Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1960, Side 9

Skólablaðið - 01.12.1960, Side 9
- 73 - Einar Mar Jonsson : BAÐ er gamalt mál, að tímarnir breytist og mennirnir með þeim. Hverjum tíma fylgir serstakur blær, sem aldrei er eins á nein- _________ um öðrum tíma. Öðruvísi er hann í dag en í gær og enn öðruvísi verður hann á morgun. Þessi blær verður ekki skilgreindur, hann er alls staðar, en a honum verða ekki festar hendur. Þott tím- inn breytist.lifir andi hans áfram. Hann kemur fram í beztu verkum hvers tíma, hver, sem kynnist þeim, lifir að nýju huj*- hrif þeirra tíma, sem þau voru samin a. Nú í dag er Menntaskólinn mjög breytt- ur frá því.er Skolablaðið fyrst kom ut, fyrir þrjátíu og fimm árum, en við lestur gamalla blaða finnst okkur, að við séum horfin aftur í tímann, svo mjög endur- speglar það anda skólalífsins. Þess vegna mun Skólablaðið hafa töluvert heimilda- gildi, þegar fram líða stundir. Það var í desember 1925 að Skóla- blaðið sá fyrst dagsins Ijós. Var það ekki skólafélagið, sem að utkomu þess stóð, heldur voru það ellefu nemendur og einn kennari, sem unnu það afrek upp á eigin spýtur. Var blaðið í einkaei^n fyrstu árin. Fyrsta tölublaðið var harla olíkt Skóla- blaðinu eins og það er nu. Það var aðeins sex síður og í því voru engar myndir, allar fyrirsagnir voru velritaðar, einnig sjalfur haus blaðsins. Allar voru greinarnar fremur stuttar og stíll þeirra töluvert frá- brugðinn því, sem nó er. Á fyrstu síðu rita útgefendur formálsorð. Þar segir : "Því er blað þetta til orðið, að þörf hefir þótt á, að til væri eitthvert það band, er tengt gæti þá saman, sem eru innan skólans. Hefir nú um hríð ekki verið neinn sá fjelagsskapur, er þetta markmið hefði, en margir hinsvegar saknað þess samhugar og þeirrar viðkynningar, er með skóla- systkinum á að ríkja. Blaðstofnun álítum vjer heppile^a til að vinna að markmiði þessu, og þo éigi þurfa að draga krafta fráfjelögum þeim, er fyrir eru. En auk þess ætti blaðið að gefa nokkra mynd af skólalífinu og hugsjonum þeim, er í skóla bærast, og það vildum vjer einnig láta sjást, að þau merki, sem upp eru tekin, muni eigi skjótt niður feld. - Og með þeirri von útgefenda, að blaðið vinni sjer hylli bæði kennara og nemenda, er því hleypt af stokkunum. " í fyrsta tölublað skrifar ábyrgðar- maður, Ludvig Guðmundsson, um tak- mark blaðsins. Farast honum svo orð m. a. : "Enginn salur skóla vors rúmar alla nemendur hans, - nema svo þjett se skipað, að enginn njóti sín. - Afleiðingar þessa eru sýnilega þær, að nemendahop- urinn klofnar, nemendur verða viðskila við fjelaga sína og skólans. Úr þessum "húsnæðisvandræðum, " vill blað þetta bæta. Það vill safna öllum nemendum undir eitt merki, eitt þak......." Fyrstu tölublöðin eru mjög ólík því, sem nú gerist. Greinar eru mjög stuttar, oft þrjár til fjórar á síðu, og flestar í þeim stíl, að þær væru kallaðar klausur nú. Efnið er aðallega greinar um felags- mál, stuttar ritgerðir og kvæði, bæði eft- ir nemendur og kennara. Smásögur fyr- irfinnast ekki. Fyrsta veturinn komu út fjögur tölublöð. Næstu árgangar eru mjög svipaðir þeim fyrsta að efni og stíl. Blaðið stækk- ar smam saman og verður fjölbreyttara að efni. í öðrum árgangi var fyrsta rit- deilan háð. Áttust þar við þeir Sverrir Kristjánsson og Trausti Einarsson og deildu um kvenfrelsi. Eru greinarþess- ar bráðskemmtilegar. Sverrir hóf deil- una og sagði m. a. : "...Stúlkur skólans eru ekki fyrst og fremst kvenmenn, heldur félagar okk- ar piltanna. Við ausum upp af sömu menntabrunnum og stefnum að sama marki og því er ástæðulaust, að við sé- um eins ólík í háttum og framast er

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.