SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Page 41

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Page 41
13. desember 2009 41 örskammastund og bætið þeim síð- an saman við maukið. Léttsteikið selleríið á pönnu þar til það er orðið mjúkt. Bætið hnetusmjöri saman við ásamt plómusósu, rjóma og osti. Bætið kryddi út í og hrærið stöðugt í þar til allt hefur blandast vel sam- an. Þessari blöndu er svo bætt sam- an við maukið. Snittubaunirnar eru saxaðar og steiktar á pönnu þar til þær eru hálfsoðnar og þeim bættút í maukið ásamt maísenamjöli. Þeytið eggin þar til þau eru létt í sér og bætið þeim saman við. Smyrjið djúpt, kringlótt ofnfast mót, u.þ.b. 24 cm í þvermál með olíu og hellið maukinu í. Bakið við 160° C í 90 mínútur. Hrærið saman hunangi, plómusósu og sinnepi og smyrjið ofan á hnetusteikina. Hækkið ofn- inn í 200°C og bakið áfram í 15 mín- útur. Plómusósa 3 sellerí stilkar, smátt saxaðir 2 hvítlauksgeirar, heilir 2 msk olía 3 msk plómusósa 1 msk sinnep ½ dl fljótandi hunang 1 grænmetisteningur 1 tsk salt og ¼ tsk svartur pipar 8 sneiðar ostur 2 dl rjómi 2-3 dl vatn dökkur sósujafnari Hvítlaukurinn og selleríið er létt- steikt upp úr olíu við vægan hita þar til það er orðið mjúkt.P- lómusósu, sinnepi og hunangi er bætt saman við ásamt vatni og kryddi. Bætið osti og rjóma við og sjóðið sósuna þar til osturinn hefur bráðnað. Fjarlægið hvítlaukinn úr sósunni og smakkið til með kryddi, hunangi og sinnepi og þykkið með sósujafnara. Léttur forréttur Velþroskaðir plómutómatar, mozz- arella, ferskt basil. Raðið þessu í sneiðum til skiptis í hring. Hell- iðgóðri jómfrúarólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar úr kvörn. Fyrir börnin getur verið gott að nota venjulegan 24% gouda í stað mozzarella. Aðfangadagsbrauð - Khachapuri 2 tsk þurrger 150 ml heit mjólk, ca 37°C 225 gr hveiti, hvítt, spelt, heilhveiti, skiptir ekki máli 1 tsk salt 50 gr mjúkt smjör Látið gerið út í heita mjólkina og leyfið því að taka sig í u.þ.b. 15 mínútur. Ef þetta er gert í hrærivél þá er hveiti og salti blandað saman í skál og gerblandan sett út í. Hnoðið saman með smjöri viðbættu. Leggið til hliðar í a.m.k. 1 klst eða þar til deigið hefur tvöfaldast að stærð. Hnetusteik 250 gr canneline baunir (hvítar baunir) 200 gr kartöflur, soðnar 100 gr peacan hnetur, smátt skornar 4 sellerí stiklar, mjög smátt saxaðir 2 msk ólífuolía 150 gr hnetusmjör 2 msk plómusósa 1 dl rjómi 8 ost sneiðar 1 grænmetisteningur 1 tsk herbes de provance krydd- blanda ½ tsk hvítur pipar og 1 tsk salt 2 msk paramasan ostur 200 gr ferskar snittubaunir (bauna- belgir) 100 gr maísenamjöl (má nota ljósan sósujafnara) 4 hamingjuegg/brúnegg Gljái ofan á steik 1 msk fljótandi hunang 1 msk dijon sinnep 2 msk plómusósa Baunirnar eru lagðar í bleyti í sólar- hring og þær síðan soðnar í 60 mín- útur í hreinu vatni. Baununum er hellt í sigti og látið renna vel af þeim. Setjið síðan baunirnar og kartöflurnar í matvinnsluvél og hrærið þar til allt er orðið að mauki. Takið til hrærivélaskál og setjið maukið í hana og leggið til hliðar. Þurrsteikið hnetubitana á pönnu í Fylling 450 gr 24% gouda ostur (má vera öðruvísi en betra ef hann er feitur) 25 gr mjúkt smjör 1 egg, hrært með gafli 2 msk ferskt kóríander, saxað Öllu blandað saman og maukið svo smurt á mitt brauðdegið sem er búið að fletja út í ca 50 cm hring með kefli. Endarnir á deginu eru teknir saman í miðjunni þannig að brauðinu er lokað með einskonar snúningi að ofan. Þá er brauðið lát- ið standa í 20 mínútur í stofuhita og svo bakaði í u.þ.b. 40 mínútur í ofni við 180°C. Brauðið er borðið fram heitt en einnig er það mjög gott kalt. Ef ferskt kóríander er ekki fáanlegt má nota aðrar ferskar kryddjurtir, t.d. basil og bæta þá líka við sólþurrkuðum tómötum. Súkkulaðimúsin hennar mömmu 3 eggjahvítur, stífþeyttar 3 eggjarauður, vel þeyttar 2 bræddar 100 gr suðusúkkulaði- plötur 1 peli rjómi, þeyttur Eggjarauðum og súkkulaði blandað saman. Rjóminn hrærður lauslega út í og eggjahvíturnar hrærðar varlega út í í restina. Sett beint í skálar eða glös og geymt í ísskáp þar til það er borðað. signyg@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn „Mamma hrærir súkkulaðimúsina létt saman þannig að hún verður fallega röndótt.“ Tobleroneís Eftirréttur þeirra Arnar á að- fangadag, Tobleroneís, hefur ára- tugum saman verið borinn fram á aðfangadagskvöld í fjölskyldu tengdaforeldranna. 6 eggjarauður ½ bolli púðursykur 1 tsk. vanilludropar ½ l. þeyttur rjóma 100 til 300 g Toblerone Eggjarauður og púðursykur þeytt vel saman. Vanilludropum bætt við og þeytta rjómanum, og loks er Toblerone bætt út í . Þessu er blandað varlega saman og fryst. skapti@mbl.is smjörinu og olíunni á vel heitri pönnu. Gætið þess að brúna vel á öllum hliðum. Setjið rjúpurnar í pott ásamt fóörn- unum, lárviðarlaufunum, einiberj- unum og lauknum. Bætið við vatni svo fljóti yfir, sjóðið í u.þ.b. klukku- stund. Sósa 1 l sigtað soð 3 – 4 dl rjómi 1 – 1 ½ matskeið góður kjöt- kraftur, t.d. Oscar nautakraftur. Smjörbolla til að þykkja (u.þ.b. 75g bráðið smjör og 75g hveiti hrært saman þar til kekkjalaust) 1 – 2 msk rifsberjasulta 1 – 2 msk gráðostur Salt og pipar eftir smekk Sigtið 1 líter af sigtuðu soði í pott, eftir að suða er komin upp, bætið þá kjötkrafti útí. Þykkið sósuna með smjörbollunni. Hellið rjóman- um saman við og fáið aftur upp hæga suðu. Smakkið til með salti og pipar. Bætið loks rifs- berjahlaupi og gráðosti út í sós- una og hrærið í þar til allt hefur samlagast. Brúnaðar kartöflur 15 – 30 kartöflur 100 gr sykur 50 gr smjör Sletta af rjóma Sjóðið kartöflurnar og flysjið. Bræðið smjör og sykur saman á pönnu þar til komin er ljósgullin karamella, bætið smá slettu af rjóma út í og blandið saman. Setj- ið kartöflurnar út í og látið krauma við lágan hita þar til kartöflurnar eru orðnar fallega hjúpaðar kara- mellunni. Meðlæti Rauðkál (gjarnan heimalagað) Grænar baunir – frá Ora að sjálf- sögðu! Jólasalat 2 stk ljósgræn epli Rauð vínber eftir smekk, 100 – 200 gr 100 – 150 gr sýrður rjómi Smá sykur, u.þ.b. 1 tsk. Afhýðið og kjarnhreinsið eplin, skerið þau síðan í netta bita. Skerið vínberin til helminga og tak- ið steinana úr. Pískið sýrða rjómann og sykurinn saman þar til kekkjalaust. Öllu blandað saman. Berið fram með malti og appelsíni undir taktföstum kirkjuklukkna- hljómi.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.