hann kveðst hins vegar telja að aðrir samfélagsþættir spili inn í þessa harðvítugu umræðu eða hörðu gagnrýni, sem barnaverndaryfirvöld hafa sætt að undanförnu. Krafan um gagnsæi „Annars vegar lifum við á tímum þar sem traust manna á ýmsum undirstöðustofnunum samfélagsins hefur farið þverrandi í kjölfar þeirra áfalla, sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum,“ segir hann. „Hins vegar er stutt síðan við gengum í gegnum uppgjör vegna þessara gömlu barna- verndarstofnana – tímabært uppgjör þar sem var kroppað ofan af sárum og það var mjög sársaukafullt fyrir marga.“ Bragi segir að umræða um barnaverndarmál geti verið ómálefnaleg og byggst á miklu skilningsleysi á því hvað barnaverndarmál eru í raun gríðarlega flókin úrlausnarefni. Um leið sé þessi umræða þó réttmæt og nauðsynleg. „Við búum í lýðræðisþjóðfélagi þar sem verður að gera þá kröfu til opinberra stofnana að starfsemi þeirra sé gegnsæ ef við viljum ætlast til að fólk beri traust til þeirra,“ segir hann. „Í þessu felst sú skylda okkar, sem störfum við barnavernd, að leitast við af fremsta megni að varpa ljósi á þau úrlausn- arefni, sem við okkur blasa, uppfræða almenning um eðli þessara mála og þeirra reglna og verklagsaðferða, sem unnið er eftir. Með nokkrum rétti má halda fram að við höfum ekki staðið okkur sem skyldi í þessari samfélagslegu umræðu. Barnaverndarstarfsmenn hafa kosið að taka enga áhættu og gjarnan haldið sig til hlés í þessari umræðu og látið skamm- irnar dynja á sér.“ Bragi kveðst oft vera spurður hvers vegna barnavernd- aryfirvöld tjái sig ekki um mál þegar aðrir aðilar málsins hafi sagt sína hlið og lagt spilin á borðið. „Svarið er barnanna vegna, þau geta ekki veitt upplýst samþykki,“ segir Bragi. „Sú umræða, sem er skráð á síðum dagblaða eða með öðrum hætti, hverfur ekki. Hvaða rétt höfum við til að gera líf þessara barna að opinni bók.“ Hann segir að það sama eigi ef til vill við um aðstand- endur, en þó verði að sýna þeim skilning. „Við, sem störfum að barnaverndarmálum, þurfum líka að hafa hugfast að við erum oft að vinna með fólk, sem á margan hátt hefur átt erf- itt hlutskipti í lífinu og á kannski ekki annan auð en börnin. Þegar blasir við að það á jafnvel á hættu að missa það eina í lífinu, sem það telur sig hafa, grípur það til varnar. Þetta verðum við barnarverndarstarfsmenn að virða, skilja og hafa samúð með og megum ekki taka of nærri okkur þó að þung orð falli í okkar garð. Það er hluti af okkar tilvist.“ Bragi telur hins vegar að umræðan geti gengið of langt. „Staðreyndin er sú að ef hlutirnir eru málaðir í jafn dökkum litum og raun ber vitni í fjölmiðlum er þess skammt að bíða að ekki fáist nokkur maður til að sinna þessum störfum og það getur einnig orðið til þess að þeir treysta sér ekki í erf- iðar en nauðsynlegar aðgerðir. Það getur í sumum tilvikum kostað líf barna. Viljum við slíkt samfélag þar sem barna- verndarstarf er í molum vegna þess að fólk treystir sér ekki lengur til að koma nálægt því?“ Hann segir að þetta eigi ekki aðeins við um barnavernd- arstarfsmenn, heldur einnig fósturforeldra. „Í hverju samfélagi á augljóslega hluti barna ekki kost á að alast upp hjá foreldrum sínum og þá þarf að koma til hjálp- ar,“ segir Bragi. „Á meðal annarra Evrópuþjóða hafa verið sett upp munaðarleysingjahæli, stofnanir, til þess að annast þetta hlutverk. Yfir okkur á Íslandi er svo mikil gæfa að fólk er tilbúið að leggja líf sitt undir til að koma til bjargar og ala upp börn sem ekki hafa átt þess kost að njóta umönnunar foreldra sinna. Þetta er einn dýrmætasti auðurinn okkar í barnaverndarstarfi á Íslandi. Ég veit ekki hvort menn gera sér grein fyrir því, en vel á fjórða hundrað börn eru í fóstri á Íslandi til lengri eða skemmri tíma. Þetta geta verið tíma- bundnar ráðstafanir vegna erfiðleika foreldra, sem eru að leita sér meðferðar eða hjálpar út af ýmsum sjúkdómum eða erfiðleikum. Eða þetta geta verið fósturfjölskyldur, sem taka börn í fóstur til frambúðar. Án þessa góða fólks gætum við ekki rækt gott barnaverndarstarf á Íslandi.“ Flestir yfirvinna mótlæti í æsku Að sögn Braga er réttaröryggi þess fólks, sem á í viðskiptum við barnaverndarnefndirnar miklu meira í dag en það hefur nokkurn tímann verið áður. „Þessi mál hafa gerbreyst á öllum sviðum,“ segir hann. „Í fyrsta lagi eru úrræðin í dag allt önnur og miklu fjölbreyttari og öflugri en tíðkaðist til dæmis þegar Breiðavík starfaði. Í öðru lagi eru starfsaðferðirnar og markmiðin að nokkru leyti önnur. Formlegar málsmeðferðarreglur lúta mun strangari kröfum í dag og réttarstaða skjólstæðinganna miklu betri en áður þekktist og hugmyndir manna og þekking hafa tekið stórkostlegum breytingum. Kerfið, sem við höfum í dag, er í öllum aðalatriðum gjörólíkt því sem var á sínum tíma.“ Bragi segir að ógnvænlega stórt hlutfall barnaverndarmála tengist fíknisjúkdómum, geðsjúkdómum og fátækt með ein- um eða öðrum hætti. „Erfiðast er að glíma við þennan félagslega arf. Þegar börn fara á mis við atlæti og gott uppeldi vegna einhverra áfalla, sem dundu yfir í barnæsku, koma margir út í lífið og inn í foreldrahlutverkið vanbúnir til að takast á við það. Ég álít að þessi hópur þurfi sérstakt utanumhald og stuðning til að losna úr þessari sjálfheldu. Þó má aldrei gleyma að flestir – rannsóknir segja okkur 70 til 80% – þeirra sem verða fyrir mótlæti í bernsku ná að yfirvinna það og koma út sem mjög sterkir og félagslega heilbrigðir einstaklingar. Það er mikill misskilningur að ætla að slagurinn sé tapaður hjá börnum, sem alast upp í umhverfi, sem er andsnúið þeim. Við getum lært af þessum einstaklingum því að þeir eru sigurveg- ararnir. Þeir hafa yfirunnið mótlætið og komið út heilir. Þannig að þeim mun meiri stuðningur og bjargir, sem eru þessum börnum tiltæk, þeim mun meiri líkur eru á því að þau nái að yfirvinna mótlæti í bernsku. Þessi vitneskja er gulrótin og ástæðan fyrir því að ég er í barnaverndarvinnu – þetta starf ber árangur.“ Þetta starf ber árangur Ólíkt því sem gerist víðast hvar í Evrópu eru engin munaðarleys- ingjahæli á Íslandi. Þess í stað eru fundnir fósturforeldrar fyrir börn, sem ekki fá notið umönnunar foreldra sinna. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að fósturforeldrar séu einn dýr- mætasti auðurinn í barnaverndarstarfi á Íslandi. Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Bragi Guðbrandsson við listaverkið eftir Braga Ásgeirsson, sem hann segir táknrænt fyrir starf sitt í barnaverndarmálum. Morgunblaðið/Golli band og tilkynnti um 15-16 ára stúlku sem væri farþegi í bifreið. Hún væri þar í fé- lagsskap manna sem ekki gæti talist eðli- legt að svo ung stúlka umgengist. Lög- reglan ók stúlkunni heim. Kl. 21 fylgdi Helga barni til föður síns vegna umgengnismáls. Stundum stoppar síminn ekki Helga sagði að aðfaranótt mánudags hefði verið róleg og hún hefði því getað mætt út- sofin til vinnu. Hún sagði að meginmarkmið starfsmanns á bakvakt væri að búa svo um hnútana að börn byggju við sæmilega trygg- ar aðstæður um helgina. Málin væru síðan unnin áfram þegar aðrir starfsmenn Barna- verndar kæmu til starfa á mánudegi. Helga sagði að þetta hefði verið nokkuð dæmigerð helgi. Stundum væri rólegra, en stundum stoppaði síminn ekki. Að þessu sinni hefði verið hægt að leysa málin í gegn um síma. Ekkert mál sem varðaði ungt barn hefði komið upp. Helga var spurð hvort hún gæti nefnt eitthvert dæmigert mál þar sem Barna- vernd þyrfti að hafa afskipti af ungum börn- um. Hún sagði að mál sem vörðuðu vímu- efnaneyslu foreldra kæmu alltaf öðru hverju til kasta Barnaverndar, bæði um helgar og í miðri viku. Þegar starfsmaður Barnaverndar væri kallaður til væri lög- reglan yfirleitt komin á staðinn, stundum líka einhverjir aðrir ættingjar foreldranna. Taka þyrfti ákvörðun um hvað ætti að gera við barnið. Oftast færi það til náinna ætt- ingja en stundum inn á vistheimili Barna- verndar á Laugarásvegi. Foreldrar í vímu á þvælingi með börnin Helga sagði stundum koma fyrir að for- eldrar í áfengisvímu eða annarri vímu væru að þvælast úti með börn sín. Foreldrarnir hefðu þá kannski verið að skemmta sér, komið heim og sent barnapíuna heim og síðan farið aftur út með barnið á einhvern þvæling. Í slíkum málið væri eins og áður reynt að finna út hvert barnið gæti farið. Stundum væri helst hægt að fá svör frá barninu sjálfu um hver væri oftast að passa það. Helga sagði líka koma fyrir að börn væru skilin ein eftir. Það væri þá kannski einhver unglingur að passa, en foreldrarnir skiluðu sér ekki heim eftir nóttina. Unglingurinn væri þá einn með barnið án þess að valda almennilega því hlutverki sem hann væri settur í. bjarga“ mönnum sem þær búi með. „Það getur verið erfitt fyrir konurnar að losna úr slíkum samböndum. Þær búa yfir upp- lýsingum úr glæpaheiminum og sá heimur byggist á ofbeldi.“ Halldóra segir ekki hægt að neita því að börn þessara foreldra séu í ákveðinni áhættu. Starfsmenn Barnaverndar verði hins vegar að horfa á hvert mál og meta aðstæður barnanna. Dæmi eru um að menn hafi stundað umtalsverða kanna- bisræktun á heimili þar sem börn búa og eins fari þar fram sala á fíkniefnum. Slíkt kalli auðvitað á viðbrögð Barnaverndar. Málin horfi kannski aðeins öðruvísi við þegar kannabisræktunin eigi sér stað í at- vinnuhúsnæði úti í bæ. Heilsa eða líf ófædds barns í hættu alls: .........................18 Heilsa eða líf ófædds barns í hættu: 18 Hversu oft var barn í yfirvofandi hættu: 107

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.