SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Side 25
13. desember 2009 25
Skegghúfa Hönnuður: Vík Prjónsdóttir. Sölustaðir: Þjóðminjasafnið, birkiland.com.
Verð: 9.900 kr.
Tinni: Þessi nútímaútfærsla lambhúshettunnar er með feitt yfirvaraskegg ásaumað
og gerir það að verkum að maður getur haldið kúlinu í slagviðri.
Kristján: Flott tilbrigði við lambhúshettuna og dæmi um skemmtilega hönnun sem
byggist á gömlum grunni. Sakar ekki að það er léttur jólasveinablær yfir húfunni líka.
Hringa-skartgripir Hönnuður: Inga Bachmann skart-
gripahönnuður. Sölustaður: Hringa, Laugavegi.
Sigríður: Þarna má finna margt ótrúlega einfalt og fallegt.
Dæmdur vasaklútur Hönnuður: Sruli Recht vöruhönnuður. Sölu-
staður: Vopnabúrið, Hólmaslóð. Verð 16.000 kr.
Kristján: Vasaklútur fyrir herramenn – úr sérstöku skotheldu efni
(„Military Grade Ballistic-Strength Fibre“). Ef þú átt hjarta ein-
hvers slíks – og vilt halda upp á það – þá er þetta rétta gjöfin.
Sjónabók Hönnuður:
Birna Geirfinnsdóttir.
Fæst í bókabúðum.
Verð 16.690 kr.
Kristín: Gullfalleg og
vel hönnuð bók sem
veitir endalausan inn-
blástur og hlýju.
Manfreð Vilhjálmsson arkitekt Fæst í bókabúð-
um. Verð: 6.990 kr.
Kristín: Vandað yfirlit yfir verk Manfreðs Vilhjálms-
sonar arkitekts. Það er sérstaklega ánægjulegt að
rýna í vandaðan arkitektúr Manfreðs eftir þau
verktakaslys síðustu ára sem meiða augað víða
um borg og fyllast von um betri tíð sem óneit-
anlega hlýtur að fylgja í kjölfar þess að skrásetja
það sem vel er gert í vandaðri bók.
Elísabet: Já, jólin eru tími bóka – ekki nóg að nefna
aðeins eina og ekki oft sem hægt er að velja í jóla-
pakkann íslenskar bækur um hönnun og arkitekt-
úr. Bók sem mér finnst mikill fengur inn í umfjöllun
um íslenska hönnun er bók um vandaðan íslensk-
an arkitektúr sem ekki er vanþörf á að sýna í ljósi
neikvæðrar þróunar síðastliðinna ára. Bókin um
verk Manfreðs Vilhjálmssonar arkitekts – vonandi
sú fyrsta af mörgum í ritröð um arkitekta – er í rit-
stjórn Péturs H. Ármannssonar og Halldóru Arn-
ardóttur. Bókin er ítarlegt yfirlitsrit og sannkölluð
perla. Hún er mikilvæg ábending um það að til er
vandaður arkitektúr á Íslandi sem tekur mið af um-
hverfi og aðstæðum.
Kria Jewelry, skartgripir Hönnuður: Jóhanna Methúsalemsdóttir.
Go with Jan fylgihlutir fyrir dömur og herra Hönnuður: Guðjón Sigurður
Tryggvason fatahönnuður.
Erró minnistaflan Hönnuður: Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir grafískur hönn-
uður, www.ihanna.net.
Magneat Hönnuður: Preggioni, www.magneat.com.
Thelma design höfuðskraut Hönnuður: Thelma Björk fatahönnuður.
Rocking Records Hönnuður Berglind Snorradóttir vöruhönnuður.
Háglös - Hoch de Tassen Hönnuður: Hrafnkell Birgisson vöruhönnuður.
Trefill frá MUNDA Hönnuður: MUNDI.
Rafskinna DVD Magazine.
Grænn Ópal Nói Siríus / Atli Már Árnason.
Tools you bake Hönnuður: Hrafnkell Birgisson / Sebastina Summa.
Gjafakort frá Kría Cycles Hönnuður: David Robertsson arkitekt.
Kökudiskur Hönnuður: Ingibjörg Gunnlaugsdóttir.
Sauðabindi Hönnuður: Herra Mókollur.
Ullarnærföt frá Víkurprjóni.
Hringur frá Aurum Hönnuður: Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir. skart-
gripahönnuður.
Súkkulaðifjall Hönnuður: Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður í samstarfi
við Hafliða Ragnarsson.
Þetta var líka nefnt
jólapakkann
Virðing
Réttlæti
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn eftir framboðum
í stjórn og trúnaðarráð félagsins. Um er að ræða 7 sæti í stjórn
og 82 í trúnaðarráði.
Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn skriflegt
erindi til kjörstjórnar á skrifstofu VR.
Skrifleg meðmæli 10 félagsmanna þarf vegna framboðs til setu í
stjórn. Framboð til setu í trúnaðarráði er hægt að senda rafrænt
á kjorstjorn@vr.is.
Framboðsfrestur er til kl. 12:00 þann 31. desember 2009.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar eru á vef VR www.vr.is.
Þá er hægt að leita frekari upplýsinga hjá kjörstjórn VR með því að hafa
samband við skrifstofu félagsins.
Hefur þú áhuga á að
starfa í forystu VR?