SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Page 23

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Page 23
13. desember 2009 23 unargáfan bælist. Það var gerð merkileg rann- sókn þar sem fólk var látið vinna undir venjulegu áreiti frá interneti, farsíma, spjallrásum og tölvupósti, eins og fólk gerir almennt í vinnunni ef það á annað borð vinnur í tölvuumhverfi. Við þessar aðstæður mældist greindin hjá fólki skerðast meira en við hassneyslu. Þetta áreiti hefur semsagt svo deyfandi áhrif á greind okkar að við ættum frekar að reykja hass í vinnunni en að leggja þessar aðstæður á okkur.“ Þið eruð búin að vera saman mjög lengi. Hvernig kynntust þið? Karl Ágúst: „Það var engin tilviljun. Við kynnt- umst á söngskemmtun á gamla Broadway í Mjóddinni þar sem við vorum bæði viðhengi í vinahóp. Þegar ég mætti til að sækja frátekinn miða þá var enginn miði og uppselt á skemmt- unina. Konan í afgreiðslunni vildi allt fyrir mig gera og hóf leit að miðanum og komst að því að einhver Ásdís Olsen hefði sótt hann. Eftir nokkra rannsókn kom í ljós að Ásdís hafði fyrir mis- skilning fengið tvo miða og annar var miðinn minn. Á endanum fékk ég miðann í hendurnar og lenti við borð hjá þessari ókunnu stúlku.“ Ásdís: „Þetta var svona korter-í-þrjú-stemning á Broadway árið 1987.“ Karl Ágúst: „Það er ekki alveg satt. Við spjöll- uðum og dönsuðum saman og töluðum svo sam- an alla nóttina.“ Skilnaður og ný tenging Það er ekki langt síðan þið skilduð um tíma en tókuð aftur saman nokkrum mánuðum seinna. Hvað gerðist? Ásdís: „Ég held að við höfum bara haft gott af því af því að skilja. Hvað mig varðar þá þurfti ég að aðgreina mig og komast að því hvar ég byrjaði og hvar ég endaði. Ég hafði verið afar stjórnsöm og fundist ég bera ábyrgð á lífi og hegðun allra í fjölskyldunni. Það segir sig eiginlega sjálft að ég þreifst ekki vel í þessum aðstæðum og þetta var heldur ekki sérlega skemmtilegt fyrir Kalla. Við skilnaðinn tókst mér að huga svolítið að sjálfri mér og sleppa tökunum á öðrum. Ég þurfti þennan tíma, sjálfstæði og frelsi til að skilgreina mig sem einstakling eftir að hafa verið í sam- bandi allt mitt líf. Við vorum komin í andlegt samkrull þar sem við vissum ekki lengur hvað sneri upp eða niður á okkur sjálfum.“ Karl Ágúst: „Þetta var erfiður tími en mjög lær- dómsríkur. Ég held að við höfum bæði þurft á því að halda að vinna í sjálfum okkur. Ég veit að ég þurfti á því að halda. Ég fór að skoða ýmsa hluti sem ég var hættur að taka eftir. Í langri sambúð verður ýmislegt að vana og maður hættir að velta sambandinu fyrir sér. Þegar maður stendur skyndilega einn og þarf að skoða hlutina upp á nýtt, þá fer maður í innri skoðun, sem er mjög holl og skilar miklu ef maður hefur heiðarleika og þor til að horfast í augu við sjálfan sig.“ Hvers vegna tókuð þið aftur saman? Ásdís: „Við bara hoppuðum upp í rúm einn dag- inn. En það er auðvitað erfitt að skilja og það myndast tómarúm sem erfitt er að fylla ef sam- bandið er á annað borð einhvers virði. Svo þurft- um við auðvitað að vinna í sambandinu og gerð- um það, skoðuðum samskiptin og hvað væri viðkvæmt í þeim og hvað þyrfti að laga. Ég held reyndar að hjónaband geti verið skálkaskjól þar sem hvorugur aðilinn þrífst vel. Ég vil ekki vera í þannig hjónabandi. Gott hjónaband er fínt en það er engin töfralausn.“ Karl Ágúst: „Mér hefur fundist dýrmætt að fá sambandið okkar aftur upp í hendurnar og að fá tækifæri til að tengjast á nýjan hátt og jafnvel upplifa nýja hluti sem við höfðum ekki áður leyft okkur.“ Haldið þið að þið verðið saman það sem eftir er? Ásdís: „Það væri heimskulegt að lofa einhverju um það. Aðalatriðið er að leggja rækt við að vera sáttur á þeim stað sem maður er á hverju sinni.“ Karl Ágúst: „Ég vil enn vitna í þessa góðu bók en þar er fjallað um það hversu mikils virði það er að finna hamingjuna í hjónabandinu. Þegar komin er þreyta í sambandið og það er ekki eins spennandi og það var einu sinni, þá vill fólk oft finna eitthvað nýtt. Tal Ben-Shahar segir að þetta sé ekki rétt hugsun, heldur eigi maður ein- mitt að vinna í sambandinu og gera gott úr því sem maður á í stað þess að henda því og finna sér eitthvað nýtt. Lykilatriðið er að þora að vera maður sjálfur, þora að sýna maka sínum hver maður er. Þetta hef ég átt ofboðslega erfitt með, en ég er að læra – mér er að fara fram. Ég veit að þetta er einn af þeim lyklum sem ég þarf til að finna hamingjuna – að sýna mig eins og ég er í raun og veru.“ Ásdís: „Einn af frösunum úr bókinni er á þessa leið: Leyfðu þér að vera breysk manneskja. Mér skilst að það sé heitið á næstu bók Tals Ben- Shahars. Ég bíð spennt eftir henni.“ Morgunblaðið/Kristinn Karl Ágúst og Ásdís Skilja hamingjuna mun betur en áður.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.