SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Síða 45

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Síða 45
13. desember 2009 45 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Stormar og styrjaldir - Sturlunga Einars Kárasonar (Söguloftið) Lau 9/1 kl. 17:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Sun 31/1 kl. 16:00 Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið - sýningum lýkur í vor) Mán28/12 kl. 20:00 U síðasta sýn. Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið Uppáhald jólasveinanna (Hvíta sal og skála) Sun 13/12 kl. 12:00 Sun 20/12 kl. 12:00 Pönnukakan hennar Grýlu eftir Bernd Ogrodnik (Söguloftið) Sun 13/12 kl. 14:00 U uppáhald jólasveinanna kl 12 Sun 20/12 kl. 14:00 U uppáhald jólasveinanna kl 12:00 Brúðarræninginn (Söguloftið) Fös 15/1 kl. 21:00 U Lau 30/1 kl. 20:00 Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Ástardrykkurinn Fös 15/1 kl. 20:00 næstsíðasta aukas. Lau 23/1 kl. 20:00 síðasta aukas. Gjafakort á Ástardrykkinn - tilvalin jólagjöf! Jólahádegistónleikar Óp-hópsins með Gissuri Páli Gissurarsyni Þri 15/12 kl. 12:15 "Besti skyndibitinn í bænum!" - Birna Þórðardóttir, RÚV Hellisbúinn Mið 30/12 ný aukas. kl. 20:00 Lau 9/1 ný aukas. kl. 19:00 Vinsælasti einleikur allra tíma! Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Endalaus - Febrúarsýning2010 (Stóra sviðið) Fim 4/2 frums. kl. 20:00 Sun 7/2 kl. 20:00 Sun 14/2 kl. 20:00 Sun 21/2 kl. 20:00 Sun 28/2 kl. 20:00 Sun 7/3 kl. 20:00 Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Ævintýriðum Augastein (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 13/12 kl. 12:00 U Sun 13/12 kl. 14:00 Ö Sun 13/12 kl. 16:00 Ö Eingöngu í desember Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FaranU Ö F É g auglýsi eftir desemberkærasta. Þannig hljóðaði setning sem ein- hleyp vinkona mín færði inn á Fés- bókina sína um daginn. Ástæðan? Jú, desember er sá mánuður sem einhleypa langar hvað mest til að eiga maka. Þetta er einn rómantískasti mánuður ársins. Allir fyllast af jólakærleik, tíðni þéttra faðm- laga og kossa eykst gríðarlega, góðmennska og gjafmildi fer upp úr öllu valdi og svo er alsiða að kynna nýja kærasta/kærustur í fjölskyldu- jólaboðum. Ég þekki góðhjartaða konu sem „lánaði“ ein- hleypri vinkonu sinni manninn sinn í jólaboð. Hún var orðin hundleið á því að mæta alltaf alein og glerfín í jólaveisluna í vinnunni. Hana langaði til að skarta einum alveg „splunkunýj- um“ fylgisveini og gefa vinnufélögunum í leið- inni tækifæri til að hafa eitthvað til að smjatta á. Hann tók niður giftingarhringinn áður en hann leiddi hana inn í salinn og hún kynnti hann sem vin sinn. Bæði skemmtu sér konunglega það kvöldið. Þessi einnar-kvöldstundar-maður er einmitt ígildi desemberkærasta: Tímabundið fyrirbæri sem hleypir birtu inn í skammdegið, rétt eins og allar jólabíómyndirnar og jólalögin sem gjarnan fjalla um aðventurómantíkina. Það er óneitanlega gaman að vera ástfangin í desember, rölta um bæinn með elskunni sinni með ástarglampa í augum sem er skærari en öll jólaljósin og jólaskrautið, sötra heitt kakó í kuldanum, njóta saman ótal tónleika, bóka- upplesturs, renna sér saman á skautum og skíðum, laumast til að kaupa eitthvað frumlegt og fallegt handa hvort öðru. Og komast vart fram úr rúmi vegna óseðjandi ástarbríma. Sem er sérlega hentugt þegar vinna þarf á öllum kalóríunum sem hlaðast upp í ofáti jólanna. Mikil orkulosun felst í kynlífsleikfimi en þó er hún allra mest í sjálfri nægjunni. Því er um að gera að vanda sig í desem- bergælunum og framkalla sem oftast himneskt jólaljós í hverri taug þess sem við elskum. Desemberfullnægingar má laða fram með ýmsu móti, nægur er jú efniviðurinn og um að gera að virkja sköpunarkraftinn til þjóðlegra ástarleikja: Hvaða kona vill ekki láta Giljagaur gilja sig? Og hvaða karl vill ekki lenda í höndum kven- kyns Bjúgnakrækis (nú eða karlkyns ef kenndin er slík)? Þvörusleikir kann ábyggilega að sleikja ýmislegt fleira en þvöru af áfergju og Kerta- sníkir gæti lumað á einhverju öðru en kertum til að leika með í bólinu. Gluggagægir og Stúfur luma ábyggilega líka á einhverjum fullorðins strákapörum. Ég hvet alla til að finna í sér kynóða jóla- sveininn, tæta sig úr jólatötrunum fyrir ástina sína og tileinka sér takta hrekkjalómsins. Þannig má bæði gleðja og létta á jólastress- inu. Grýla og Leppalúði gætu ekki síður verið innblástur, þeirra hjónalíf má eflaust útfæra á ýmsa vegu (ég er nokkuð viss um að Grýla hef- ur tekið Leppa karlinn með stæl). Fyrir þá sem eru meira fyrir amerísku jóla- sveinaútgáfuna, getur dugað að skella rauðri jólasveinahúfu á kollinn þegar stigið er úr jóla- sturtunni og kalla digurbarkalega til makans: HÓ HÓ! Og fyrir þá sem vilja vera hátíðlegir er hægt að horfa til ofurparsins Maríu og Jóseps. Engin veit með vissu hvernig höndum smiðurinn fór um hana Maríu sína áður en himnasendingin kom inn í þeirra samlíf. Hvernig sem við gerum það, þá skulum við hvetja og hvessa hvort annað til desemberásta. Ástsýki í desember Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is HHHHH JVJ, DV „Ástarþökk fyrir ógleymanlegt kvöld“ SA, TMM „Ég skora á fólk að fara í leikhúsið og sjá Jesú litla - kynna sér guðfræði trúðsins og máta við sína.“ GB, Mbl Næstu sýningar sjá á heimasíðu Borgarleikhússins www.borgarleikhus.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ GJAFAKORT ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Einstakt tilboð til jóla Yndisleg sýning fyrir alla krakka Sýnin gar lau. o g sun. kl 15: 00

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.