Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1959, Síða 6

Skólablaðið - 01.03.1959, Síða 6
- 6 - F.G.L. ( 1899-1936 ) var spánskt skáld, og um nafn hans hefur mikill ljómi leik- ið síðustu áratugina. Hann var bæ5i Ijóð- skáld og leikritahöfundur og jafn stór- brotinn í hvorutveggja. Hann var alinn upp í Andalusíu, aSallega í Granada. í Granada gætir mikið arabískra áhriía, og þar hefur sægur þjóðkvæða varðveitzt á vörum fólksins fram á þennan dag. Þar er einnig mikið um sígauna, og er Andalusxuhéraðið sérstætt um margt. Áhrifa frá æskustöðvum Lorca gætir einna mest í bókinni "Romancero Gitano" ( Sígaunadansar ), en segja má að öll helztu verk hans séu sprottin upp úr þeim jarðvegi. Þrítugur að aldri fór Lorca til New Yörk. Dvöl hans þar varð honum uppspretta nýrra Ijóðsýna, og orti hann þar Ijóðabálkinn "Poeta en Nueva York" (Skáld í N. Y.) x honum kemur hann einkum fram sem mód- ernisti, og hefur Ijóðabálkur þessi haft geysimikil áhrif. Þegar Lorca kom aftur heim til Spánar 1930, gaf hann sig allan að leikritun, og rak hvert stórverkið annað. Eru þau nu sýnd í öllum helztu leikhúsum heimsins. Dauðinn var Lorca alltaf hugstæður, og kemur það skýrt fram í öllum verk- um hans, enda grunaði hann alltaf, að hann yrði skammlífur. Hann var myrt- ur af spánskum fasistum 1936, og lauk þannig lífi eins unaðslegasta Ijóðskálds og leikritahöfundar, sem uppi hefur ver- ið. Hann var þá jafn gamall Jónasi Hallgrímssyni, þegar hann dó. Má og segja, að þeir hafi verið líkir um fleira. Ljóð þeirra eru vandþýdd á önnur tungu- mál, og báðir eru þeir ástfólgnir þjóð- um sínum, og í hugum Spánverja er Lorca "listaskáldið góða". H.S.A. SÖNGUR HINS ÖFRJÖA ALDINTRÉS Skógarhöggsmaður. Höggðu skugga minn burt. Frelsaðu mig frá kvölinni, að líta mig aldinvana. Hví er ég borið meðal speglanna, þar sem dagurinn skín, og ég speglast í stjörnum næturinnar ? í myrkrinu vil ég lifa og mig mun dreyma, að maurar og þistilnálar séu blöð mín og fuglar. Skógarhöggsmaður. Höggðu skugga minn burt. Frelsaðu mig frá kvölinni, að líta mig aldinvana. ( H. S, A. þýddi )

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.