SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Side 40
40 13. desember 2009
Segir jólin
koma með
rjúpnalyktinni
Örn Arnar Óskarsson er fæddur
og uppalinn á Kópaskeri þar sem
rjúpa var ávallt á borðum á að-
fangadagskvöld. Örn býr ásamt
fjölskyldu sinni, eiginkonu og
þremur börnum, á Akureyri.
Eiginkona Arnar, Þórdís Ósk
Sævarsdóttir, var ekki vön rjúpu
á aðfangadagskvöld á æskuheimili
sínu „en af ótrúlegri gæsku í
minn garð leyfði hún mér að halda mínum sið og fjölskyldan er
mjög sátt við það í dag,“ segir Örn. Sérstaklega er elsta barnið,
Karen Lind sem er 11 ára, sólgin í rjúpurnar.
Örn sér um að elda á heimilinu. Hann segist tvívegis hafa boðið
upp á hreindýr á aðfangadag og einu sinni kalkún – en hafi áttað
sig á því eftir þær tilraunir að rjúpan sé málið þetta sérstaka
kvöld.
Matargerðin á aðfangadag hefst í raun skömmu fyrir hádegi
þegar Örn hittir bræður sína tvo sem búa í höfuðstað Norðurlands;
og þá er haldið í fjölskylduhefðina því þeir reyta rjúpurnar og
svíða. „Flestir hamfletta þær og ég þekki satt að segja enga aðra
sem nenna að svíða rjúpurnar.“
Örn hefur einstaka sinnum boðið upp á rjúpu á öðrum árstíma
en jólum. „Þá hef ég verið með hana sem forrétt en nota að sjálf-
sögðu ekki jólauppskriftina.“
Hann veiðir jafnan eigin rjúpur og hefur lengi gert. Svínaflensan
kom að vísu í veg fyrir að hann gengi til rjúpna fyrir þessi jóla en
frændi húsmóðurinnar bjargaði málunum í þetta skipti.
Örn tekur skýrt fram að ekki hafi verið hvikað frá uppskrift
móður hans, Sigríði Methúsalemsdóttur, að jólarjúpunni en við-
urkennir að sósan hafi tekið einverjum smávægilegum breytingum
með tilraunastarfsemi í gegnum tíðina.
Þórdís Ósk Sævarsdóttir og Örn Arnar Óskarsson með börnin Nínu Rut, Karen Lind og Aron Örn.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Andreu Magdalenu Jónsdóttur finnst nauðsynlegt að borðhaldið á
aðfangadag sé svolítið langt og þess vegna er hún með forrétt sem
samanstendur af Mozzarella osti, tómatskífum og ferskri basiliku.
„Til mótvægis við þessa þungu máltíð, sem hnetusteikin er, þá fáum
við okkur bara léttan forrétt. Strákarnir fá reyndar venjulegan ost en
þeim finnst forrétturinn voðalega góður líka.“
Uppskriftina að hnetusteikinni fékk Andrea úr jólablaði Gestgjaf-
ans en lagaði hana að duttlungum fjölskyldunnar. „Ég skipti soja-
mjólk og sojaosti út fyrir rjóma, mjólkurost og parmesanost. Og eig-
inmaðurinn er ekki hrifinn af lauk og rauðlauk, svo við settum
sellerí í staðinn. Í seinni tíð hef ég bætt við hvítlauk.“
Andrea segir meðlætið ekki skipta minna máli en steikin sjálf.
„Við erum með grænar orabaunir, maísbaunir, Waldorfsalatið
hennar mömmu, plómusósu, soðnar kartöflur, rauðkál, súrar ag-
úrkur, rétt úr sætum kartöflum og líka spýtufranskar, sem er eig-
inmannsins innlegg í matarmenningu heimilisins.“
Eldri strákarnir borða matinn af bestu lyst, en sá yngsti er aðeins
matvandari. „Hann fær líklegast kaffijógúrt með rúsínum á að-
fangadag, enda er það hans uppáhald,“ segir Andrea og hlær.
Eftirrétturinn kemur líkt og Waldorf-salatið frá móður Andreu.
„Mamma hrærir súkkulaðimúsina létt saman þannig að hún verður
fallega röndótt. Ein jólin hrærði ég músina of mikið þannig að hún
varð öll ljósbrún og það þótti mér alveg ómögulegt,“ segir Andrea
enda er ótrúlegt hvað hefðir geta skipt okkur miklu máli á jólunum,
jafnvel langt fram á fullorðinsár.
Meðlætið ekki
síður mikil-
vægt en steikin
Drengirnir hennnar Andreu bíða spenntir eftir fyrsta bitanum af jólabrauðinu vinsæla.
Á aðfangadagskvöld er jafnan meira lagt
í matargerð, en aðra daga ársins. Guðað
var á glugga hjá tveim fjölskyldum og
fengnar uppskriftir að hátíðarréttunum.
Matur
Tvíreykt hangikjöt
Örn og fjölskylda borða ekki for-
rétt á aðfangadagskvöld, „en
þegar ég horfi á hangilærið mitt
fæ ég hugmynd að jólalegum for-
rétti,“ segir Örn þegar hann ræðir
við blaðamann:
Tvíreykt hangilæri
Parmasenostur
Svartur pipar
Hunangsmelóna
Sneiðið tvíreykt hangilæri (best
að nota innanlærisvöðvann) í
mjög þunnar sneiðar; jafnvel hafa
það hálffrosið svo auðvelt sé að
ná þunnum sneiðum. Raðið
sneiðunum á disk þannig að þær
myndi nokkurskonar rós. Rífið
parmesan-ost yfir og jafnvel örlít-
inn svartan pipar og berið herleg-
heitin fram með hunangsmel-
ónukúlum og grilluðu
hvítlauksbrauði.
Uppskriftin miðast við 5 – 7 full-
orðna.
Rjúpur
10 rjúpur, reyttar og sviðnar eða
hamflettar
6 fóörn úr rjúpu
2 msk smjör
1 msk olía
Salt og pipar
4 lárviðarlauf
15 – 20 þurrkuð einiber
½ grófskorinn laukur
Miðað er við 1 ½ – 2 rjúpur á
mann. Þegar tekið er innan úr rjúp-
unum þá er hjartað skilið eftir í
fuglinum. Geymið fóörnin.
Rjúpunar eru skolaðar lauslega að
innan og utan og þerraðar. Kryddið
með salti og pipar að innan og ut-
an. Skerið fóörnin í tvennt, takið
himnuna ásamt lyngi o.þ.h. innan
úr og hendið. Kryddið með salti og
pipar.
Brúnið rjúpurnar og fóörnin í
Jólarjúpa að hætti mömmu
Örn og bræður
hans halda í
fjölskylduhefð-
ina með því að
reita og svíða rjúp-
urnar á aðfanga-
dagsmorgun