SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Side 31
Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur
sími 561 0055 • www.ormstunga.is
Helgi Ingólfsson
Þegar kóngur kom
Litrík og spennandi Reykjavíkursaga frá 19. öld.
Í þessari sögulegu skáldsögu er endurskapað andrúm liðinna tíma, þegar menn voru upprifnir af ætt-
jarðarást og þó trúir sínum arfaherra, frásögn af kóngi og kotbýlingum, skólapiltum og skáldum, emb-
ættismönnum og efristéttarkonum, þénustupíum og þurrabúðarkörlum.
Haraldur Bessason
Guðir og menn
Greinarnar sem hér birtast búa yfir óvenjulegum töfrum. Yfir þeim er andi heiðríkjunnar þar sem
saman fara fræði, innsæi og kímni. Þær tengjast gjarnan hinu tímalausa í tilverunni og hjálpa okkur
þannig til að hefja okkur yfir ringulreiðina og komast í einhvers konar snertingu við kjarnann.
Stefán Sigurkarlsson
Raddir frá Hólmanesi
Hér segir af mannlífinu við Jökulflóa, einkum fólkinu í þorpinu Hólmanesi, leyndardómum þess, sorg-
ar- og gleðistundum, bæði heima og heiman.
„[…] býsna skemmtileg […] Ég á örugglega eftir að grípa oft í þessa bók.
– Þórdís Gísladóttir. Miðjan.is. 8. des. 2009.
„Bókin er stórskemmtileg, hún er eiginlega þannig að maður leggur hana ekki frá sér þegar maður er byrj-
aður. […] Sagan af apótekaranum er svo drepfyndin að maður á varla orð, en lýsir samt þessum veruleika í
smáplássinu.“
– Sigurður G. Tómasson, Útvarpi Sögu 9. des. 2009
Hlín Agnarsdóttir
Blómin frá Maó
Gráglettin saga um pólitíska einsýni og foringjadýrkun.
Þegar Sigurborg Eyfjörð félagsráðgjafi er að leita að hentugum potti fyrir búsáhaldabyltinguna er hún
beðin um að rifja upp ótrúlega fortíð sína í Asparsamtökunum, en það voru ekki skógræktarsamtök
heldur róttæk byltingarsamtök á áttunda áratug tuttugustu aldar.
„[…] aldeilis verðugt söguefni sem Hlín tekst á við af þekkingu, innsæi og nettbeiskum húmor.“
– Steinunn Inga Óttarsdóttir, Sunnudagsmogganum, 29. nóv. 2009
Guðmundur Óskarsson
Bankster
Meitluð saga úr bankahruninu.
Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna!
„[…] hreinræktuð kreppubók og hreinasta afbragð sem slík. Besta kreppubókin.“
– Árni Matthíasson, Sunnudagsmogganum, 15. nóv. 2009.
Úrvalsbækur eftir úrvalshöfunda