Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1960, Page 12

Skólablaðið - 01.12.1960, Page 12
- 76 - kennarinn hafi þá eiginleika að vera heyrnarlaus og sjónlaus og jafnvel lykt- arlaus. Árið 1948 hófst reaktion sú gegn sporteðjótíij sem segja má að standi enn, en þar áður hafði Skólablaðið frekar ver- ið hliðhollt því og jafnvel haft íþrótta- síðu. Það ar skrifar Ólafur Ólafsson svo í ágætri grein, sem nefnist "Fortíð og framtíð "Sá, sem getur samið góða sögu eða kveðið laglega v'ísu er viðundur, annað hvort ofviti eða fáviti, ætti helzt ekki að ganga laus, heldur vera sem sýningar- gripur á nátturiiíræðistofunni öðrum til viðvörunar. Dyrlíngar þessa skóla eru þeir, sem flest mörk setja i handbolta, eða hoppa sem engisprettur einum senti- metra hærra en maður ur öðrum skóla. E£ þessu heldur áfram verða Mennta- skólanemendur bá.nir að hoppa og sprikla ur sér allan skapandi anda, bunir að hlaupa, ef til vill á mettíma, frá öllum þeim vorium, sem við þá eru tengdar. " Um 1950 er andi blaðsins mjög líkur því sem nu er, en frágangur allur annar og tækni miklu ófullkomnari en nu gerist. Urðu teiknarar að merja myndir sínar á stensla með frumstæðum hjólum. Samt létu þeir það ekki hinara sig í því að teikna ágætar myndir, bæði skopmyndir og myndaseríur. Meðal greina ma nefna ferðasö^u Einars Vínlandsfara ( semles- ið var ur á Ólafsvöku ), kvæði, þýðingar og gagnrjni á félagslífi. 27. argangur Skólablaðsins er með beztu árgöngum þess. Ritstjóri var þá Árni Björnsson, og ritar hann gott ávarp x fyrsta tölublað sitt, þar sem hann lýs- ir andlegu ástandi nemenda: "...Flestir eru menn fullir lítils- virðingar á öllu námi og þykir fínt. Eru margir mjög áfjáðir að skýra frá leti sinni við lestur og neyða menn oft með góðu og illu til að hlýða. á fjálglegar lýs- ingar á skeytingarleysi sínu og vanlestri. Nokkrir menn þjást af' feykilegri löngun til að láta á sér bera og eru tíðum afar skoplegir í þessari viðleitni sinni. Þeir reka upp ferlega hlátra á göngum, í stof- um og stigum, til þess að vekja á sér athygli, ónyta muni, útkrota auglýsingar og þ. u. 1. og reyna af öllum mætti að fá sinn oftar hugmyndasnauða heila til að finna upp á einhverju því, er gefi á- stæðu til, að hin hrífandi setning : "hann var ódæll í skóla", verði um þá sögð i framtíðinni. Jafnvel konur eru teknar að bisa við að vera hneykslanlegar og er það hlægileg sjón....." Þetta ár gerðist það, sem einnig hef- ur gerzt síðar, að kveikt var í skóla- blaðskassanum (það verður víst ekki gert framar, því að honum var stolið í fyrra). Var þá eftirfarandi klausa skrifuð : "Pyromani : Stundum koma brandarar í póstkassa Skólablaðsins. Eitt sinn, er ritstjóri blaðsins kom að honum, stóð innihald hans - kassans - í björtu báli, en hópur eldsdýrkenda stóð æpandi í kring. Rit- stjóri benti grátandi inn í logana og mælti: "Hér farast brandarar, sem hvergi fást í öllum heimi. " Síðan tok hann að grennslast um upptök eldsins og sagði þá Ingvi Matthía- ;. 6 ritstjóri Kyndils, Sig. Guðmundsson, hefði stungið Kyndli í kassann. Rannsókn hefir farið fram en ekkert sannast, enda er lang fyrirhafnarminnst að hætta því að kenna bara helvítis kommunistunum um brunann.” Brandari ur 27. árg. : "játning. Ingvar Kj. 5. Y þýðir: Komm her zu mir Geselle, hier find st du deine Ruh S Komdu hingað til mín, kunningi, hér fin .ur þu róna* " Árið 1954 bar svo við, að margir andans menn féllu á stærðfræði. Þá var þetta ort : "Hetjan Basi brosir nu blíðara en hans er vani, því öðlast hefur hann auknefnið : atómskáldabani. " Um þetta leyti er blaðið alveg komið í nutímahorf. Frágangur allur og efni er það sama og nú. Stíllinn er mjög skemmtilegur og brandarar góðir. Mikið er af ágætum sögum og kvæðum og blöð- in eru skemmtilega skreytt, og er margt betra en í Skólablaðinu nu, sérstaklega smásögur. Sagan "Ég, faðir minn og fimmta ríkið, " sem fékk fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni árið 1958 og sjötta- bekkingar muna eftir, er sennilega með allra beztu sögum, sem komið hafa í Skólablaðinu. Virðast fleiri húmanistar hafa verið í skólanum á þessum árum en nú er Ég mun ekki fjölyrða frekar um efni síðustu árganga blaðsins, því að sennilega munu margir þekkja þá eins

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.