Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1960, Síða 20

Skólablaðið - 01.12.1960, Síða 20
- 84 - Filmía, EM hefur haldið menningarlegar kvikmyndasýningar síðastliðin ár undir öruggri handleiðslu Jons Júls, hóf vetrarstarfsemi sína með seinna móti. Fjöldi menntlinga er í Filmíu, einkum á laugar- dögum, og setur það ánægjulegan (?) svip á sýningarnar. Fyrstu tvær myndirnar eru um Gyðinga- ofsóknir. Þorkell Helgason, heiðvirður nemandi 5. bekkjar Y, stjórn- arformaður tónlistardeildar listafélagsins, hefur haldið innreið sína í æðstu menn- irgarstofnun þjóðarinnar, Ríkisútvarpið. Einu sinni í mánuði sér hann um þatt- inn "Lög unga fólksins". í fyrsta þætt- inum voru eingöngu leikin sígild verk, og olli það gífurlegum úlfaþyt. Vart hafði Þorkell hafið upp raust sína, er helztu framámenn reykvískrar smáborg- arastéttar hringdu niður í útvarp, þar sem Þorkell var, og jusu yfir hann skömmum, svívirðingum og hótunum. Var hann sakaður um að spilla æskulýðn- um, ungt fólk hefði lítið gaman að svona gauli o.s.frv. TÓk Þorkell þessu vel og ætlar vitanlega að halda áfram á sömu braut. Hér með er skorað á alla viti borna menntlinga að hlusta á þáttinn, þegar hann er í umsjá Þorkels. "Út vil ek, " ------r------ segja kennarar og nemendur. Fyrst skal frægan telja skxðakappan og sjarmörinn Valdimar Chevalier Junior Örnólfsson. Dvaldist hann í París u. þ. b. hálfan mán- uð á kjaftaskúmaþingi. Sagt er, að eftir að Valdimar kvaddi heimsborgina, séu vasaklútar ungmeyja sjaldnast þurrir. Gunnar Sigurðsson, ritnefndarlimur, fór til Bandaríkjanna í boði blaðsins New York Mirror. Var hann þar áheyrnar- fulltrúi íslenzkra menntlinga á þingi bandarískra æskumanna, sem tóku þar þátt í leit æskunnar að betra heimi. Dvaldist Gunnar í New York og fór auk þess til Washington. Hafði hann mikla ánægju af förinni. { Gander á Nýfundna- landi verzlaði hann svo ótt og títt, að hann hafði nærri misst af flugvélinni. Hann kom heim 6. þ. m. Að lokum er vert að geta þess, að Sverrir Hólmarsson, litteratúrséní scholae, hefur borið sigur af hólmi í ritgerðarsamkeppni stórblaðsins New York Herald Tribune. Skrifaði hann fjálglega ritgerð ( á ensku ) um gildi persónulegra kynna fyrir sambúð þjóða og fær að verðlaunum þriggja mánaða för um Banda- ríkin. Að öllum líkindum mun Sverrir halda utan fyrir jól. -b- Frá ritnefnd. Ritnefnd óskar skólalýð öllum gleði- legra jóla og góðrar vambfylli. Enn sem fyrr ætlum við að kvabbxx á mönnum um að nota jólafríið til skrifta. Skammdegið hefur löngum þótt góður tími til andlegra iðkana. Er mönnum ráð- lagt að sitja uppi um nætur ( verið vel bú- in ) og ausa úr Mímisbrunnum sínum. Ritnefnd.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.