SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Page 50

SunnudagsMogginn - 13.12.2009, Page 50
50 13. desember 2009 É g er bara alveg undrandi á því hvað ég hef unnið mikið,“ segir Ásgerður Búadóttir vef- listakona, lítur upp úr bókinni sem hún er að fletta, og hlær. Hún er nýbúin að fá í hend- urnar eintak af þessari veglegu bók, Veftir, sem kom út í vikunni og fjallar um langan feril hennar sjálfrar. Ás- gerður er einn markverðasti og kunnasti veflistamaður þjóðarinnar. „Mörg þessara verka hef ég ekki séð lengi. Þau líta bara nokkuð vel út,“ segir hún. Ásgerður verður níræð á næsta ári og er heið- urslaunaþegi alþingis. Hún lagði vefstól sínum fyrir nokkrum árum en var virk í sýningarhaldi fram undir aldamótin. Vefti Ásgerðar, en það heiti notar hún yfir vefina, má sjá víða á opinberum stöðum, í söfnum og stofnunum, en mörg verkanna eru einnig í einkaeigu. Þegar við drukkum kaffi saman í vikunni rifjaði hún upp árin í Handíða- og myndlistaskólanum. „Það voru góðir strákar með mér í skólanum, Karl Kvaran og fleiri. Ég hef nú oftast verið hógvær fyrir hönd verkanna minna, og það hefur ágerst, en ég var líklega bara nokkuð ánægð með mig þegar ég var ung, ég fann vel hvað ég gat,“ segir hún. Það er býsna merkilegt hvernig ferill Ásgerðar þró- aðist. Hún nam aldrei vefnað, heldur fór í framhalds- nám í málaradeild við listaakademíið í Kaupamanna- höfn. Hún kenndi síðan teikningu áður en hún fann sér farveg í vefnaðarlistinni, grein sem hafði ekki verið sinnt í listrænum skilningi hér. Ásgerður segir að hinn áhrifamikli kennari Kurt Zier hafi haft mikil áhrif á þá ákvörðun hennar að feta þessa braut. „Kurt Zier ýtti við mér,“ segir hún. „Hann var mjög áhugasamur um vefnaðinn og hafði mikil áhrif á mig sem kennari.“ Fyrirmyndir metnaðarfulls vefnaðarlistamanns voru Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Myndlist Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gat verið krefjandi starf en „Mörg þessara verka hef ég ekki séð lengi,“ segir Ásgerður Búadóttir, veflistakonan kunna, þegar hún flettir nýrri bók sem var að koma út um feril hennar en í bókinni eru myndir af hennar kunnustu veftum. Ásgerður lagði ekki stund á vefnað í skóla en gerði miðilinn engu að síður að sín- um, á persónulegan hátt. Þar sem eldurinn aldrei deyr. 1978-79. Ull (með krapprót) og hrosshár, 140 x 216, 93 x 77. Norræni menningarmálasjóðurinn. „Ég varð að halda áfram,“ segir Ásgerður Búadóttir. Viðtal

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.