SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Page 44

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Page 44
44 13. desember 2009 Tónlist Gítarleikarinn snjalli Jack Rose lést úr hjartaáfalli í liðinni viku aðeins 38 ára gamall. Hann var með fremstu gít- arleikurum í banda- rískri tilraunatónlist og liðsmaður óhljóðasveit- arinnar mögnuðu Pelt. Rose var afkastamikill tónlistarmaður, gaf út margar plötur með Pelt, fimm skífur sem Dr. Ragtime og þrettán undir eigin nafni. Ein af þeim plötum var Raag Manifestos sem kom út í tak- mörkuðu upplagi fyrir fimm ár- um. Jack Rose gekk til liðs við Pelt 1993, en sú sveit helgaði sig óhljóðum framan af en tók svo að bæta vís- unum í gamla bandaríska þjóðlagamúsík og frum- stæðan blús inn í óhljóð- in og flétta saman við þjóðlega músík annarra landa. Þegar Rose tók svo til við sinn sólóferil fór hann einmitt lengra í þá átt, gaf fyrst út rag- timeplötur, þá plötur þar sem hann fléttaði saman ragtime og indverskri raga-tónlist eins og heyra má á Raag Manifestos. Hann hafði sérstakan áhuga á spilastíl sem menn kalla flat- picking, spilaði gjarnan með gít- arinn í kjöltunni og framkallaði bardúnstón að hætti sítarleikara. Skífan byggist að mestu á kassagítarleik sem hljómar stundum sem kassagítar en stundum líka sem sítarahjörð og rafmögnuð rokksveit. Rose sér sjálfur um að krydda gítarleik- inn með rafhljóðum í einu lagi, en síðan er hann með tabla- leikara sér til halds og trausts í einu lagi sem minnir ekki svo lítið á indverska sítartónlist. Lokalag skífunnar sýnir svo vel hvað Rose var að pæla á þessum tíma því þar er komið lagið magnaða Blessed Be the Name of the Lord eftir Mississippi John Hurt. arnim@mbl.is Poppklassík Raag Manifestos – Jack Rose Meistari óhljóðanna allur Það verður heilmikil hátíð fyrir gamla fólkið haldin í Lundúnum næsta sumar en þá munu öldungarnir í Emerson, Lake & Palmer og ZZ Top stíga á svið. Tónleikarnir verða á rokkhátið sem kallast High Voltage og verður haldin í Victoria al- menningsgarðinum 24. og 25. júlí næst- komandi. Emerson, Lake & Palmer fagna því að sveitin á 40 ára afmæli (!) en ZZ Top hef- ur ekki spilað á tónleikum á Englandi í ald- arfjórðung. Meðal aðstandenda tónleikanna er tímarit sem helgað er sígildu rokki og gef- ur vísbendingu um að eitthvað eigi eftir að bætast við af gamlingjasveitum þegar til- kynnt verður um endanlega dagskrá snemma á næsta ári Emerson, Lake & Palmer hélt síðast tón- leika 1998. Þá hugðist hún taka upp nýja skífu en endaði með hávaða og vinslitum. Emerson, Lake & Palmer forðum daga. Emerson, Lake & Palmer aftur á svið Margur tónlistarmaðurinn hefur byrjað feril sinn með skólahljómsveit líkt og Justin Ver- non, sem kallar sig Bon Iver. Hann var í Me- morial miðskólanum í Eau Claire í Wiscons- in, þar sem mikil áhersla var lögð á tónlist, enda starfa níu hljómsveitir við skólann. Bon Iver var þar í jazzsveit og sneri aftur á gamlar slóðir fyrir stuttu til að syngja með sveitinni á fjáröflunartónleikum. Upptökur frá þeim tónleikum komu upp fyrir skemmstu en á þeim má heyra Bon Iver syngja eigin lög og líka gamlar lummur á við á við Miss Otis Regrets og Lady Is A Tramp. Jazztónlistarmaðurinn Bon Iver. Bon Iver syngur gamlar lummur F yrir fimmtán árum eða svo voru þeir Wu-Tang-félagar óstöðvandi. Fyrsta platan, „Enter the Wu-Tang (36 Chambers)“, kom út 1993 og þó hún hafi verið smátíma að komast inn á lista seld- ist hún síðan bráðvel og hafði gríðarleg áhrif. Sólóskífur þeirra félaga gengu líka vel, enda afbragðs plötur; Tical með Method Man kom út 1994, Only Built 4 Cuban Linx með Raek- won kom út 1995 og seinna sama ár Liquid Swords með GZA. Allar voru plöturnar með því besta sem heyrðist af rappi á þeim tíma, en þó það sé kannski smekksatriði þá var Only Built 4 Cuban Linx tvímælalaust besta platan og sú þeirra sem var næst því að verða Wu-tang Clan plata númer tvö. Segir fátt af einum Síðan eru liðin mörg ár og saga rapparans Ra- ekwon (nú eða flestra Wu-Tang-liða) hefur ekki verið eins glæst og búist var við. Eftir því sem meira fé var í spilinu slettist upp á vin- skapinn, RZA, sem var bæði upphafs- og að- almaður í öllu saman, hafði æ minni tíma til að spinna upp frumlega takta og það má eig- inlega segja að ævintýrið hafi fjarað út að mestu. Reyndar komu út fleiri Wu-Tang- skífur, og sumar mjög fínar, en flestir fé- lagarnir nánast hurfu, þar á meðal Raekwon. Það tók Raekwon fjögur ár að koma út næstu sólóplötu; Immobiliarity kom út 1999 og vakti litla hrifningu, enda kom RZA hvergi nærri skífunni. Enn liðu fjögur ár þar til næsta plata, The Lex Diamond Story, kom út, en henni var ekki betur tekið. Þrátt fyrir það ætlaði hann ekki að gefast upp og til stóð að gefa út sólóskífu 2007, en nú átti að tjalda því sem til var; RZA átti að leggja til lög, Dr. Dre og J Dilla meðal annars, en upptökustjórn á skífunni átti annars að vera í höndum Busta Rhymes. Það fór reyndar á annan veg – eins og vill verða í rappheimum. Fyrst var RZA of upptekinn og hætti við, en svo kom hann aft- ur, þá hætti Dr. Dre við, en skipti um skoðun og svo gekk Busta Rhymes úr skaftinu og svo má lengi telja. Á endanum tókst þó að ljúka við skífuna og Only Built For Cuban Linx... Pt. II kom loks út í haust. Hún hefur fengið fína dóma og það að vonum því hér er loks komin almennileg Ra- ekwon-skífa og verðugur arftaki plötunnar goðsagnakenndu sem hóf sólóferil hans. Rapparinn Corey Woods, sem tók sér listamannsnafnið Raekwon the Chef, með Ghostface félaga sínum. Stuð með Raekwon Lítið hefur heyrst af viti frá rapparanum Raekwon sem gerði garðinn frægan með Wu-Tang Clan fyrir hálfum öðrum áratug. Hann hefur nú snúið aftur með magnaða skífu sem minnir á gamla daga Árni Matthíasson arnim@mbl.is Allt byrjaði þetta með þeirri hugmynd RZA að kalla saman rappara sem legðu allt sitt traust á hann. Fyrsta platan var Enter the Wu-Tang (36 Cham- bers) sem kom út haustið 1993 – ein áhrifamesta skífa rapp- sögunnar og hafði gríðarleg áhrif á þróun formsins næsta áratuginn. Á skífunni skipa þeir sveitina RZA, Ghostface Killah, Raek- won, Inspectah Deck, GZA, Ol’ Dirty Bastard, Method Man, U- God og Masta Killa, en síðan hefur mannaskipan klíkunnar verið mjög á reiki, aukinheldur sem Ol’ Dirty Bastard lést fyrir nokkrum árum. Mikil merkisskífa. Enter the Wu-Tang

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.